Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 6
6 Fréttir Vikublað 9.–11. desember 2014 Árétting Í kjallaragrein Sóleyjar Tómas­ dóttur, forseta borgarstjórnar, í helgarblaði DV kom fram að árskort yrðu til sölu fyrir börn og unglinga frá og með áramótum. Sóley vill koma því á framfæri að það hefur ekki verið samþykkt, heldur er það til umræðu hjá stjórn Strætó bs. Læknanemar beita hótunum Nemar við læknadeild Háskóla Íslands afhentu Bjarna Bene­ diktssyni, fjármála­ og efna­ hagsráðherra, undirskriftalista á mánudag. Rúmlega tvö hundruð íslenskir læknanemar hafa skrif­ að undir yfirlýsingu þess efnis að þeir muni ekki sækja um stöður kandídata eða aðstoðarlækna á heilbrigðisstofnunum landsins fyrr en samningar náist milli ríkis og lækna. Að sögn Daða Helgasonar, talsmanns læknanema á sjötta ári, eru nemarnir í námi hérlend­ is, í Danmörku og Ungverjalandi. Afhendingin fer fram fyrir framan fjármálaráðuneytið en Bjarni hef­ ur samþykkt að hitta læknanema og taka á móti listunum. Allir læknar og læknanemar hafa verið hvattir til að mæta. Sjö ára datt úr rútu á ferð Féll að hurðinni og út úr rútunni án þess að bílstjórinn yrði þess var B etur fór en á horfðist þegar nemandi í öðrum bekk í Snæ­ landsskóla féll út á götu úr rútu á ferð á mánudag. Nemandinn datt út úr rútunni á ferð á gatnamótum Kársnessbraut­ ar og Urðarbrautar. Hann var í belti í rútunni sem virðist hafa losnað og hann fallið að hurð sem opnaðist. Við þetta datt nemandinn út á götu, án þess að bílstjórinn yrði þess var. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólastjóra Snælandsskóla til for­ ráðamanna nemenda skólans. Tveir vegfarendur komu hon­ um til hjálpar og fóru með hann að Kópavogslaug. Nemandinn fékk stóran skurð á höfuðið við fallið var fluttur á Barnaspítala Hringsins til eftirlits og athugunar. Bekkjarsyst­ kini hans urðu vitni að atburðinum en í tilkynningu segir að þeim hafi verið verulega brugðið. Það sé mikil­ vægt að börnin fái tækifæri til að ræða upplifun sína heima og einnig eru starfsmenn skólans, námsráð­ gjafi og sálfræðingur til viðtals ef for­ ráðamenn óska þess. „Þetta fór miklu betur en á horfð­ ist,“ segir starfsmaður Snælands­ skóla í samtali við DV.is. Í tilkynn­ ingunni kemur fram að atburðurinn hafi verið tilkynntur til lögreglu og einnig til menntasviðs Kópavogs­ bæjar og mun skólinn taka rútu­ aksturinn til endurskoðunar í kjölfar slyssins. n erlak@dv.is Í öðrum bekk Barnið sem féll úr rútunni er í öðrum bekk í Snælandsskóla. Mynd SnælandSSkóli „Sveitarfélagið keyrði fyrirtækið í þrot“ n Harðar deilur um Jökulsárlón n Sveitarstjórn Hornafjarðar boðar til fundar S veitarfélagið Hornafjörður hefur boðað landeigendur við Jökulsárslón á fund næst­ komandi miðvikudag til þess að krefjast þess að þeir vinni saman að uppbyggingu á svæðinu. Undanfarin ár hafa staðið yfir hat­ rammar deilur milli tveggja stærstu landeigenda við austurbakka lónsins um uppbyggingu ferðaþjónustu við lónið. Í haust tilkynnti eigandi annars ferðaþjónustufyrirtækisins um rekstrar stöðvun en hann segir sveitar­ félagið hafa beitt sér hart gegn starf­ semi fyrirtækisins. Þá sakar hann sveitarfélagið um sérhagsmunagæslu og brot á samkeppnislögum. Sveitarfélag í sérhagsmunagæslu „Sveitarfélagið, með aðgerðum sín­ um, keyrði fyrirtækið í þrot í sumar,“ segir Ingvar Geirsson, eigandi Ice Lagoon, í samtali við DV en hann segir dagsektir sem sveitarfélag­ ið lagði á félagið hafa orðið fyrir­ tækinu að falli. Sektirnar vörðuðu stöðuleyfi á hjólhýsi og húskerru. „Á sama tíma hefur hinn rekstrar­ aðilinn á svæðinu verið án sömu leyfa í fjórtán ár. Sveitarfélagið, sem á að gæta hlutleysis og jafnræðis, er þarna í sérhagsmunagæslu,“ fullyrð­ ir Ingvar. Í tilkynningu um rekstrarstöðvun Ice Lagoon til Samkeppniseftirlits­ ins segir að fyrirtækið hafi þurft að verjast stöðugri andstöðu Sveitarfé­ lagsins Hornafjarðar gegn rekstrin­ um í öll þau fjögur ár sem fyrirtækið hefur starfað við Jökulsárlón. Í sum­ ar hafi sveitarfélagið meðal annars krafist þess að félagið hætti allri starfsemi við austurbakka Jökulsár­ lóns nú þegar og fjarlægði lausa­ fjármuni sem standi í óleyfi. Var fyrirtækinu veittur tíu daga and­ mælafrestur. Áður en fresturinn rann út sendi bæjarstjóri Hornafjarðar hins vegar frá sér tilkynningu til fjölmiðla um að Ice Lagoon væri án leyfa og þyrfti að víkja af svæðinu. Fréttin birtist á forsíðu Morgunblaðsins og í Frétta­ blaðinu þann 28. júlí síðastliðinn. Ice Lagoon andmælti ákvörðun sveitarfélagsins, meðal annars á þeim rökum að sveitarfélagið hafi ekki beitt sér með sama hætti í leyfis­ málum Jökulsárlóns ferðaþjónustu ehf., hinu ferðaþjónustufyrirtækinu á svæðinu, og það hefur gert gagn­ vart Ice Lagoon. Sveitarfélagið brjóti samkeppnislög Ingvar óskaði í haust eftir inn­ gripi af hálfu Samkeppniseftirlits­ ins vegna meintra samkeppnislaga­ brota Sveitarfélagsins Hornafjarðar. Nánar tiltekið kvartaði hann yfir synjun sveitarfélagsins um leyfi fyr­ ir rekstri fyrirtækisins og áætlun þess um að stöðva starfsemi félagsins. Samkeppniseftirlitið hefur áður haft til meðferðar kvörtun Ice Lagoon vegna starfsemi þess við Jökulsárlón. Í fyrra tilvikinu kom fram í svari sveitarfélagsins að sveitarfélagið væri ekki eigandi lands að Jökulsár­ lóni og veitti ekki almennt leyfi til rekstrar þar. Þá væri búið að gera nýtt deiliskipulag sem gerði ráð fyrir um­ talsvert fleiri mannvirkjum þar sem jafnframt væri skapað rými til frek­ ari uppbyggingar atvinnurekstrar og þjónustu við ferðamenn. Í svari sveitarfélagsins við kvörtun Ice Lagoon til Samkeppniseftirlitsins segir að fyrirtækið hafi ekki farið eftir þeim lögum og reglum sem gilda um stöðuleyfi og freistað þess að skapa sér svigrúm með kærum og mála­ rekstri. „Mikilvægt er að farið sé eftir þeim lögum og reglum sem gilda um stöðuleyfi. Ella er þeirri hættu boðið heim að nýir aðilar geti hafið starf­ semi sína við eftirsótta ferðamanna­ staði og náttúruperlur landsins án þess að hafa til þess tilskilin leyfi og reynt svo að kaupa sér fresti og tíma yfir háannatímann. Slíkt er í full­ kominni andstöðu við ákvæði laga og reglna,“ segir meðal annars í svari sveitarfélagsins til Samkeppnis­ eftirlitsins. Þá hafnar sveitarfélag­ ið ásökunum um brot á jafnræði og samkeppnislögum í bréfi til Ice Lagoon í haust. DV mun áfram fjalla um deilur landeigenda við Jökulsár­ lón í næsta tölublaði. n Hugo Boss söluaðilar: Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100 Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Hafnarfjörður Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Úra- o skartgripaversl n Heide Glæsibæ - s: 581 36 5 Áslaug karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Á sama tíma hefur hinn rekstrar­ aðilinn á svæðinu verið án sömu leyfa í fjórtán ár. Hatrammar deilur Land- eigendur við Jökulsárlón hafa deilt um uppbyggingu ferða- þjónustu við lónið undanfarin ár. Mynd Rakel óSk SiguRðaRdóttiR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.