Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 37
Fólk 37Vikublað 9.–11. desember 2014 T obba Marinós hélt upp á þrítugsafmælið sitt með pomp og prakt síðastliðinn laugar- dag, en hún varð þrí- tug á sunnudaginn. Veislan var haldin í sal á Fiskislóð úti á Granda og einkenndist hún af glensi og hlátrasköllum, í anda Tobbu. Fjölmörg þekkt andlit mátti sjá í veislunni enda hefur hún komið víða við, bæði í leik og starfi. Tobba var að sjálfsögðu stórglæsileg í veislunni og skartaði rauð- um síðkjól. Karl Sigurðsson, unnusti hennar, betur þekkt- ur sem Kalli í Bagglút, var í stíl við afmælisbarnið og klæddist rauðri skyrtu. Það má þó segja að dóttir þeirra, Regína, hafi stolið senunni, en hún bræddi gestina með brosi og hjali. n Tobba þrítug í rauðum kjól Jólaleg í stíl Eins og sönnum pörum sæmir voru Tobba og Kalli í stíl í veislunni. Flottur pakki Baggalútur- inn Bragi Valdimar Skúlason mætti með sérlega fallegan pakka sem eflaust innhélt eitthvað nytsamlegt. Í kvennafans Eiríkur Jónsson, ritstjóri Séð og heyrt, vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga þegar þessar föngulegu dömur þustu að honum og heimtuðu mynd. Stjörnuritstjórinn Björk Eiðsdóttir, Marta María, umsjónarkona Smartlands, og Kolbrún Pálína Helgadóttir skemmtu sér konuglega við að gera Eiríki þennan grikk. Fallegar mæðgur Tobba brosti sínu breiðasta og dóttirin Regína var steinhissa á þessum jólasveini. Flott kaka Afmæliskakan var sérstak- lega jólaleg, enda jólin á næsta leiti. Jólasprell Jólasveinninn reyndi að bregða á leik með Þorsteini Guðmunds- syni leikaraa, sem virtist ekki alveg tilbúinn. Djúpar samræður Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og núverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, og Guðrún Bergmann, rithöfundur og fyrirlesari, áttu í djúpum samræðum í útgáfuhófinu. Girnilegt útgáfupartí Mörtu Maríu M arta María, umsjónarkona Smartlands, sendi frá sér matreiðslubókina MMM - Matreiðslubók Mörtu Maríu, í síðustu viku og að sjálfsögðu var blásið til útgáfu- teitis að því tilefni. Fjölmargir mættu til að fagna útgáfu bókarinnar með Mörtu Maríu í Bókaverslun Forlags- ins, og gæddu sér á gómsætum rétt- um beint upp úr bókinni. Kærastinn hennar, Ingimundur Björgvinsson, var að sjálfsögðu á svæðinu og var sinni konu innan handar. n Nældu sér í bók Þær Berghildur og Lillý nældu sér að sjálfsögðu í bókina hennar Mörtu Maríu í útgáfuteitinu. Með kærastann Ragnheiður Kristjónsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Séð og heyrt mætti með kærasta sinn upp á arminn. Geislandi Marta María hreinlega geislaði af gleði í útgáfuhófinu og kærastinn hennar, Ingimundur Björgvinsson, var að sjálfsögðu á svæðinu. Flottar skvísur Sigur- laug, Eva Dögg Sigurgeirs- dóttir, ritstjóri Tíska.is fögnuðu útgáfu bókarinnar með Mörtu Maríu. Glæsilegar Fjölmiðlakonan Sirrý og Kolbrún Pálína brostu fallega til ljósmyndarans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.