Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 24
Vikublað 9.–11. desember 201424 Neytendur
KEA-hryggurinn bEstur
n Hamborgarhryggirnir skora ekki hátt í árlegri bragðkönnun DV n Kröfuhörð dómnefnd
S
vínahamborgarhryggurinn
frá KEA sigraði með yfir-
burðum í árlegri bragð-
könnun DV þar sem ein-
vala lið dómara smakkaði að
þessu sinni á þrettán tegundum af
hryggjum.
Þetta er áttunda árið sem DV
framkvæmir þessa bragðpróf-
un sem, líkt og undanfarin ár, var
undirbúin og skipulögð af mat-
reiðslumeistaranum Brynjari Ey-
mundssyni á Höfninni. DV leitaði
til framleiðenda sem tekið hafa þátt
áður og lögðu þeir til kjötið í smökk-
unina með glöðu geði. Kann DV
þeim bestu þakkir fyrir góðar við-
tökur.
Brynjar sá um að matreiða kjöt-
ið eftir kúnstarinnar reglum. Allir
hryggirnir voru eldaðir með sama
hætti nema aðrar leiðbeiningar
væru teknar fram af framleiðendum
á pakkningum. Sami gljái var settur
á alla hryggina sem voru bornir fram
heitir með laufabrauði og jólaöli á
huggulegum veitingastað Brynjars á
Geirsgötu 7.
Dómnefndina í ár skipuðu þau
Kjartan Bragason, stjórnarmaður í
Félagi íslenskra kjötiðnaðarmanna,
Guðmundur Guðmundsson, mat-
reiðslumeistari og kennari við Hót-
el- og matvælaskólann, Viktor Örn
Andrésson, yfirmatreiðslumaður í
Bláa lóninu, matreiðslumaður ársins
2013, Norðurlanda 2014 og liðsstjóri
íslenska kokkalandsliðsins, Nanna
Rögnvaldardóttir, matreiðslubóka-
höfundur og matarbloggari, og Eir-
ný Sigurðardóttir, eigandi Búrsins.
Eins og sjá má á niðurstöðun-
um þá er dómnefndin kröfuhörð
og aðeins sigurvegari smökkunar-
innar sem skorar yfir sjö í einkunn.
Um blint bragðpróf var að ræða svo
dómnefndin vissi aldrei hvaða kjöt
hún var að bragða og dæma. Dóm-
nefndin hafði það á orði að hryggirn-
ir væru allir mjög svipaðir í ár og þá
fremur lítt spennandi ef eitthvað er.
Einn skar sig þó óumdeilanlega úr,
KEA-hryggurinn frá Norðlenska. Af
þeim þrettán sem voru smakkaðir
þótti hann bera af en þetta er í fjórða
skiptið sem þessi hryggur ber sigur
úr býtum í bragðkönnun DV.
DV þakkar dómnefndinni, Brynj-
ari og starfsfólki Hafnarinnar kær-
lega fyrir aðstoðina og fagleg vinnu-
brögð. n
KEA
Framleiðandi: Norðlenska Rýrnun: 6,8%
Viktor: Mjög djúsí og bragðgott. Ögn meiri
reykur væri bónus.
Nanna: Bragðið ágætt, aðeins of þurrt.
Kjartan: Gott saltbragð, reyking í lagi og
passleg fita.
Guðmundur: Áferð á kjöti þurr, ágætt
bragð.
Kjötsel
Framleiðandi: Kjarnafæði Rýrnun: 6,9%
Viktor: Fínt kjöt. Bragð í betra lagi. Mjög
þétt og fínt.
Nanna: Þurrt og ekki bragðmikið.
Kjartan: Passlegt af reyk, salti og fitu.
Eirný: Mjúkt, meyrt, góð fiturönd.
Guðmundur: Góður. Vantar aðeins smá
reyk. Áferð á kjöti góð.
SS
Framleiðandi: SS Rýrnun: 6,7%
Viktor: Flott saltmagn og reykur. Þó öðru-
vísi reykbragð.
Nanna: Bragðgott, vantar meira salt.
Dálítið þurrt.
Kjartan: Salt í lagi, reykur í lagi, magurt.
Guðmundur: Svolítið þurrt, stíft.
7,4
1
6,7
2
6,3
3
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Svínakjötið allt mjög svipað Dómnefndin hafði það
á orði að svínahamborgarhryggirnir væru allir mjög svip-
aðir í ár og þá fremur lítt spennandi ef eitthvað er. Einn
skar sig þó óumdeilanlega úr, KEA-hryggurinn. MyNd daVíð ÞóR