Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 11
Vikublað 9.–11. desember 2014 Fréttir 11 Veitingastaðurinn opinn frá 12-22 alla daga Happy Hour frá 16-19 alla daga stella er alltaf á barnum radisson blu 1919 Hotel, pósthússtræti 2 Grímur Grallari, Hafnargötu 90, 205 Keflavík, Sími: 422 7722 Verið velkominn! Vorum að opna nýtt kaffi og veitingahús Grallarinn Opið 11:00-21:00 Mánudaga til Fimmtudaga 11:00-01:00 Föstudag 16:00-01:00 Laugardag 16:00-21:00 Sunnudag Pizza hlaðborð í hádeginu alla virka daga frá 11:30-13:30 L73, Laugavegi 73 „Jólastellan er mætt í hús í hátíðarbúning.“ n „Þjálfarar og leikmenn séu almennt verktakar“ n Á að heyra til undantekninga n Á gráu svæði segir framkvæmdastjóri ÍSÍ Áralögn barátta Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir skattayfirvöld þurfa að fylgjast vel með íþróttahreyfingunni. Vill einfaldara skattaumhverfi Líney Rut, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir mikilvægt að taka tillit til þess að íþróttahreyfingin er að mestu rekin á sjálfboðaliðum. Eðlilegt að menn væru launþegar Elías G. Magnússon, forstöðumaður kjaramálasviðs hjá VR, bendir þjálfurum og leikmönnum á að stofna hagsmunafélög. Erfitt að fá íþróttafélög til að vera réttum megin við strikið „Ég myndi hvetja þessa aðila til að stofna einhvers konar hagsmuna- félag Leikmenn almennt verktakar Samkvæmt tölum frá íþróttafélögum eru flestir leikmenn verktakar. Sam- kvæmt skattalögum ættu þeir að vera launþegar enda stjórna þeir tíma sínum ekki sjálfir og geta ekki falið öðrum að sinna starfinu ef þeir forfallast. Hjá Keflavík horfir dæmið öðru- vísi við. Þar eru langflestir þjálfarar launþegar en leikmenn eru ýmist verktakar eða launþegar. Á árinu 2013 störfuðu samtals 60 þjálfar- ar hjá Keflavík, þar af voru aðeins fimm verktakar en 55 launþegar. Leikmenn sem þáðu greiðslur voru tuttugu talsins, fjórtán verktakar og níu launþegar. Erlendir leikmenn eru ýmist verktakar eða launþegar hjá Keflavík. Við þetta má bæta að á fundi aðalstjórnar eins framangreindra íþróttafélaga fyrir tveimur árum var rætt um muninn á launþegum og verktökum. Þar bókaði aðalstjórn með eftirfarandi hætti: „Fundurinn er sammála um mikilvægi þess að þjálfarar og leikmenn séu almennt verktakar en ekki launþegar.“ Stang- ast þetta á við leiðbeiningar frá ríkis skattstjóra sem segir að verk- taka skuli heyra til undantekninga. Grátt svæði Líney Rut Halldórsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, segir málið vera á gráu svæði. „Sérstaklega þegar þjálf- arar hafa þetta ekki sem fullt starf,“ segir hún. „Oftar en ekki eru þeir verktakar sem eru kannski að þjálfa einn flokk eða eru í mjög litlu starfs- hlutfalli. Það sem við þurfum líka að taka tillit til er umhverfi sjálfboða- liða, vegna þess að íþróttahreyf- ingin er jú rekin meira og minna á sjálfboðaliðum. Oftar en ekki hafa íþróttafélög ekki neinn starfsmann. Þar af leiðandi ertu með sjálfboða- liða sem þarf að standa skil á þess- um pappírsskilum, það er að segja virðisaukanum, tryggingagjaldi og svo framvegis.“ Líney leggur áherslu á að íþróttahreyfingin vilji að sjálf- sögðu hafa þessi mál í lagi, en þau myndi líka mjög gjarnan vilja að skattaumhverfið yrði einfaldað. Í lok nóvember var lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að íþrótta - og ungmennafélög- um verði endurgreidd hundrað pró- sent þess virðisaukaskatts sem fé- lögin hafa greitt af vinnu manna við nýbyggingu, endurbyggingu og viðhald við íþróttamannvirki. Íþróttafélög eru undanþegin virð- isaukaskatti vegna íþróttastarfsemi sinnar, en eru virðisaukaskattskyld ef þau selja vörur eða virðis- aukaskattskylda þjónustu í atvinnu- skyni eða í samkeppni við atvinnu- fyrirtæki. Undir þetta fellur meðal annars auglýsingasala, útgáfustarf- semi, rekstur verslunar, veitingasala og fjáröflun. Þá er til staðar virðis- aukaskattskylda af eigin þjónustu, svo sem rekstri þvottahúss. Með frumvarpinu er hins vegar lagt til að öll sölustarfsemi íþróttafélaga verði undanþegin virðisaukaskatti. Líney segir frumvarpið vera skref í rétta átt að einfaldara skattaumhverfi fyrir íþróttafélög. Hagsmunafélög leik- manna og þjálfara „Ég myndi hvetja þessa aðila til að stofna einhvers konar hagsmunafé- lag, bæði fyrir þjálfara og leikmenn, því það má klárlega gera mun bet- ur en gert er í dag,“ segir Elías Guð- mundur Magnússon, forstöðumað- ur kjaramálasviðs hjá VR, í samtali við DV. „Við höfum ekkert kannað þetta neitt sérstaklega en þetta er örugglega mjög mismunandi. En ég myndi giska á að það væru fleiri verktakar en launþegar í þessum greinum. Sum íþróttafélög eru ör- ugglega að standa sig ágætlega í þessum málum á meðan önnur gera það ekki.“ Elías segist jafnframt ekki minn- ast þess að leikmenn hafi verið laun- þegar, en þjálfarar hafi hins vegar verið það í einhverjum mæli og þar með launþegar hjá sínu íþróttafé- lagi. „Ég get alveg fallist á það að það væri auðvitað eðlilegt að þessir menn væru launþegar,“ segir hann og bendir á að þetta hafi til dæmis verið vandamál varðandi tryggingar þessara aðila. „Það hafa komið upp dæmi í gegnum tíðina sem hafa tengst íþróttum þar sem leikmenn hafa slasast í leikjum. Þá kemur upp spurningin, hver er ábyrgur? Hver átti að tryggja? Ég man bara eftir dæmi þar sem stúlka slasaðist í landsleik í handbolta og hún lenti í miklum erfiðleikum með að tryggja sína réttarstöðu.“ Margir þjálfarar hafa þjálfun sem aðalstarf og þjálfa einungis hjá einu liði. Séu þeir verktakar njóta þeir ekki sömu réttinda og almennt gengur og gerist á vinnumarkaði hér á landi. „Þeir verða þá sjálfir að tryggja sig gagnvart veikindum og öðru slíku. Þeir eru þá í rauninni á eigin ábyrgð. Ef þeir væru laun- þegar væru þeir tryggðir samkvæmt kjarasamningi og eiga veikindarétt, orlofsrétt og uppsagnarfrest og svo framvegis. Verktakar eiga ekki rétt á þessum hlutum,“ segir Elías. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.