Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 16
Vikublað 9.–11. desember 201416 Fréttir Erlent Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög. Skoða gömul mál Lögregluhópur á að kanna blóðuga sunnudaginn L ögreglan á Norður-Írlandi hef- ur sett upp sérstaka lögreglu- sveit sem ætlað er að rann- saka fortíðina, það er gömul mál sem eru óleyst eða þykja umdeild. Starfshópurinn mun taka til starfa í janúar og byrjar að skoða atburði 31. janúar 1972, blóðuga sunnudagsins (e. Bloody Sunday) þegar breskir hermenn skutu þrettán óbreytta og óvopnaða borgara sem voru í kröfugöngu í borginni Derry. Raunar tekur þessi starfshópur við af öðrum starfshópi sem settur var á laggirnar árið 2005 og átti að skoða morðmál er varða 3.260 fórnar lömb á Norður-Írlandi á árun- um 1968–1998. Sá starfshópur verð- ur lagður niður vegna fjárskorts um áramótin. Sá hópur hefur verið afar umdeildur og hópur sem sér um ytra eftirlit með lögreglunni gagnrýndi hann harðlega í fyrra fyrir að taka illa á málum sem sneru að stjórnvöldum og fara mjúkum höndum um rann- sókn slíkra mála. Lögreglustjórinn, George Ham- ilton, segir að mikilvægt sé að nýi hópurinn fái svigrúm til að starfa og að honum sé tryggð nægileg fjár- veiting. Leiðtogi pólitísku samtak- anna Sinn Féin segir að nýi hópur- inn njóti ekki trausts almennings og að hann starfi ekki í samræmi við mannréttindasáttmála. n Lögreglumál Hópurinn á að skoða gríðarlegan fjölda af gömlum málum sem varða meðal annars sunnudaginn blóðuga í Derry. Arðrændu ræstingafólk Tveir stjórnendur dansks ræstingafyrirtækis hafa verið dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að misneytingu í garð tveggja starfsmanna sinna. Segja má að mennirn- ir hafi hreinlega arðrænt þá með vinnuhörku og lélegum launum. Stjórnendurnir þurfa að greiða starfsmönnum eina milljón danskra króna í skaðabætur. „Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu,“ segir sak- sóknarinn sem sótti málið, Thomas Raaberg-Møller. Fyrir- tækið starfaði í Rudersdal og voru starfsmennirnir tveir að störfum við þrif hjá opinberum stofnun- um. Þeir fengu greiddar á bil- inu þrjú þúsund til fjögur þús- und danskar krónur á mánuði, eða um áttatíu þúsund íslenskar krónur fyrir tíu tíma vinnu á hverjum degi. Fyrirtækið fékk hins vegar mun meira greitt fyr- ir vinnu starfsmannanna en hélt eftir mismuninum. Starfsmennirnir, sem eru Rúmenar, unnu hjá fyrirtækinu á árunum 2009–2012. Upp komst um málið þegar lögregla fjarlægði þá af heimili stjórnendanna, þar sem þeir, samkvæmt danska fjöl- miðlinum Fagbladet 3F, héldu til á svölum íbúðarhúsnæðis vinnu- veitenda sinna og höfðu gert í rúm þrjú ár við þröngan kost. Fékk ókunnuga til að dreifa öskunni n Syrgjandi móðir leitaði á náðir annarra til að geta sýnt syni sínum heiminn F yrir ári ákvað Hallie Twomey að setja upp Face- book-síðu þar sem hún bað ókunnuga um afar óvenju- lega aðstoð – að dreifa ösku sonar síns. Hallie missti son sinn CJ Twomey árið 2010 þegar hann framdi sjálfsvíg. CJ var brenndur og geymdi hún jarðneskar leifar hans í duftkeri á heimili sínu. Son- ur hennar var ævintýramaður sem þráði að sjá heiminn en fékk fá tækifæri til þess. Hún greinir sjálf frá því að fyrir sjálfsvígið hafi þau rifist, hann og foreldrar hans. Það hafi reynst henni afar þungbært. Hún fékk þá hugdettu einn daginn, þegar hún horfði á duft- kerið, að biðla til fólks um að dreifa ösku hans eins víða og hægt væri. „Þökk sé velvilja þessa fólks hefur ösku hans nú verið dreift í rúmlega hundrað löndum – meira að segja í geimnum,“ segir Hallie. Hjartahlýr drengur Það var í nóvember í fyrra sem hugmyndin kviknaði. Á síðunni bað hún fólk um að leyfa syni sín- um að sjá heiminn. Nítján þúsund einstaklingar fylgjast með síðunni og fjölmargir settu sig í samband við hana. „Að dreifa ösku hans var tilraun mín til þess að gefa honum eitthvað. Það varð að markmiði, að sýna syni mínum, þessu galna partíljóni og hjartahlýja dreng, sem var með svo stórt og fallegt bros að það var alltaf nokkrum skrefum á undan honum, heiminn sem hann fékk aldrei að sjá,“ segir hún. „Það var tilraun til að leyfa barninu mínu að hvíla að eilífu á stöðum sem fjölskylda hans, vinir og ókunnugir, höfðu valið sérstak- lega handa honum.“ Mörg hundruð umslög Á endanum fór það svo að hún sendi mörg hundruð lítil umslög með ösku hans til aðila, kunnugra sem ókunnugra. Þeir voru með- al annars búsettir í Sádi- Arabíu, Taílandi og í Danmörku. Ösk- unni hefur meðal annars verið dreift við Taj Mahal, í New York, á Ólympíuleikunum í Sochi og við kóralrif í Dóminíska lýðveldinu. CJ hefur því komið víða við, eins og draumur hans var alltaf. Í október var svo lítið glas fullt af ösku sent út í geiminn með lítilli eldflaug. Hún sveif í nokkra stund og lenti svo aftur á jörðinni. „Þetta er sérstakt, hvers vegna ætti ókunnugt fólk að aðstoða okk- ur? Ég held að það séu allir að gera sitt besta og vilja gera eitthvað lítið svo að það geti aðstoðað náunga sína við að lifa lífinu til fulls,“ seg- ir Hallie. „Mér leið eins og ég væri í risastóru faðmlagi. Mér fannst ég ekki lengur vera ein, og það skipti mig miklu máli.“ n „Það var tilraun til að leyfa barninu mínu að hvíla að eilífu á stöðum sem fjölskylda hans, vinir og ókunnugir, höfðu valið sérstaklega handa honum. Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Dó ungur CJ var aðeins tvítugur þegar hann lést. Dóminíska lýðveldið Hér má sjá kafara fara með ösku CJ að kóralrifi. Sochi Ólympíufari tók að sér að dreifa öskunni á Vetrar- ólympíuleikunum í Sochi. Þakkargjörðarganga Hér má sjá þakkargjörðar- gönguna í New York. Taj Mahal Hér er öskunni dreift við Taj Mahal. Sveinki í löggubílnum Börn sem fylgdust með jóla- skrúðgöngu í Aberdare í Ástralíu stóðu eftir í miklu áfalli þegar þau sáu lögregluna keyra með jóla- svein skrúðgöngunnar á brott. Börnin grétu og veinuðu af sorg og héldu að verið væri að hand- taka hann. Sveinki mun hafa hlaupið inn í lögreglubifreið eftir gönguna. Lögreglan hefur gef- ið út að þeir hafi aðeins verið að aðstoða jólasveininn svo hann kæmist örugglega heim aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.