Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Page 38
Vikublað 9.–11. desember 201438 Fólk hennar fæst hjá okkur Jólagjöfin L augavegi 82 / Sími: 551-4473 Ánægð með persónu- legan dóm Marta María sendi frá sér mat- reiðslubókina MMM – Matreiðslu- bók Mörtu Maríu fyrir helgina og er strax farin að fá góða dóma. Skemmtilegast finnst henni að fá persónulegan póst frá þeim sem eru ánægðir með bókina, en einn slíkur barst henni á mánudag. Og deildi hún honum með Facebook- vinum sínum. Viðkomandi hafði prófað nokkra rétti úr bókinni var himinlifandi með þá alla, sérstak- lega hvað þeir væru einfaldir og að ekki þyrfti margar gerðir af hráefni í þá. Marta María segir tölvupóst- inn gera það að verkum að hún „brosi hringinn.“ Sem er nú ekki leiðinlegt. Rekinn fyrir að vera með hanakamb Jón Gnarr rifjaði upp skemmti- lega sögu á Facebook-síðu sinni á mánudaginn, frá því hann var ungur. Söguna sagði hann á ensku, til að allir erlendir aðdá- endur hans gætu notið hennar líka. „Þegar ég var 14 ára gamall starfaði ég í kjötborði í verslun. Dag einn mætti ég í vinnuna með hanakamb og var rekinn fyrir vik- ið. Ég fór grátandi heim.“ Í kjöl- farið fór faðir hans með hann til rakarans, keypti handa honum hárkollu og fór með hann aftur í verslunina. „Ég fékk ekki starfið aftur. En ég hafði þessa frábæru sögu að segja. Ég notaði hárkoll- una svo í partíum og klæddi mig svona,“ skrifaði Jón Gnarr og birti meðfylgjandi mynd. Þ etta er ótrúlega skemmti- legt og allt öðruvísi en ég bjóst við,“ segir Tanja Ýr Ást- þórsdóttir, fegurðardrottn- ing Íslands 2013, en hún tekur þátt í keppninni Miss World í London á sunnudaginn. Vinkonur ekki andstæðingar Tanja segist ekki hafa hugmynd um hvaða stúlka muni bera sigur úr být- um. „Ég fór út með það hugarfar að vera ekkert að pæla í því. Ég ætla frekar að njóta mín og hverrar ein- ustu mínútu sem ég hef hér. Þessar stelpur eru ekki mínir andstæðingar. Þetta eru miklu frekar vinkonur mín- ar,“ segir hún og bætir við að hún sé í mestum samskiptum við stelpurn- ar frá Indónesíu, Jamaíku, Gvæjana og Ungverjalandi en herbergisfélagi hennar er einmitt frá Ungverjalandi. „Þegar ég var sótt á flugvöllinn var ég samferða stelpunni frá Noregi svo ég hef kynnst henni líka. Svo var okkur skipt í fjóra hópa þar sem við erum svo margar og þess vegna umgengst ég mest stelpurnar í mínum hópi en stelpurnar frá Noregi og Finlandi eru líka góðar vinkonur mínar.“ Með hraunmola Allir keppendur áttu að koma með einhvern hlut frá sínu heimalandi til að selja á góðgerðaruppboði. Eft- ir að hafa lagt höfuðið í bleyti ákvað Tanja Ýr að taka með sér hraunmola úr Holuhrauni og fékk Lógóflex til að hanna fallegan stand undir mol- ann. „Það voru ákveðnir hlutir vald- ir til að taka þátt í uppboðinu og því miður var hraunmolinn ekki valinn. Þau tóku hann ekki upp úr kassan- um og voru því ekkert búin að setja þetta saman eða neitt. Allt sem ekki var boðið upp var svo sett í tombólu og maðurinn sem fékk hraunmolann var yfir sig ánægður. Hann var eigini- lega í sjokki yfir því að molinn hefði ekki verið boðinn upp.“ Gamall draumur að rætast Tanja Ýr viðurkennir að á sunnu- daginn rætist gamall draumur. „Mig hefur lengi langað að standa á þessu sviði og sérstaklega eftir að hafa unnið keppnina hér heima í fyrra. Nú hef ég beðið eftir þessu í heilt ár og er mjög spennt,“ segir hún og bæt- ir við að fjölskylda hennar og vinir ætli að fjölmenna til að horfa á hana á sviðinu og þar á meðal kærastinn, Egill Fannar Halldórsson. „Allt fólk- ið mitt kemur nema önnur systir mín þar sem hún er nýbúin að eignast barn. Kærastinn er mjög spenntur og svo ætlum við að ferðast aðeins um London eftir keppni.“ Mælir með keppninni Tanja segir keppnina á Íslandi eftir- bát stóru keppninnar. „ Keppnin heima er ekki í takt við keppnina hérna úti. Hér gengur þetta aðal- lega út á góðgerðarmál. Þetta er ekki bara spurning um hvaða stelpa er fallegust heldur skiptir persónuleik- inn miklu máli og það hvort sigur- vegarinn sé góður talsmaður fyr- ir keppnina. Ég get heilshugar mælt með þátttöku í þessu fyrir þær stelp- ur sem hafa áhuga ef þær treysta sér til að fara út fyrir hönd Íslands. Sjálf hef ég bara fengið góða reynslu út úr þessu.“ Allt getur gerst Nokkrar minni keppnir hafa þegar farið fram en stigin verða talin saman á lokakvöldinu. „Mér hefur gengið mjög vel og komst til að mynda í úrslit í íþróttakeppninni. Hins vegar var ég ekki með í hæfileikakeppninni vegna tölvupóstsklúðurs sem var mjög leiðinlegt af því að ég ætlaði að sýna loftfimleika. Vissulega væri maður sigurstranglegri ef manni hefði geng- ið vel í öllum litlu keppnunum en það getur allt gerst. Maður veit aldrei. Þessar stelpur eru allar svo ótrúlega fallegar svo það fer bara eftir því hvað dómurunum finnst. Aðalatriðið er að vera með það hugarfar að við séum allar sigurvegarar og bara reyna að fá sem mest út úr þessari lífsreynslu. Það er það sem maður tekur með sér úr þessari keppni, sama hvort maður vinnur eða ekki.“ Gerir sitt besta Tanja, sem er á öðru ári í hugbún- aðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík, kláraði síðasta prófið átta klukkutímum áður en hún lagði af stað í ferðalagið. Hún viðurkennir að hafa velt fyrir sér hvað tæki við ef hún myndi sigra. „Til að ætla að gera sitt besta verður maður að undirbúa sig fyrir allt og líka að vinna. Ég ætla bara vera vel undirbúin og reyna að njóta mín. Ef ég sigra feta ég í fótspor þriggja flottra kvenna og vinn í heilt ár fyrir Miss World. Sigur myndi þýða mjög mikið fyrir mig og vonandi fyrir litla landið okkar líka.“ n Ætlar bara að njóta n Tanja Ýr keppir í Miss World á sunnudaginn n Mætti með hraunmola„Sigur myndi þýða mjög mikið fyrir mig og vonandi fyrir litla landið okkar líka. Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@dv.is Náttúrulega falleg Tanja Ýr er fegurðar- drottning Íslands 2013. Með Miss World Tanja ásamt Megan Young sem sigraði í Miss World í fyrra. Græna liðið Ungfrú Ísland ásamt Ung- frú Indlandi og Ungfrú Ungverjalandi. Skemmtileg lífsreynsla Tanja Ýr segir undirbúninginn hafa verið skemmtilegan. Fjölskyldan Tanja Ýr með foreldrum sínum. Skoðunarferð Stelpurnar hafa fengið að skoða sig um í London. Vinkonur Tanja með stelp- um frá Venesúela, Jamaíku, Indónesíu og Gvæjana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.