Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 13
Vikublað 9.–11. desember 2014 Fréttir 13
kynna íslenskan uppruna. Við erum
til dæmis að keppa við lönd eins og
Noreg og Alaska sem setja töluverða
fjármuni í að kynna uppruna sinna
afurða.“
Íslenskur uppruni ósýnilegur
Kristján nefnir sem dæmi það sem
fram kom í máli Svisslendingsins
Rüdiger Buddruss á Sjávarútvegs
ráðstefnunni. Þar kom fram að
Svisslendingar tengdu nánast aldrei
við Ísland þegar kom að sjávarafurð
um. Mun frekar við Noreg, Alaska,
Kanada, Danmörku og Grænland
jafnvel.
Sömu sögu má til dæmis segja í
Bandaríkjunum. Samkvæmt mark
aðsrannsókn Norwegian Seafood
Council frá árinu 2012 tengdu að
eins þrjú prósent aðspurðra við Ís
land sem framleiðanda sjávarafurða.
Markhópurinn var fólk á aldrinum
20–65 ára sem neytti sjávarafurða
að minnsta kosti 1–3 sinnum í viku.
Flestir tengdu við Bandaríkin/Alaska
sem framleiðanda eða 55 prósent, 27
prósent við Kína og 14 prósent við
Noreg.
Annað merkilegt sem kom fram í
þeirri rannsókn var að fleiri könnuð
ust við vörumerkið Skrei en við Noreg
og Ísland sem framleiðendur þorsk
afurða. Skrei er norskur vertíðar
þorskur sem Norðmenn hafa mark
aðssett af miklum móð undanfarin
ár. Fiskur sem er engu betri en annar
gæðaþorskur en samt fæst fyrir hann
töluvert betra verð. Buddruss nefndi
þetta einnig sérstaklega í ræðu sinni
á ráðstefnunni. Það er skýrt dæmi um
markaðssetningu í sjávarútvegi sem
hefur borið árangur.
Samkeppnin ekki í næsta firði
Kristján nefnir stöðu íslenskra fyrir
tækja á karfamarkaði í Þýskalandi
sem vannýtt tækifæri í markaðssetn
ingu. „Við erum langstærstir á þess
um markaði en samt hefur okkur
mistekist að tengja tegundina eða af
urðina við Ísland.“
Kristján segir vandamálið vera að
Íslendingar hafi aldrei getað komið
Þróun í útflutningi
á ferskum þorski
Sú grein sem vaxið hefur hvað hraðast
undanfarin ár er útflutningur á ferskum
flökum og bitum. Þá sérstaklega
bitum, sem hnakkastykki þorsksins eru
jafnan kölluð. Árið 2008 voru flutt út um
samkvæmt Hagstofu Íslands um 5.900
tonn af flökum og 2.900 tonn af bitum
eða þorskhnökkum. Árið 2013 voru hins
vegar flutt út um 9.000 tonn af flökum
og 15.500 tonn af bitum.
Töluverð aukning var þó líka í útflutn-
ingi flaka milli áranna 2012 og 2013 líkt
og sjá má á meðfylgjandi mynd. Mest
af þeirri aukningu fór inn á Bandaríkja-
markað eða rúm 2.000 tonn. Íslensk fyr-
irtæki hafa aftur hafið flutning þangað á
ferskum fiski eftir margra ára hlé.
Þegar kemur að ferskum bitum er
Frakkland stærsti markaðurinn líkt og
sést á meðfylgjandi mynd. Þar lækkuðu
verð hins vegar mikið árið 2013.
Verða að bregðast Við
n Samdráttur í afla n Mikil tækifæri í markaðsstarfi n Íslenskur uppruni ósýnilegur n Margföldun í útflutningi fersks þorsks
Hár kostnaður Kristján telur skilvirkustu
leiðina til að draga úr kostnaði að hagræða
í útgerðinni.
Mikill áhugi fyrir sameig-
inlegri markaðssetningu
Mikill áhugi virðist vera í íslenskum sjávarútvegi á sameiginlegri
markaðssetningu. Þrátt fyrir það hefur lítið gerst í þeim málum enn
þá. Skorta virðist samræðuvettvang og jafnvel frekari aðkomu stjórn
valda en líkt og Kristján bendir á er mögulegt að þetta breytist með
Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Í vor kom út B.sriterðin Sameig
inleg markaðsetning í sjávarútvegi eftir Sindra Má Atlason. Sindri er
sjávarútvegsfræðingur og útskrifaðist frá Háskólanum á Akureyri síð
astliðið vor en í ritgerð hans er meðal annars að finna spurninga og
viðtalskönnun þar sem rætt var við stjórnendur og lykilstarfsmenn ís
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja.
Helstu niðurstöður spurningakönnunarinnar voru:
a. Íslenskar sjávarafurðir eru ekki taldar nægilega sjáanlegar á erlendum mörkuðum
og að sameiginlegt vörumerki myndi auka sýnileikann.
b. 19 af 25 svarendum eru sammála því að sameiginlegt vörumerki myndi auka
útflutningsverðmæti greinarinnar í heild.
c. 18 af 25 svarendum telja að sameiginlegt vörumerki myndi auðvelda sókn á nýja markaði.
Því virðist einungis um útfærsluatriði að ræða þar sem vilji er fyrir hendi en hlutfall
útflutningstekna eða hlutfall veiðigjalds hefur helst verið nefnt sem leið til að inn-
heimta fjármagn til þessarar markaðssetningar. Athygli vekur að í könnuninni kemur
fram að mjög skiptar skoðanir eru á því hvort að merkið Iceland Responsible Fisheries
(IRF) henti vel til sameiginlegrar markaðssetningar, en það merki hefur hingað til
verið helsti vettvangur fyrir slíkt.
10
9
8
7
6
5
4
3
2
1
0 0%
5%
10%
15%
20%
25%
30%
35%
40%
Mjög
sammála
Mjög
ósammála
Sammála Nokkuð
sammála
Nokkuð
ósammála
ÓsammálaHlutlaus
Sameiginlegt vörumerki
íslenskra sjávarafurða myndi
auka sýnileika á erlendum
mörkuðum
sér saman um hvernig eigi að standa
að þessum málum. „Íslensk fyrirtæki
eru oft of upptekin af samkeppni sín
á milli. Samkeppnin við fyrirtæk
ið í næsta firði er í þriðja eða fjórða
sæti. Aðalsamkeppnin er við aðrar
tegundir og vörur frá öðrum löndum.
Skammtímahagnaður getur oft blind
að framtíðarsýn.“
Í Noregi er tekin ákveðin pró
sentutala af hverju útfluttu kílói
sjávar fangs. Það er síðan Norwegian
Seafood Council sem heldur utan um
markaðsstarfið og markaðssetning
hverrar tegundar veltur á þeim verð
mætum sem hún skapar. NSC er því
orðið mikilvægur gagnagrunnur fyrir
norsk sjávarútvegsfyrirtæki þar sem
þau geta nálgast markaðs og neyt
endarannsóknir og fengið ráðgjöf og
aðstoð með markaðssetningu.
Ný samtök vekja von
Kristján telur skynsamlegt að ís
lenskur sjávarútvegur skoði samb
ærilegt fyrirkomulag. „Kannsi næst
breiðari samstaða um eitthvað slíkt
með stofnun þessara nýju samtaka,“
segir Kristján og vísar þar til Sam
taka fyrirtækja í sjávarútvegi. Að
þeim standa bæði Landssamband ís
lenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sam
tök fiskvinnslustöðva (SF). n
9.000.000
8.000.000
7.000.000
6.000.000
5.000.000
4.000.000
3.000.000
3.000.000
2.000.000
1.000.000
K
g
0
2
4
6
8
10
12
14
evr / kg
2008 2009 2010 2011 2012 2013
Langmest er flutt til Frakklands af ferskum þorskhnökkum en Bretland
og Belgía koma næst í röðinni. Á myndinni má annars vegar sjá magn í
kílóum og línurnar tákna verð í evrum/kílóum. Tölur frá Hagstofu Íslands.
Mikilvægustu markaðir
Frakkland (kg) Bretland (kg) Belgía (kg) Sviss (kg) Þýskaland (kg)
Frakkland (evr) Bretland (evr) Belgía (evr) Sviss (evr) Þýskaland (evr)
Óhæfir leið-
beinendur
Erfiðlega hefur gengið að manna
leikskóla í Kópavogi, að því er
segir í fundargerð frá nýlegum
fundi leikskólastjóra. Þar segir
einnig að umsækjendur séu sum
ir óhæfir og ástandið í leikskólun
um sé oft óviðunandi af þeim
sökum. Fréttablaðið Kópavogur
greinir frá þessu. Fleiri faglærða
starfsmenn vanti og að staðan í
mörgum leikskólum sé alvarleg.
Fréttablaðið Kópavogur bend
ir á að fjallað hafi verið um málið í
bæjarstjórn á dögunum. Þar bók
uðu Pétur Hrafn Sigurðsson og
Ása Richardsdóttir, bæjarfulltrúar
Samfylkingarinnar, að í fjárhags
áætlun bæjarins virtist ekkert fé
vera eyrnamerkt leikskólunum og
úrbótum, þótt leikskólastjórarnir
meti stöðuna alvarlega.
Fulltrúar meirihluta
Sjálfstæðis flokksins og Bjartrar
framtíðar bókuðu á móti og
sögðu að fyrr á árinu hefði
sóknaráætlun um fjölgun
leikskólakennara verið sam
þykkt í bæjarstjórn. „Þær leið
ir sem vinnuhópurinn lagði til
eru; launatengdar leiðir til að
umbuna fyrir störf af faglegum
toga, leiðir til að kynna og efla
ímynd leikskóla Kópavogs og
styrking til náms í leikskólafræð
um. Til verkefnisins verða lagðar
36 milljónir á árinu 2015. Þá var
verið að samþykkja samninga fyr
ir ófaglærða á leikskólum með
sérstökum hækkunum umfram
önnur sveitarfélög.“
Dró börnin
í snjóþotu á
eftir bílnum
Lögreglu barst tilkynning um
öku mann bifreiðar sem var með
snjóþotu í eftirdragi og börn sitj
andi á henni, um klukkan eitt
á sunnudaginn. Atvikið átti sér
stað í Hafnarfirði. Ökumaður var
farinn af vettvangi á bifreiðinni
þegar lögreglu bar að en lög
reglan hefur upplýsingar um
viðkomandi. Þetta kemur fram í
tilkynningu frá lögreglu þar sem
segir að málið sé litið alvarlegum
augum, enda valdi svona háttalag
mikilli hættu.