Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Síða 4
4 Fréttir Vikublað 9.–11. desember 2014 Stjórnendur ráðnir án auglýsingar Starfandi framkvæmdastjóri Strætó var ráðinn í tímabundið starf á síðasta ári N okkur dæmi eru um að stjórnendur innan Strætó bs. hafi verið ráðnir án aug- lýsingar. Útlit er fyrir að farið hafi verið framhjá skyldum Strætó samkvæmt kjarasamningum, um að auglýsa öll laus störf laus til umsóknar á opinberum vettvangi, með því að ráða viðkomandi fyrst í tímabundin verkefni. Að þeim ver- kefnum loknum hafa starfsmenn fengið fastráðningu. Þetta á meðal annars við um ráðningu Ástríðar Þórðardóttur, fjármálastjóra og starf- andi framkvæmdastjóra, en hún var ráðin í tímabundið verkefni til hálfs árs á síðasta ári. Fyrst í tímabundnum verkefnum Ástríður Þórðardóttir fjármálastjóri var á síðasta ári ráðin tímabundið til hálfs árs sem sérfræðingur á fjár- málasviði. Hún var fastráðin sem fjármálastjóri í upphafi árs 2014. Þess má geta að Ástríður gegnir nú starfi framkvæmdastjóra Strætó bs. samhliða starfi sínu sem fjármála- stjóri og mun gera það þar til nýr framkvæmdastjóri tekur til starfa. Starf framkvæmdastjóra var aug- lýst laust til umsóknar í lok síðasta mánaðar og rennur umsóknarfrestur út 15. desember næstkomandi. Þá var Júlía Þorvaldsdóttir ráð- in tímabundið til eins árs árið 2010 og var fastráðin sem sviðsstjóri far- þegaþjónustusviðs að því loknu. Smári Ólafsson var ráðinn sem ráð- gjafi á skipulags- og þróunarsviði árið 2012 en í upphafi árs tók hann við sem sviðsstjóri í ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Að lokum hóf Einar Kristjánsson störf sem sviðsstjóri rekstrarsviðs árið 2005 en þegar skipulagssvið var sett á laggirnar var hann gerður að sviðsstjóra þess. Starfið var því ekki auglýst. Við þetta má síðan bæta umdeildri ráðningu Guðrúnar Ágústu Guðmundsdóttur, fyrrverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði og núverandi bæjarfulltrúa, í stöðu verkefnastjóra stefnumótunar en hún er einnig starfandi upplýsinga- fulltrúi Strætó. Hún gegndi að auki áður stöðu stjórnarformanns. Ráðn- ingin vakti töluverða athygli, ekki síst fyrir þær sakir að upplýsingafulltrúi Strætó hafði þá nýlega verið leystur undan störfum. Starf upplýsingafull- trúa hefur ekki verið auglýst að nýju. Þá gagnrýndi bæjarfulltrúi í Kópa- vogi ráðninguna á bæjarráðsfundi og benti á að siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda í Kópavogi hefðu meinað viðkomandi að taka við þessu starfi. DV sendi fyrirspurn um ráðn- ingar í fjórar stjórnunarstöður til við- bótar en í þeim tilvikum voru stöð- urnar auglýstar. Ekki var spurt um aðrar stöður innan Strætó. Skylda að auglýsa öll störf Í kjarasamningi Strætó bs. segir orð- rétt: „Það er skylda Strætó bs. að auglýsa öll laus störf laus til um- sóknar á opinberum vettvangi. Skal það gert með 14 daga fyrirvara að jafnaði. Þó er ekki skylt að auglýsa afleysingastörf vegna fæðingaror- lofs eða veikinda eða störf þar sem ráðning skal standa 12 mánuði eða skemur, tímavinnustörf, störf nema eða störf unglinga í vinnuskóla. Ef litið er svo á að ráða skuli í stöðu með uppfærslu innan starfsgreinar- innar eða frá hliðstæðum starfs- greinum skal staðan auglýst á þeim vettvangi einum.“ Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, seg- ir að þó svo að starfsmaður sé ráð- inn tímabundið þá eigi samt sem áður að auglýsa öll laus störf. Starfs- maðurinn verði hugsanlega met- inn hæfasti umsækjandinn, þar sem hann hefur sinnt því að hluta á með- an hann var með tímabundna ráðn- ingu, en engu að síður eigi að aug- lýsa allar lausar stöður. n Áslaug Karen Jóhannsdóttir aslaug@dv.is „Það er skylda Strætó bs. að auglýsa öll laus störf laus til umsóknar á opinberum vettvangi. Auglýsa ekki stjórnunar- stöður Nokkur dæmi eru um að Strætó bs. auglýsi ekki stjórn- unarstöður innan fyrirtækisins heldur fari á svig við skyldur með því að ráða fólk inn tímabundið. mynd Sigtryggur Ari Lenti með látinn mann Sjúkraflugvél lenti í síðustu viku á Keflavíkurflugvelli með látinn einstakling. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglustjóran- um á Suðurnesjum. Vélin var að koma frá Kanada með mann sem slasast hafði þar og sem flytja átti til Þýskalands. Gert hafði verið ráð fyrir milli- lendingu hér á landi til að taka eldsneyti, en þegar vélinni var lent reyndist maðurinn látinn. Um borð með honum voru lækn- ir og bráðatæknir, auk áhafnar vélarinnar. Greint var frá því í síðustu viku að farþegi sem veiktist um borð í flugvél sem var á leið frá Brussel til Washington 28. nóvember síð- astliðinn, hafi verið úrskurðað- ur látinn þegar vélinni var lent á Keflavíkurflugvelli. Vill upplýsingar um dróna Pírati spyr ráðherra hvort lögreglan eigi eða muni eignast fjarflugur H elgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur lagt fyrir innanríkisráðherra fyrirspurn um svokallaða dróna, eða fjarflugur. Drónar eru ómönnuð flygildi sem notuð eru til þess að vakta, taka myndir, njósna og jafnvel til hernaðar. Í sumum til- fellum eru þau notuð til löggæslu og jafnvel vísindarannsókna. Helgi spyr ráðherrann hvort að íslenska lögreglan hafi fest kaup á dróna eða hvort hún fyrirhugi slík kaup. Þá óskar hann eftir upplýs- ingum um það hvort lögreglan hafi eignast dróna með öðrum hætti, eða þá hvort að fyrirhugað sé að hún fái slíkan búnað að gjöf eða láni. Helgi Hrafn spyr ráðherrann einnig hvort að ráðherra telji lög- reglu hafa lagaheimild til að kaupa og nota dróna og vill einnig fá upp- lýsingar um það hvernig ráðherra sjái fyrir sér að dróni í eigu lög- reglunnar nýtist frá degi til dags? Að lokum vill þingmaðurinn fá upplýsingar um það hvort að setja þurfi reglur sérstaklega um notkun lögreglunnar á drónum og ef svo er, hvert yrði efni slíkra reglna. Drónar þykja mjög umdeildir, en þeir hafa mikið verið notaðir í hernaði, meðal annars sem njósn- atæki og sem vígavélar. Bandaríski herinn notar fjarflugurnar mik- ið. Drónar nýtast einnig við ýmsar athafnir þar sem menn komast ekki nema með mikilli fyrirhöfn, eins og til dæmis til þess að taka mynd- ir og kanna aðstæður til björgunar- starfa. Það kemur í hlut nýskipaðs inn- anríkisráðherra, Ólafar Nordal, að svara spurningum Helga,en hún tók við lyklavöldum í ráðuneytinu í síðustu viku. n Komast þar sem aðrir komast ekki Þetta er ein tengund af fjarflugu. Tónlistar- kennarar samþykktu Félagar í Félagi tónlistarskóla- kennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við Samband ís- lenskra sveitarfélaga. Allsherjar- atkvæðagreiðsla um samninginn hófst 3. desember og henni lauk á mánudag. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni samþykktu samninginn, eða 81,39 prósent. Á kjörskrá voru 530 en atkvæði greiddu 360, eða tæplega 68 pró- sent félagsmanna. 42 sögðu nei, eða tæp 12 prósent þeirra sem greiddu atkvæði og 25 skiluðu auðum seðlum. Kjarasamningur FT og Sambandsins var undir- ritaður í húsakynnum ríkissátta- semjara að morgni 25. nóvember síðastliðinn. Þá hafði verkfall tón- listarskólakennara staðið í nær- fellt fimm vikur. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.