Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 20
Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 20 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður: Þorsteinn Guðnason • Ritstjóri: Hallgrímur Thorsteinsson Fréttastjóri: Jóhann Hauksson • Ritstjórnarfulltrúi: Ingi Freyr Vilhjálmsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Vikublað 9.–11. desember 2014 Grétt eins og krakki Bara takk, takk, takk, takk Allt sem ég geri er mjög gefandi Leiftursókn öfgafólksins gegn RÚV Bjartmar Guðlaugsson eftir að lag hans, Þannig týnist tíminn, var valið óskalag þjóðarinnar. – DV Salka Sól er ánægð með lífið. – DV R íkisútvarpið sætir grimmi- legri og grímulausri pólitískri aðför um þessar mundir, lík- lega þeirri alvarlegustu sem dæmi eru um í langri sögu útvarps í almannaþágu á Íslandi. Að- förin miðar beinlínis að því að veikja fjárhagslega og menningarlega stöðu RÚV til frambúðar. Nú skal látið sverfa til stáls. Almenn nauðsyn til niðurskurðar hjá hinu opinbera á hörðum tímum eftirhrunsáranna er höfð að yfir- skini, en það þarf ekki að rýna lengi í óbrenglaðar niðurstöðutölur úr rekstri RÚV síðustu ára til að sjá að sá sam- dráttur og aðhald sem þurfti í rekstrin- um vegna kreppunnar hefur þegar orðið. Niðurskurðurinn sem krafist er af RÚV núna með þeirri lækkun útvarpsgjaldsins sem framundan er verður því alfarið að skrifast á reikning pólitískra hefndarráðstafana frá ríkis- stjórnarflokkunum. Allar íslenskar ríkisstjórnir hægra megin við miðjuna hafa gegnum tíð- ina haft uppi einhverja tilburði í sömu átt þegar þær komast til valda, svo nánast hefur mátt tala um ósjálfrátt viðbragð í því sambandi. Útvarpslög- um hefur verið breytt, fjárframlögum breytt eða seinkað og flokkshestum beitt fyrir vagninn til að sveigja hann inn á þóknanlegri brautir. Allar slíkar ráðstafanir hafa vissu- lega haft tímabundin lamandi áhrif á starfsemi þjóðarútvarpsins en þessir leiðangrar hafa samt í rauninni aldrei náð að skila upphafsmönnum sín- um tilætluðum árangri. Til þess hefur hugmyndin um útvarpsstarfsemi í al- mannaþágu og almenningseign ein- faldlega staðið of sterkum rótum í lýð- veldismenningunni. Þegar grannt er skoðað er það aug- ljóst að í hugum Íslendinga upp til hópa leikur alls engin vafi á gildi þess, að miðlað sé til almennings gömlum og nýjum menningarverðmætum án tillits til viðskiptasjónarmiða og haldið sé úti fréttaþjónustu og samfélgsrýni á forsendum almannahagsmuna, þar sem sérhagsmunir komi hvergi nærri. Allar viðhorfs- og skoðanakannanir staðafesta þennan hug til RÚV og jafn- vel þeir stjórnmálamenn sem lagst hafa á gagnrýnisárarnar gegn Ríkisút- varpinu hafa fyrr eða síðar flestir þurft að horfast af heiðarleika í augu við þann sannleik, að á frjálsum mark- aði fyrirfinnast einfaldlega ekki inn- byggðir hvatar til að þessum lýðræðis- legu og menningarlegu þörfum sé þar fullnægt á viðskiptalegum forsendum. Það er hvort tveggja í senn einfeldn- ingsleg tálsýn og pólitísk öfgahugsun. Að telja fólki trú um annað get- ur því aldrei flokkast undir annað en pólitískan loddaraskap og þegar svo viðskiptalegir sérhagsmunir róa undir verður plebbahátturinn svo skínandi ber að fólki hrís hugur við. Og þannig er því farið um yfir- standandi leifturárás myrkustu afla Sjálfstæðisflokksins gegn RÚV þar sem helstu hirðfífl Framsóknar spila með en sómakærari flokksmenn standa hjá þegjandalegir og rjóðir. Þess vegna er það þeim mun athyglisverðara að þeir sem nú eru í þeirri óöfundsverðu stöðu að fram- fylgja útvarpslögum telja sig ekki hafa svigrúm innan þeirra til að framfylgja boðvaldi fjárlaga. Þó svo að núverandi stjórnarformaður RÚV hefði kannski glaður skrifað upp á skert framlög til RÚV í formannstíð sinni hjá Heimdalli eða SUS um árið þá stendur hann núna í baráttu fyr- ir því að almannaviljinn um stöðu RÚV sé virtur gegn freklegri niður- rifsstarfsemi öfgaafla í blóðmörstíð fjárlaganna. Hann talaði skýrt í áskorun stjórnar RÚV til Alþingis fyrir viku: „Ef það er vilji Alþingis að gjörbreyta hlutverki Ríkisútvarpsins og skyldum, þá er eðlilegt að fram fari umræða og þá með tilheyrandi breyting- um á útvarpslögum áður en tekin er ákvörðun um að lækka útvarpsgjald.“ Það er verður forvitnilegur próf- steinn á lögstjórnina í landinu að sjá hvernig stjórnarformanni RÚV, SUS- formanninum með mastersgráðuna í lögum frá Columbia-háskólanum, vegnar í glímu sinni fyrir hönd al- mennings gegn pólitískum ofstækis- mönnum í eigin flokki. n Fyrsti alvöru haftafundurinn Það fer tvennum sögum af því hvort slitastjórnir bankanna fái að heyra mótaðar tillögur ís- lenskra stjórnvalda um afnám fjármagnshaftanna á fundi sem þær voru boðaðar á í dag og lengi hefur verið beðið eftir. Líkleg- ast er að svo verði ekki. Hingað til hafa samskipti stjórnvalda og slitastjórnanna um höftin mest verið í skeytastíl, þar sem slitastjórnirnar hafa sent tillögur um leiðir, sem annaðhvort hefur ekki verið svarað eða þá hafn- að og þær ekki sagðar samræm- ast efnahagslegum markmiðum stjórnvalda. Það hefur líka vak- ið furðu að tillögur sem sagðar voru til skoðunar um allt að 35% útgönguskatt skyldu hafa lek- ið úr herbúðum stjórnvalda til Morgunblaðins, og það án þess að samráðsnefnd þingflokkanna hefði heyrt neinar prósentutölur nefndar. Fundurinn í dag er þó skref fram á við í þessum langdregnu samn- ingaumleitunum að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem fulltrú- um slitastjórnanna býðst til að hitta fulltrúa stjórnvalda á fundi. Slitastjórnirnar munu þó ekki hitta toppana í ráðherranefnd um efnahagsmál og stýrinefnd um losun fjármagnshafta sem í sitja meðal annars Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (sem nú er erlend- is) og Már Guðmundsson seðla- bankastjóri, heldur aðeins ráð- gjafanefndina, sem Lee Buchheit hefur starfað með. Þar sem sitja einnig sérfræðingarnir Benedikt Gíslason, ráðgjafi fjármála- og efnahagsráðherra í haftamálum, Eiríkur Svavarsson, hrl., Freyr Her- mannsson, forstöðumaður fjár- stýringar Seðlabanka Íslands, og Glenn Kim sem jafnframt leiðir verkefnið. Eftir því sem DV kemst næst var frekar búist við því að á fundinum í dag, þriðjudag, muni sérfræðinganefndin kalla eft- ir hugmyndum skilanefndanna frekar en að sýnt verði á spil rík- isstjórnarinnar um leiðir til að afnema höftin. Arftakinn í Seðlabanka Ólöf Nordal, nýbakaður innanrík- isráðherra, þarf nú að hætta sem formaður bankaráðs Seðlabank- ans og nefndar sem falið var að endurskoða lögin um þann sama banka. Líklegt þykir að Tryggvi Þór Herbertsson vilji leysa Ólöfu af hólmi í bankaráð- inu. En það þykir ekki heldur gott að hafa Ingimund Sigfússon í fýlu eftir að Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra fór gegn honum við skipan nýs þjóðleikhússtjóra. Ingimundur fyrtist við það og sagði af sér sem formaður þjóð- leikhúsráðs. Því gæti flokksforystu Sjálfstæðisflokksins þótt þjóð- ráð að milda Ingimund með því að bjóða honum stöðu formanns bankaráðs Seðlabankans. Leiðari Hallgrímur Thorsteinsson hallgrimur@dv.is MyND SIGTryGGur ArI „Það er forvitni- legur prófsteinn á lögstjórnina í landinu að sjá hvernig stjórnar- formanni RÚV vegnar í glímu sinni fyrir hönd al- mennings gegn pólitísk- um ofstækismönnum. Í vor og sumar var byrjað að rukka við Kerið í Grímsnesi, við Geysi, við Leirhnjúk og í Náma- skarði. Hótanir voru um rukk- anir víðar. Þessu var mótmælt. Á vettvangi mótmælti fólk og fór inn á þessi svæði án þess að greiða nokkurt gjald enda um hreina lög- leysu að ræða. Pólitísk stefna Ríkisvaldið lufsaðist að lokum til að krefjast lögbanns. Nema við Kerið enda eigandinn að framfylgja póli- tískum rétttrúnaði ferðamálaráð- herrans, Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur. Eflaust kann einhverjum að finnast þetta vera óvægin nálgun en samt held ég að fyrir henni séu haldgóð rök. Heimild til að rukka aðgang að íslenskri náttúru snýst nefnilega um pólitík. Og núna er pólitíkin þessi: Innleiða skal náttúrupassa sem gerður verði að skilyrði fyrir aðgengi almennings að náttúru- perlum í ríkiseign. Þar með yrði rukkunarleiðin fest í sessi. Við vendumst þeirri hugsun að nátt- úran væri ekki okkar allra að njóta heldur þyrfti að greiða gjald fyrir. Þetta yrði grundvallarbreyting á aldagömlum réttindum – mann- réttindum. Vilja „normalísera“ gjaldtöku Í kjölfar þessa gætu einkaeignar- réttarmenn, einsog rukkararnir í Kerinu í Grímsnesi, fengið horft fram á að athæfi þeirra festist í sessi sem eðlilegt og „náttúrulegt“. Náttúrupassi Ragnheiðar Elínar er því tilraun til að „normalísera“ rukkun í náttúrunni og víkka út einkaeignarréttarhugtakið þegar náttúran er annars vegar. Auðlindir og almnannahagur Samkvæmt núgildandi lögum geta handhafar einkaeignarréttar á landi takmarkað umgengni um landið ef það liggur undir skemmdum en þeir geta ekki krafist gjalds fyr- ir að njóta náttúrugersema á landi þeirra nema samkvæmt sérstök- um samningi við umhverfisyfirvöld og þá þannig að gjaldið renni ein- vörðungu til að varðveita og bæta landið. Þetta hefur hins vegar aldrei verið hugsað sem almenn regla og alls ekki í gróðaskyni. Það hefur hins vegar margoft komið fram af hálfu helstu forgöngumanna rukkaranna að fyrir þeim vakir fyrst og fremst að hafa hagnað af náttúrugersem- um. Það er fráleitt að slíkt eigi að leyfa. Enda yrði uppreisnarástand ef það yrði reynt! Ég hef ekki trú á því að landsmenn létu náttúruperl- ur Íslands þegjandi af hendi. Trúi reyndar varla öðru en fólk almennt – alla vega nægilega margt fólk – sé svo brennt af kvótakerfinu í sjávar- útvegi að það léti ekki aftur hafa af sér dýrmætar auðlindir. Aðförin að almannaréttinum Til umhugsunar hlýtur svo að vera hve „kerfið“ – eða hluti þess – er til- búið að taka þátt í þessari aðför að almenningi. Hvernig stendur til dæmis á því lögreglan skarst ekki í leikinn þegar einstaklingar réðust að fólki við Geysi, í Námaskarði og í Kerinu og höfðu af því fé? Hvers vegna þurfti að bíða eftir lögbanni? Ef lögreglan sér vasaþjóf fara ofan í vasa minn eða þinn les- andi góður og tekur þaðan verð- mæti – bíður hún þá eftir því að við áttum okkur á því hvað hafi gerst i og ekki nóg með það heldur líka kært athæfið? Að sjálfsögðu ekki – lögreglan stöðvar þjófinn og hand- samar hann. Hið sama á að sjálf- sögðu að gera í Kerinu í Grímsnesi og hið sama átti að gera við Geysi síðastliðið vor, við Leirhnjúk og í Námaskarði. Þetta var hins vegar ekki gert þrátt fyrir að stjórnvöld hefðu lýst því yfir að um lögleysu væri að ræða. Lögreglan hafðist ekki að og neyddust einstaklingar því til að stöðva lögleysuna. Eiga handalögmál að gilda eða viljum við að annars konar lögmál gildi? Rétturinn til náttúrunnar er grundvallarréttur sem hefur verið í heiðri hafður í meira en þúsund ár. Sá réttur verður ekki frá okkur tek- inn. Stjórna Icelandair og WOW? Nú er stjórnarmeirihlutinn að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjón- ustuna. Er ekki kjörið að láta hluta þessarar skattheimtu renna til upp- byggingar á ferðamannastöðum þannig að þar verði góð salernisað- staða, stígar við hæfi og helst starfs- menn sem hafi umsjón með því að allt fari fram sem skyldi? Tekjur af ferðamönnum voru á árnu 2013 um 275 milljarðar samkvæmt Hagstof- unni. Að sjálfsögðu rötuðu þess- ir peningar ekki allir í ríkissjóð en peningarnir eru til staðar og fara ört vaxandi. Margoft hefur verið bent á leið- ir sem aðrar þjóðir hafa farið til fjár- öflunar í svipuðum tilgangi. Þar má nefna gistináttagjald en sjálf- ur hef ég margoft greitt slíkt gjald á ferðalögum erlendis. Þá hefur verið bent á komugjald til lands- ins sem aðra leið. Ég er sannfærð- ur um almenn samstaða yrði um slíkar leiðir, nema hóteleigendur kynnu einhverjir að fyrtast við og að sjálfsögðu Icelandair og WOW. Varla lætur ríkisstjórnin þessa hags- munaaðila stýra sér. Eða hvað? n Passaskoðun á Þingvöllum og rukkun í Kerinu Ögmundur Jónsson þingmaður Vinstri grænna Kjallari „Eiga handalögmál að gilda eða vilj- um við að annars konar lögmál gildi? Rétturinn til náttúrunnar er grund- vallarréttur sem hef- ur verið í heiðri hafður í meira en þúsund ár. MyND SIGTryGGur ArI Birgir Örn Guðjónsson átti erfitt eftir að hafa skrifað grein sem fékk neikvæð viðbrögð. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.