Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 3
Fréttir 3Vikublað 9.–11. desember 2014 „Náttúran þolir ekki bið“ Andri Snær Magnason gagnrýnir virkjanaáform N áttúran þolir ekki bið. Þess vegna þurfti að drífa átta virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk,“ segir rithöf- undurinn Andri Snær Magnason í stöðuuppfærslu á Facebook í dag. Andri Snær gagnrýnir í því samhengi orð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem skrifaði grein sem birtist í Frétta- blaðinu um helgina um að náttúr- an þyldi ekki bið eftir fjármögnun uppbyggingar og verndunar ferða- mannastaða á Íslandi og við því væri náttúrupassi besta lausnin. Andri Snær bendir á að ljóst sé að náttúran þoli heldur ekki bið þegar kemur að því að færa heila átta virkjunarkosti úr biðflokki í nýtingarflokk. „Og þá er ekki einu sinni búið að nefna þá níundu sem Kaupfé- lag Skagfirðinga vill rusla upp með því að raska víðernum norðan Hofs- jökuls með því að virkja jökulsárnar sem renna þaðan að lokum niður í Skagafjörð,“ segir Andri Snær en DV greindi frá því í mars síðastliðnum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði nýtt sér forkaupsrétt í lok árs 2012 á félagi sem unnið hefur að undirbúningi virkjana í Skagafirði. n erlak@dv.is Mynd Sigtryggur Ari B yrði fyrirtækja af regluverki og stjórnsýslu hefur aukist hægt og bítandi og hafa stjórnvöld falið ráðgjafa- nefnd að leita leiða til að einfalda regluverkið eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála. Þar segir, að ríkisstjórnin muni „beita sér fyrir endurskoðun regluverks atvinnu- lífsins með einföldun og aukna skil- virkni þess að leiðarljósi. Markmið hennar verður að minnka skrifræði og einfalda samskipti við opinbera aðila um leið og kostnaði er haldið niðri.“ Sérstakt markmið er að engar nýjar íþyngjandi reglur verði inn- leiddar fyrir atvinnulífið án þess að um leið falli brott jafnveigamiklar kvaðir. Stöðumat Nýverið skilaði ráðgjafanefndin stöðuskýrslu og hefur hún verið rædd í ríkisstjórn. Þess má geta að ríkisstjórnin samþykkti í maí 2013 aðgerðaáætlun um einfaldara og skilvirkara regluverk fyrir atvinnu- lífið. Reglur eru settar af illri nauðsyn og um óteljandi hluti í nútímasam- félagi. Þær þurfa sérstakrar rétt- lætingar við, eins og segir í stöðu- skýrslunni, því þær skerða einatt athafnafrelsi og geta dregið úr hag- vexti og velferð. „Samt er breið samstaða um það á alþjóðavett- vangi að ýmsar reglur séu nauðsyn- legar til þess meðal annars að skapa skýran og gagnsæjan ramma um samkeppni og atvinnustarf- semi. Regluverki er ætlað að auka velferð samfélagsins, jafnt efna- hagslega sem félagslega. Þetta er í raun flóknara mál en virðast mætti í fyrstu, en þó má segja að þessu takmarki sé meðal annars náð ef velferð allra í samfélaginu eykst meira en sem nemur þeim kostn- aði fyrir samfélagið sem af reglun- um hlýst.“ Bitnar á þeim litlu og meðalstóru Í skýrslunni segir frá því að opin- berar reglur geti haft ýmis neikvæð áhrif, til dæmis tekið ábyrgð af fyrir- tækjum. Undir miklu regluverki leit- ist þau ekki sjálfstætt við að efla góða starfshætti heldur reyni einungis að uppfylla lágmarkskröfur reglu- verksins. Í sambærilegri skýrslu um regluverkið í Sviss segir að stjórn- sýslubyrði hafi aukist mjög samfara auknum fjölda reglna á vegum rík- isins, kantónanna og sveitarfélag- anna. Þetta hafi ekki síst bitnað á litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Ekki aðeins feli skriffinnskan í sér tímatap og kostnað heldur geti hún skert athafnafrelsi fyrirtækjanna og getu þeirra til að taka ákvarðanir. Einfaldleiki og skilvirkni Þeir sem stofna til reksturs hér á landi þurfa gjarnan að sækja um leyfi til margra aðila og aðeins í undan- tekningartilvikum nægir að sækja um leyfi á einum stað. Sá hængur er einnig á að ekki er á einum stað hægt að finna upplýsingar um kröfur sem fyrirtækin þurfa að fullnægja til að fá leyfi til starfseminnar. „Vísbendingar eru um að óvíða á Vesturlöndum sé jafn stór hluti atvinnustarfseminnar leyfisbundinn og hér á landi.“ Helsta viðspyrnan gegn íþyngj- andi reglufjöld er að hafa þær skýr- ar, einfaldar og fáar. Í stað fækkunar reglna (deregulation) og einföldun- ar er nú einnig talað um betri og snjallari reglur, eins og segir í stöðu- skýrslunni. Allt er þetta nú til athug- unar hjá stjórnvöldum, það er að einfalda umsóknir, gera upplýsingar aðgengilegar á einum stað, setja við- mið um starfshætti eftirlitsstofnana og að marka stefnu um það hvenær og hvort nauðsynlegt sé að leyfis- binda atvinnustarfsemi. n Reynt að einfalda regluverkið n Fyrirtæki í skógi reglna n Stjórnvöld vilja einfalda regluverk og draga úr kostnaði Einn tekur út þetta, annar hitt Brot úr stöðuskýrslu stjórnvalda um einföldun gildandi regluverks Það er fjölmennur hópur eftirlitsfólks sem heimsækir fyrirtæki. Þannig má taka dæmi þar sem einn eftirlits- aðili tekur út lyftuna í húsinu, annar kaffistofu starfsmanna, þriðji athugar almennt hreinlæti, fjórði skoðar hvort vogir séu rétt stilltar, sá fimmti hvort afurðirnar séu hæfar til manneldis og sá sjötti hvort þær megi flytja úr landi. Sá sjöundi skoðar hvort búnaður vinnu- vélanna sé í lagi og svo þarf að færa til þess áttunda ökutækin sem staðfestir að þeim megi aka á vegum landsins. Sá níundi athugar hvort útstreymi úr bræðslunni sé innan marka og sá tíundi hvort fjarskiptatækin starfi rétt. Aðrir sjá svo um að einungis séu í boði tæki, vörur og búnaður með réttum merking- um og að CE-merkin séu á réttum stað. Öðru hverju koma svo sendinefndir frá Eftirlitsstofnun EFTA sem athuga hvort allt eftirlitið sé fullnægjandi. Allt byggir þetta á ákvæðum laga. Jóhann Hauksson johannh@dv.is reglur og eftirlit Fiski- stofa, Samkeppniseftirlitið og Fjármálaeftirlitið eru dæmi um eftirlitsstofnanir sem framfylgja oft og tíð- um flóknu regluverki sem mörgum þykir íþyngjandi fyrir rekstur fyrirtækja. Engin leið er að afnema þær en ætlun stjórnvalda er að einfalda regluverkið og draga úr kostnaði. Íslenskt tal leiðbeinir notanda um allar aðgerðir Nú þegar eru fjöldi Íslendinga í fullu fjöri sem startað hefur verið í gang með hjartastuðtækjum frá Donnu. Samaritan PAD hjartastuðtæki kosta aðeins frá kr. 199.600 m/vsk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.