Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 17
Vikublað 9.–11. desember 2014 Fréttir Erlent 17 Þ ú máttir ekki leyfa þessu að rugla þig. Ef það hefði gerst hefðir þú tapað glór- unni, þú hefðir aldrei kom- ist fram úr rúminu. Álagið er engu líkt,“ segir ungur sprengjusér- fræðingur sem starfaði fyrir breska herinn í Afganistan. Hlutverk hans var að fara yfir svæði og leita að jarð- sprengjum og aftengja þær áður en þær urðu öðrum að bana. Ef- laust er þetta eitt hættulegasta starf sem nokkur getur gegnt og fáir sem myndu taka það að sér. Chris Scott var aðeins tvítugur þegar hann fékk það mikilvæga, en umfram allt lífs- hættulega verkefni að ganga á und- an þrjátíu manna sprengjusveit yfir jarðsprengjusvæði. Þetta var fyrsta verkefnið hans fyrir breska herinn, hann var í ókunnugu landi og gegndi hlutverki sem hann segist ekki skilja hvernig honum tókst að skila af sér. „Mitt hlutverk var að ganga á undan sveitinni – kanna aðstæður. Ég var fyrsti maður og átti að tryggja öryggi hinna,“ segir Chris. „Þetta var gott á sérstakan hátt, en vegna þessa þá naut ég trausts meðal annarra í sveitinni. Þeir treystu mér fyrir þessu. Mér leið eins og ég væri sérstaklega mikilvægur fyrir vikið.“ En starfið tók líka sinn toll og hann glímir við alvarlegar andlegar afleiðingar þess að vera hermaður í stríði. Vegur 611 Sveitinni sem Chris tilheyrði var gert að fylgjast með vegi númer 611, aðalgötu sem tengir tvær borgir í Helmland. Margir nota veg- inn á hverjum degi, bæði óbreyttir borgarar, hermenn og svo talíban- ar. Fyrir vikið var mikið um jarð- sprengjur, eða aðrar heimagerð- ar sprengjur, á svæðinu. Chris fékk í hendurnar málmleitartæki og var gert að fara yfir svæðið vel og vandlega með tækinu. Hann segir að ábyrgðin hafi hvílt þungt á herðum hans. Talíbanarnir merktu sprengjurnar yfirleitt á einhvern hátt og þannig gátu þeir forðast þær ef þeir gleymdu sér á ferðalagi um veginn. Chris þurfti því að leita eft- ir merkingunum og ef hann sá eitt- hvað grunsamlegt, bar honum að kanna það. Hann segist hafa byrj- að á því að færa sig varlega yfir á magann og athafna sig þannig. „Þú reynir að liggja þannig að þú get- ir teygt hendurnar fram en held- ur andlitinu fjarri sprengjusvæð- inu, svona ef ske kynni að eitthvað færi af stað. Ef það gerðist þá færu hendurnar bara. Svo teygir maður sig áfram og hægt og rólega skoð- ar hvern stein, hvert sandkorn og drullublett þar til þú hefur skoðað allt svæðið.“ Chris segist hafa að lokum hopp- að ofan á svæðinu, rétt áður en hann lét sveitina vita að þeim væri óhætt að halda áfram göngunni. „Ef ég fann ekkert, kallaði ég til þeirra að allt væri með kyrrum kjörum. Svo hoppaði ég. Þá vissi ég endan- lega hvort það var öruggt. Þú sért til, ef ég hefði sagt að allt væri öruggt, en svo hefði einhver annar sveitar- meðlimur gengið þarna framhjá og særst, þá hefði það verið hræðilegt. Það hefði verið versta tilfinning í heimi, að vita að ég hefði sagt að það væri óhætt, en svo hefði síðan ekki verið,“ segir hann. Beið eftir einkennisklæddum mönnum Þetta var ekki aðeins erfitt verkefni fyrir Chris, heldur alla sem honum tengdust og höfðu áhyggjur af hon- um. Móðir hans Lesley Scott beið heima í Bretlandi og segir það hafa verið óbærilegt að bíða eftir frétt- um af honum. „Hann sagði mér frá þessu verkefni, ég vissi að hann fór fremstur fyrir þessum flokki. Ég hugsaði með mér að hann væri í raun bara fallbyssufóður,“ segir Lesley. Hún skrifaði dagbók til að fylgj- ast með ferðum sonar síns, skrifa um eigin tilfinningar og halda utan um þennan tíma. Áhyggjur hennar sjást bersýnilega í þessu textabroti: „Ég hef ekki heyrt frá þér í heila viku, en engar fréttir eru góðar fréttir, eða svo segja þeir. Ég er svo hrædd um að þú fáir ekki að lesa þetta. Í hvert skipti sem ég heyri í bíl, hleyp ég að glugganum til að kanna hvort það eru menn í ein- kennisbúningi á leið að heimsækja mig. Það væri svo gott að heyra röddina þína núna.“ Hræðilegt slys Chris var í sex mánuði í Afganistan. Á þessum tíma fann hann 100 sprengjur sem voru grafnar upp og svo sprengdar í loft upp af breskum hermönnum. Hann veit að hann bjargaði lífi margra. „Þér finnst þú hafa áorkað miklu þegar þú finn- ur slíka sprengju. Já, ég fann hana, sprengjuna sem þú settir hérna til að drepa mig. Ég fann hana.“ En þrátt fyrir þennan árangur gat hann ekki bjargað öllum félögum sín- um. Í síðasta verkefninu sem hann tók þátt í sprakk ein slík sprengja skyndilega sem enginn hafði tekið eftir. „Ég man að ég hentist niður með þrýstingnum. Það var allt í ryki, mökkurinn var þykkur og ryk- ið fór í andlitið á mér. Hlutir flugu út um allt. Ég hélt fyrst að það hefði verið ég [sem sprengdi sprengjuna, innsk. blm.],“ segir hann. „Ég stóð upp og kallaði, það er allt í lagi með mig, ég er í lagi. Ég gáði ekki að neinu, þetta voru bara mín fyrstu viðbrögð.“ Hann seg- ist hafa snúið sér við og áttað sig á því hvað hafði gerst. „Ég sneri mér og sá að kapteinninn minn, Bowers, var horfinn. Hann var bara ekki lengur þarna. Annar kallaði: „hvar er stjórinn?“ og við horfðum í kringum okkur. Þá sáum við hann, í um tuttugu metra fjarlægð í hrúgu,“ segir hann, en Bowers var látinn. Hann hafði verið fyrir aftan Chris þegar hann steig skyndilega á slíka sprengju með þessum afleiðingum. „Ég vona að þú komist yfir þetta“ Móðir Chris man vel eftir deginum þegar Bowers lést. Í dagbókarfærslu hennar segir hún frá honum: „Þú hringdir og varst sorgmæddur, þú varst reiður og þú varst mjög til- búinn til þess að yfirgefa þennan guðsvolaða stað. Þú sagðist hafa fengið sprengjubrot í hnéð og að í eyrunum á þér væri enn sónn eftir sprengjuna. Ástin mín, ég get varla ímyndað mér hvernig þér líður. Ég get ekki ímyndað mér hvað þú þurftir að horfa upp á. Ég vona að þú getir komist yfir þetta einhvern daginn. Þú gerðir og hefur alltaf gert allt eins vel og þú getur.“ Gleymist aldrei Chris Scott er enn í breska hernum og fékk nýverið stöðuhækkun. En þessum degi gleymir hann aldrei, og kennir sjálfum sér um hvernig fór. „Ég átti að sjá til þess að svona færi ekki. Ég var sá sem fór fyrstur. Ég hugsa um þetta alla daga, hvort ég missti af vísbendingu – hvort það var eitthvað sem ég tók ekki eftir. Ég hætti aldrei að hugsa um þetta, en eftir þetta atvik hef ég sagt að ég verði aldrei sá sem fer fyrstur inn á svona svæði aftur,“ segir hann. n Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is „Það hefði verið versta tilfinning í heimi, að vita að ég hefði sagt að það væri óhætt, en svo hefði síðan ekki verið. Gleymir aldrei Chris Scott var aðeins tvítugur þegar honum var falin mikil ábyrgð. Hann segir að síðasta verkefni hverfi honum aldrei úr minni. Fór fyrstur Hlutverk Chris var að fara fyrstur og tryggja öryggi hinna. „Ég átti að tryggja Tvítugur drengur gekk fyrstur yfir jarðsprengjusvæði í Afganistan til að tryggja öryggi annarra hermanna öryggi hinna“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.