Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 23
Vikublað 9.–11. desember 2014 Umræða Stjórnmál 23
Kannabis verði heimilað til lækninga
Píratar vilja auka svigrúm lækna til að ávísa kannabis til lækninga
E
f heimila á læknum að ávísa á
kannabisplöntu í lækningar-
skyni þarf að breyta lögum.
Þetta kemur fram í svari heil-
brigðisráðherra við fyrirspurn Jóns Þórs
Ólafssonar, þingmanns Pírataflokksins.
„Svarið felur í sér að það virðist þurfa
lagabreytingu til þess að nota kanna-
bisplöntuna sjálfa í lækningarskyni,“
segir Jón Þór í samtali við DV. „Mögu-
lega á það líka við um olíuna sem unn-
in er úr plöntunni sem krabbameins-
sjúklingar hafa notað með árangri.“
Læknar geta ávísað á lyf sem inni-
halda kannabis að því gefnu að lyf-
ið hafi verið heimilað af Lyfjastofnun
með sérstöku markaðsleyfi eða verið
heimilað með undanþágu sem bund-
in er einstökum lækni eða sjúklingi.
Nú þegar er til lyf með markaðsleyfi
hér á landi sem inniheldur kannabis
en það er lyfið Sativex. Lyfið er ætlað
fullorðnum sjúklingum með alvarlega
síspennu vegna heila- og mænusiggs.
Skráning lyfsins byggist á undanþágu
í reglugerð sem heilbrigðisráðherra
veitir.
Þröngar heimildir
Læknar geta með öðrum orðum ekki
ávísað á sjálfa kannbisplöntuna. Um
hana gilda ákvæði laga um ávana- og
fíkniefni frá 1974 en þar segir með-
al annars í 6. grein að varsla og með-
ferð ávana- og fíkniefna sé óheimil á
íslensku forráðasvæði.
Lyfjastofnun getur engu að síður
veitt undanþágu frá ákvæðum þessara
laga þegar sérstaklega stendur á með
ýmsum takmörkunum, enda banna
lögin almennt innflutning, útflutning,
sölu, kaup, skipti, afhendingu, mót-
töku, framleiðslu, tilbúning og vörslu
fíkniefna.
„Ekki er talið að ávísun læknis á
kannabis í lækningaskyni rúmist inn-
an þeirrar þröngu undanþáguheim-
ildar sem framangreint lagaákvæði
hefur að geyma og því er lagabreytinga
þörf, eigi læknum að vera heimilt að
ávísa á kannabisplöntu í lækninga-
skyni,“ segir í svari heilbrigðisráðherra.
„Við ætlum að skoða nánar hvernig
þetta er gert í nágrannaríkjum þar sem
læknar hafa rýmri heimildir til þess að
ávísa þessu efni. Við ætlum með öðr-
um orðum að skoða hvort tilefni sé til
þess að leggja fram lagafrumvarp um
að rýmka heimildir til að ávísa kanna-
bisi í lækningaskyni,“ segir Jón Þór. n
Bítandi áhrif læknaverkfalls
S
íðasta verkfallslotan í
læknaverkfallinu fyrir jól
hófst í gær, en hún nær
til aðgerðarsviðs, rann-
sóknarsviðs og kvenna- og
barnasviðs Landspítalans. Auk þess
leggja læknar á heilsugæslusviði
höfuðborgarsvæðisins og annarra
heilbrigðisstofnana á landsbyggð-
inni niður vinnu. Á morgun nær
verkfallið meðal annars til lyf-
lækningasviðs, geðsviðs og skurð-
lækningasviðs Landspítalans auk
sjúkrahússins á Akureyri semjist
ekki fyrir þann tíma. Alvarleg og
versnandi staða heilbrigðiskerfis-
ins var enn á ný til umræðu á Al-
þingi í gær. Aðstæðurnar eru að
mörgu leyti þversagnarkennd-
ar. Um leið og almenningur sýn-
ir háum launakröfum læknanna
skilning óttast forkólfar á vinnu-
markaði fordæmið sem slík launa-
hækkun gæti gefið gagnvart við-
kvæmum kjaraviðræðum annarra
starfsstétta á næstu mánuðum.
Stjórnvöld grípi í taumana
Steingrími J. Sigfússyni (VG) þótti
alvarleg staða í læknaverkfall-
inu furðu lítið rædd í ljósi þessa.
„Áhyggjur þeirra sem gerst þekkja
til vaxa dag frá degi. Það er alveg
ljóst að nú verður frestað rannsókn-
um og aðgerðum og ýmiss konar
meðhöndlun í svo stórum stíl að
biðlistar munu verða óviðráðanlega
langir og kerfið er svo lestað fyrir að
ef semdist á morgun eru möguleik-
arnir til að vinna þetta upp afar tak-
markaðir í undirmönnuðu kerfi sem
er undir miklu álagi. Læknar eru í
auknum mæli að gefast upp og segja
upp störfum og flestir eru þeirrar
skoðunar að það megi búast við hr-
inu slíkra uppsagna um áramótin
ef ekki hafi samist fyrir þann tíma.“
Steingrímur kvaðst velta því fyrir
sér hvort forystumenn ríkisstjórn-
arinnar væru í afneitun þegar þeir
reyndu að varpa ábyrgðinni á því að
ekki semdist við lækna yfir á aðra.
Hann taldi að sjúkrahúslæknar og
heilsugæslulæknar hefðu setið eftir.
Atvinnurekendur óttast fordæmi
„Ég sé ekki alveg fordæmisvandann
sem er því samfara að bæta kjör
þessa hóps núna. Röðin er kom-
in að hinum fastráðnu læknum í
þjónustu ríkisins. Það er búið að
semja um umtalsverðar hækkanir
til sjálfstætt starfandi sérfræðinga,“
sagði Steingrímur á þingfundinum
og bætti við að íslenska ríkið yrði að
vera samkeppnisfært og geta boð-
ið kjör þannig að þessi verðmæti
starfshópur fengist til að starfa á Ís-
landi. Ekki eru allir sammála Stein-
grími um fordæmisvandann sem
allt að þriðjungs hækkun launa
lækna gæti leitt af sér. Björgólfur
Jóhannsson, formaður Samtaka at-
vinnulífsins, vék orðum að þessum
vanda í pistli á Eyjunni fyrir helgi.
„Við erum komin á ákjósanlegan
stað en ákvarðanir aðila vinnu-
markaðar og stjórnvalda á næstu
vikum og mánuðum munu ráða því
hvort árangurinn verði varanleg-
ur. Launakröfur margra hópa um
tugaprósenta launahækkanir valda
áhyggjum því fyrir þeim er engin
innistæða. Verði gengið að þessum
kröfum verður verðbólgunni hleypt
af stað óbeislaðri með tilheyrandi
tjóni.“
Skattgreiðendur styðja lækna
Engu að síður er að sjá sem almenn-
ir kjósendur sýni kröfum lækna full-
an skilning. Í könnun sem Capacent
gerði fyrir þingflokk Pírata 6. til 20.
nóvember síðastliðinn kemur fram
afgerandi vilji landsmanna til þess
að hafa heilbrigðiskerfið í forgangi.
Átti það við karla sem konur á öllum
aldri, alla tekjuflokka og kjósend-
ur allra flokka úr öllum kjördæm-
um. Meira en 90 prósent lands-
manna settu heilbrigðiskerfið í fyrsta
eða annað sæti málaflokka sem for-
gang ættu að hafa á fjárlögum. Næst
á eftir komu menntamál sem voru
þó aðeins um hálfdrættingur á við
heilbrigðismálin eða 44 prósent.
Guðlaugur Þór Þórðarson (Sj), vara-
formaður fjárlaganefndar, sagði í
upphafi þingfundarins í gær að þjóð-
in ætti gott heilbrigðiskerfi sem ekki
ætti að tala niður. Hann hafði efa-
semdir um að taka ætti kjaraumræðu
læknanna inn í sali Alþingis, stjórn-
málamenn hefðu ekki gert það í
gegnum áratugina. En hann kvaðst
fagna stuðningi stjórnarandstöð-
unnar við að forgangsraða í þágu
heilbrigðiskerfisins.
Skattleggjum laxveiðar
Jón Þór Ólafsson (P) tók undir
það að heilbrigðiskerfið væri enn-
þá gott. „Við höfum góða lækna og
þeir hafa gott orðspor úti í heimi
og einmitt þess vegna erum við að
missa þá í hrönnum í dag. Þetta
er fyrsta verkfall í sögu landsins.
Og það er ekki að ástæðulausu
sem þetta verkfall er í dag. Það er
vegna þess að innviðir kerfisins eru
að hrynja. Tækin, aðbúnaðurinn,
vaktaálagið, launin. Þetta er allt það
sem heldur í lækna og þetta er allt
orðið afgerandi slæmt á Íslandi.“
Fram kom í máli Jóns Þórs að fjár-
þörfin á Landspítalanum væri um
2,7 milljarðar. Til þess að brúa bilið
væri hægt að gera skattkerfið skil-
virkara. Hann tók dæmi af laxveið-
um og sagði að ná mætti í ríkissjóð
tæpum tveimur milljörðum króna
n Almenningur sýnir kröfum lækna skilning n Forkólfar á vinnumarkaði óttast fordæmi mikilla hækkana
Jóhann Hauksson
johannh@dv.is
„Læknar eru í aukn-
um mæli að gefast
upp og segja upp störfum
og flestir eru þeirrar
skoðunar að það megi
búast við hrinu slíkra
uppsagna um áramótin. Heilbrigðismál 91,7
Mennta- og fræðslumál 54,5
Almannatr. og velferðarmál - 37,6
Samgöngumál - 23,1
Löggæsla og öryggismál - 30,8
Húsn.-, skipulags- og hreinsunarmál - 20,7
Menningarmál - 6,9
Sjávarútvegsmál - 5,9
Iðnaðarmál og önnur útgj. v/atvinnuv. - 5,6
Landbúnaðarmál - 4,8
Eldsneytis- og orkumál - 4,7
Kirkjumál - 1,1
Önnur útgjöld ríkissjóðs - 1,0
Almenn opinber þjónusta - 11,7
Hvernig vilt þú að
Alþingi forgangsraði
fjármunum í fjárlögum?
Könnun Capacent fyrir Pírata sýnir að kjósendur vilja afdráttarlaust forgangsraða
í þágu heilbrigðiskerfisins. Aðrir málaflokkar komast ekki með tærnar þar sem
heilbrigðiskerfið hefur hælana.
Fordæmisvandi? Steingrímur J. Sigfússon:
„Ég sé ekki alveg fordæmisvandann sem er
því samfara að bæta kjör þessa hóps núna.“
Stuðningur við heilbrigðiskerfið
Jón Þór Ólafsson (P) og félagar í Pírata-
flokknum létu Capacent kanna áherslur
almennings. Stuðningur við forgang á
heilbrigðismálin reyndist afgerandi.
Varað við miklum hækkunum
Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, varar
við tuga prósenta launahækkunum og segir
litla verðbólgu skila bestu kjarabótunum.
með þv að gera sölu laxveiðileyfa í
landinu virðisaukaskattskylda. Það
færi langt með að brúa umrætt bil.
Unnur Brá Konráðsdóttir (Sj) tók
undir hugmyndir um að breikka
skattstofninn og hvatti þingmenn
til að leggja fram góðar hugmynd-
ir. „Það er satt best að segja löngu
kominn tími til að ríkisstjórnin reki
af sér slyðruorðið og komi hér inn
með einhverjar áætlanir um upp-
byggingu í heilbrigðiskerfinu,“
sagði Helgi Hjörvar (Sf). „Þó við
getum kannski ekki keppt við
Norðmenn í launum þá getum við
að minnsta kosti sýnt til þess metn-
að hér á löggjafarþinginu þegar
efnahagurinn er að vaxa og ríkis-
fjármálin komin í plús að við ætlum
að hafa hér góðar aðstæður til þess
að sinna sjúkum og slösuðum. Þess
vegna skora ég á ríkisstjórnina að
vinda bráðan bug að því að koma
hér inn með áætlun sem ég veit að
hefur stuðning í þingflokkum allra
flokka hér á Alþingi.“ n
Nautasteik
Með frönskum og bernes
SteikhúS
Sími 565 1188
Laugavegur 73
niður
2.800 kr.