Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 31
Vikublað 9.–11. desember 2014 31 Fínn svefn- herbergisdjass Hvað sem annars má segja um hljómsveitina ADHD þá stend- ur hún varla undir nafni. Hér er nefnilega kominn diskur sem gagnast einnig þeim sem hafa óskerta athyglisgáfu. Hljómsveitin lætur kannski ekki mikið fyrir sér fara, en fyrsta plata hennar var valin djassplata ársins árið 2009. Hér er komin sú fimmta í röðinni. Platan 5 er ósungin en listi- lega vel spiluð af færum tón- listarmönnum með Davíð Þór Jónsson í broddi fylkingar. Fyrsta lagið, Sveðjan, er þægi- legur svefnherbergisdjass með snert af hertrommum undir. Enn betra er FreeAnglo með seið- andi tenórsaxófón. Sumir með- lima hljómsveitarinnar hafa spilað með Mezzoforte, fyrstu íslensku hljómsveitinni til að „meika“ það erlendis og er þriðja lagið hér nefnt Eyþór Gunnars- son til heiðurs liðsmanni þeirrar hljómsveitar. Hlið A lýkur síð- an með Flugzeug sem eins og nafnið bendir til sækir innblástur enn lengra að, og gott ef ekki má skynja arabíska strauma. Hlið tvö hefst með Indjána- dansi og hér halda rólegheitin áfram, lagið er langt en borið uppi af skemmtilegu samspili pí- anós og kústatrommuleiks. Ekki er ég nógu vel að mér í ADHD- fræðum til að vita hver Afi Palli er eða var, en hann fær að minnsta kosti lag. Og hér fær örlítið sýru- kenndur rafgítar að óma. Jörg Thienelt er líklega tengiliður þeirra í Þýskalandi þar sem plat- an er að koma út og fær hann sitt lag líka sem er nánast dáleiðandi í einfaldleika sínum. Og loks er horfið inn í Grænu þokuna. Platan rennur ljúflega í gegn sem bakgrunnstónlist, en verðlaunar einnig nánari hlust- un. Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur 5 Flytjandi: ADHD K rummi Björgvins- son situr sjaldan auðum höndum í tónlistinni. Fyr- ir skömmu stofn- aði hann einstaklingsver- kefnið Döpur, sem nú er orðið að dúói. Jaðar og óhljóð Döpur varð til þegar Krummi var ekki á tón- leikaferðalögum með hljómsveit sinni Legend enda er hann ekki þekkt- ur fyrir að sitja lengi að- gerðarlaus. Undir for- merkjum sveitarinnar fetar hann nýjar brautir við tónlistarsköpun. Tónlistinni má lýsa sem einhvers konar samsuðu af jaðarraftónlist, pönki, harðkjarna og óhljóðum. „Pönk-hugmyndafræðin er alls- ráðandi í Döpur. Fólk hefur lýst tónlistinni sem dáleiðandi hávaða „black metal“-pönki með bjöguðum hip hop töktum og dulúð,“ útskýrir Krummi fyrir blaðamanni. Sveitin vakti mikla athygli á Airwaves í nóv- ember fyrir sviðsframkomu og framandi hljóðheim. Þá mörkuðu tónleikarnir jafnframt upphaf Döpur sem dúós en nýlega slóst kærasta Krumma, Linnea Hell- ström, í för með honum og komu þau saman fram í fyrsta skipti á tón- leikunum. „Aðal „konseptið“ er að spila af fingrum fram en samt vera með vissa uppbyggingu í hverju tónverki. Það er aldrei að vita hvað gerist á Döpur- tónleikum eða hvert óhljóðin fara, sem gerir þetta mjög spennandi,“ segir Krummi. Gefa út á kassettu Döpur hefur aðeins gefið út eitt lag á vegum Lady Boy Records en að sögn Krumma ku svokölluð „split plata“ vera í vinnslu. Þar munu listamað- urinn Amfj og Döpur deila kassettu saman. „Hún mun líta dagsins ljós snemma á næsta ári. Þetta verða fimmtíu kassettur sem seldar verða á tónleikum og í sérvöldum plötubúð- um.“ n krummi Fetar Krummi Björgvinsson með nýtt og spennandi verkefni G eislaplatan byrjar næstum eins og James Bond-mynd, það er eitthvað svalt og sixtíslegt við þetta. Sigríður Thorlacius söng- kona er hér í dívuham, en það sem kemur á eftir er öllu lágstemmdara. Hljómurinn minnir áfram á six- tísmyndir, en meira í ætt við djass en popp, og gæti á stundum sómt sér vel sem „sándtrakk“ við Mad Men-þátt. Platan lætur ekki mikið yfir sér, enda ekki ætlunin, en vex við hverja hlust- un. Ástin er hér alls staðar á sveimi, í minningunni eða sem lífvörður er drukknandi kona mænir á í hinu ágæta lagi Lifeguard. Á næsta lagi, Boundary of Hope, virðist ástin ógn- andi og með illt í hyggju. Átakan- legust er hún þó í Goodbye, þar sem strengirnir mynda dramatíska and- stæðu við harminn. Ástin er kvödd þvert á væntingar sögupersónu sem minnir stundum á kvenkyns og edrú Tom Waits í kringum 1977. Í Double Fling er ástinni boð- ið inn, hér er allt hressilegra og fólk annaðhvort búið að taka saman aft- ur eða finna sér nýjan. Ekki virðist hún þó hún þekkjast boðið og hálf örvæntingarfullur trompet blæs lag- ið út. Í World‘s Colliding lítur persón- an út fyrir þennan litla heim sem tvær manneskjur skapa, og sér að það að ýmislegt að annars staðar. Rödd Styrmis Sigurðssonar brýst hér í gegn í annað sinn á plötunni. Kannski tekur pólitíkin við þar sem ástinni sleppir? Síðasta lagið, Resolution in Revolution, er hins vegar án söngs. Kannski hefur parið loksins fundið til- gang í byltingunni. Vonandi hafa þau gert það saman. En hvernig sem fór, þá er að minnsta kosti Containing the Dark af- bragðs hlustun í skammdeginu. Hér er myrkrið ekki flúið heldur er tekist á við það. n Gleymum ekki sorginni Valur Gunnarsson valurgunnars@gmail.com Dómur Containing the Dark Flytjandi: Geislar „Þetta verða fimmtíu kassettur sem seldar verða á tón- leikum og í sérvöld- um plötubúðum. Ástfangin á sviði Krummi og Linnea mynda dúóið. Reynslubolti Krummi hefur ekki verið við eina fjölina felldur í tónlistinni og hefur gert það gott með böndum á borð við Legend, Esja, Mínus og nú Döpur. nýjar slóðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.