Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 32
32 Menning H ann snýr baki í þig. Grá myndin sýnir hnakka, hár, bert bak. Dauf lítil mjó- slegin vera á miðri hvítri blaðsíðunni. Hunsar les- andann, hunsar þig. Þannig byrjar Kok – á sterkri höfnunartilfinningu. Á næstu síðu snýr veran, lítill strák- ur, sér örlítið svo þú greinir andlitið. Og svo. Sprenging. Vökvi gýs upp úr flösku, hendur tálga, orðið „ég“ gló- ir, og dauf óræð form eru greinan- leg í gegnum vatnsmálninguna sem hefur dreifst um síðuna. Minningar? Orðin taka við af myndunum: þú varst í svörtum jakka og ég klæddi þig úr og ég klæddi þig úr og undir svarta jakkanum varstu í svörtum jakka og undir svarta jakkanum varstu í svörtum jakka Tungumálið og myndlistin mætast Kristín Eiríksdóttir er fædd árið 1981, rithöfundur en menntuð í myndlist. Hún segist ekki hafa fund- ið sig í skólakerfinu á Íslandi, átti erfitt með nám en var góð í að teikna og skrifa. Hætti í menntaskóla og fór í lýðháskóla á Norðurlöndunum, nam síðan myndlist við Listaháskóla Íslands, en vakti snemma athygli fyr- ir ljóð sín sem hún gaf út hjá Bjarti og Nýhil. Kristín hóf framhaldsnám í myndlist í Kanada en varð smám saman fráhverf listforminu, skróp- aði úr skólanum og skrifaði smá- sagnasafnið Doris Deyr sem kom út árið 2010. Tveimur árum seinna kom út skáldsagan Hvítfeld. Í ljóða- bókinni Kok, sem kom út í haust, renna listformin hins vegar aftur saman í eina heild. „Fyrsta ljóðabókin mín, Kjötbær- inn, sem kom út fyrir 10 árum var eig- inlega ljóðaskáldsaga. Það var form sem ég var líka að leika mér með í bók númer tvö, Húðlitu auðninni. Þessar tvær bækur eru svolítið eins og systur. Svo gaf ég út Annars kon- ar sæla sem er hefðbundnari ljóða- bók, með nokkrum ljóðabálkum. En í þessari bók er ég stigin miklu meira yfir í myndlist. Ég hef leyft henni að koma inn. Ég er alltaf að ströggla svolítið á milli listforma. Lengi vel talaði ég alltaf um að mig langaði að finna mér einn stað og vera þar: skrifa bara skáldsögur og verða mjög góð í því, eða skrifa bara smásög- ur eða eitthvað. En ég get það ekki – það þýðir ekkert fyrir mig að taka svoleiðis ákvörðun. Einu sinni ákvað ég að verða myndlistarkona og fór í mastersnám, en ég droppaði bara út úr því námi og gaf út smásagnasafn. Núna er ég að reyna að láta tungu- málið og myndlistina mætast. Þetta er teikniljóðabók. Þetta er algjörlega 50–50. Ég vinn þetta saman, þannig að formin tali við hvort annað, frekar en að ég sé að myndskreyta ljóðin eða lýsa myndunum með orðum.“ Sálin í kokinu Kok skiptist upp í fjögur ljóð eða bálka sem byrja á setningum í há- stöfum, en ljóðin sjálf eru skrifuð með lágstöfum og greinarmerkja- laus þar til síðasta bálki lýkur með punkti. Textinn er prentaður efst á hverja síðu, en brotinn upp með myndum og auðum síðum. Hraða- breytingar og hik skapa dýnamík. Hönnun verksins er þannig út- hugsuð, eins og uppbygging mál- verks eða jafnvel kóreógrafía dans- verks: höfundurinn hannar kerfi fyrir hreyfingar lesandans – þangað leita augun, þannig flettir hendin – og mótar upplifunina. „Ég er mjög upptekin af hrynj- andinni eða hljóðhliðinni á þessu. En ég veit í rauninni ekki hvernig það skilar sér í lestri. Ég geng ekki beint inn í einhvern þekktan „ryþma“ sem að allir þekkja og geta fylgt, eins og ef ég væri að yrkja í einhverju hefð- bundnu formi. Ég er að reyna miðla takti en ég veit ekki hvort það tekst. Í raun er mjög mikilvægt að annað hvort lesa þau upphátt eða hlusta á þau lesin. En þannig er ljóðahefðin líka. Þegar ég sjálf les ljóð þarf ég að lesa þau í hálfum hljóðum. Þannig hef ég vanist því að lesa ljóð.“ Orðið, kok, sem er nafn bókar- innar er einmitt ekki bara sterkt orð heldur áhugavert að segja upphátt: KOK OG KOK OG KOK, heitir einn bálkurinn. Prófið að segja það upp- hátt. „Af því að ég var að vinna það svolítið hljóðrænt fannst mér þessi titill lýsa verkinu. Svo finnst mér hann sjónrænt skemmtilegur. Þetta er svolítið absúrd eða abstrakt orð þegar maður tekur það úr samhengi. En ég var líka að hugsa um þessa tjáningarstöð í kokinu og var dálítið að pæla í staðsetningum á tilfinn- ingum. Það er sorg í kokinu, á með- an kvíði er frekar í þindinni, mjó- bakinu eða jafnvel mjöðmunum, þunglyndi er svo doði í höfðinu. En sorgin leggst á tjáninguna. Það er til dæmis mjög algengt að þegar fólk fær áfall að það missi málið. Svo hitti ég reyndar mann um daginn sem var að segja mér að í fornhebresku væri sama orðið, nephesh, notað fyrir kokið og sálina.“ Sorg var kannski ekki beint fyrsta orðið sem kom upp í hug- ann þegar maður las Kok, en þarna er eitthvað brothætt samband, spenna, melankólía og undirliggj- andi myrkur. „Ég hef alltaf skrifað þannig ljóð. Ég byrjaði að skrifa ljóð þegar ég var að komast á gelgjuna og sem unglingur skrifaði ég alveg ógrynni ljóða sem voru mjög emó – ég var mjög emó unglingur. Svo talar svona myrkur kveðskapur til mín og ég hef sótt mikið í hann. Þetta er eitthvað „genre“ sem ég hef óvart fest mig: niðurdrepandi ljóð,“ segir Kristín og hlær. „Ég las mikið eftir Charles Bu- kowski þegar ég var unglingur. Þá var hægt að labba niður í kjallarann í Máli og menningu þar sem allt Bu- kowski-safnið var til. Ég er líka mjög hrifin af Tor Ulven og Inger Christ- ianssen. Ég leita í ljóð sem að tjá innri stemningar sem er erfitt að koma í orð.“ Fálmandi úr fjarlægð og einveru Hvernig vinnur þú ljóðabók saman- borið við til dæmis smásögur, skáld- sögur og leikrit? „Mér finnst ljóða- bók þurfa rosalega mikinn tíma. Ég vinn í henni í skorpum yfir langt tímabil. Ég vinn eitthvað aðeins í henni, bakka og læt hana í friði langan tíma og lít svo aftur á hana. Ljóðin vaxa með mér og þau fara svona í frumurnar á manni í þessu ferli. Ég gæti aldrei unnið leikrit eða skáldsögu á þennan hátt. Þá þarf ég að fara algjörlega inn í ann- an heim og dvelja þar þangað til að verkið er fullskrifað. Ég plotta ekki fram í tímann, ég þarf að fara bara inn í þann heim. Það er pínu vídda- flakk að skrifa smásögur. Ég er alin upp hjá rithöfundi en mamma mín, Ingibjörg Haraldsdóttir, er ljóð- skáld og þýðandi. Þannig að ég er alin upp við veruleika rithöfundar- ins: þegar maður er að vinna þá er maður í vinnunni, alltaf. Fyrir mér eru skrifin ákveðin fjarvera í lífinu. Þegar ég flý úr því formi yfir í mynd- list eða í leikhúsið, þá er ég að reyna að fálma út úr þessari fjarlægð og einveru. Ég veit ekki hvort þetta „meiki sens“, en þetta er einhvern veginn svona,“ segir Kristín og hlær. „Þegar ég er að skrifa ljóð er ég hins vegar alltaf að fást við áferð, fást við liti, fást við hluti sem eru mikla meira á jörðinni. Það er skrýtið að lýsa þessu, en það er miklu líkara myndlist,“ útskýrir Kristín. Þú talar eins og í ljóð- og mynd- listinni nálgist þú hluti í efnisheim- inum á áþreifanlegri hátt þar sem einstökum atriðum er gefinn ítar- legur gaumur. En samt finnst manni bæði ljóðin og myndirnar í Kok vera mjög torræðar. Jafnvel eftir að mað- ur mótar sér hugmynd um hvað ákveðin mynd sýnir getur hún birst manni sem eitthvað allt annað næst þegar maður les bókina. Eiginlega þannig að blaðamanni brá stund- um, ekki alveg viss um að þessi eða hin myndin hafi ekki verið þarna síðast. „Í bókinni eru margar eyður fyrir lesandann og þannig séð reiðir hún sig á móttækileika þess sem á henni heldur, stemninguna. Það er viss áhætta og ég er viss um að lestrarnir á henni eru eins ólíkir og þeir eru margir – sem er auðvitað reyndin með öll sköpunarverk – en ég teygi mig samt dálítið langt í þessu tilfelli og það er meðvitað. Til dæmis er mjög fínn teiknipappír í bókinni og nóg af auðum síðum.“ Ópið orðið að kitsch-varningi Kristín segist ekki byrja að vinna í verki með fullmótaða hugmynd um það sem hún vilji tjá heldur verði verkið til í sköpunarferlinu sjálfu. „Að þessu leytinu til finnst mér list- sköpun svo ósambærileg öðrum starfsgreinum. Ég veit ekki hvað leiðir mig áfram og það eru ekki beinlínis til nein mistök. Ég get ekki litið þannig á það. Það er ekki til nein rétt skáldsaga, nein rétt loka- niðurstaða, við erum ekki að stefna að því að gera hina fullkomnu skáldsögu. Þetta þýðir að það er bæði mjög erfitt að dæma verk og líka að segja: nú tókst mér vel til, nú er þetta komið. Annað áhuga- vert er að þegar listamaður sendir frá sér verk þá missir hann algjör- lega valdið yfir því, það er algjörlega fórnin í þessu. Ég get ekki stjórnað því hvernig fólk les bækurnar mín- ar. Mér finnst ofboðslega gott dæmi Vikublað 9.–11. desember 2014 Dásamlega heillandi heimur Þó að Dragon Age-serían sé til- tölulega ung er hún á hraðri leið með að verða ein athyglis- verðasta leikjasería undanfar- inna ára. Fyrsti leikurinn leit dagsins ljós árið 2009, annar árið 2011 og á dögunum kom þriðji leikurinn út, Dragon Age: Inquisition. Líkt og nafnið, Dragon Age, gefur til kynna er um að ræða fantasíuleik með margslungn- um söguþræði og mögnuðu sögusviði. Líkt og í fyrri leikjun- um gerist Inquisition í fantasíu- heiminum Thedas og gerist sagan einu ári eftir atburðina í Dragon Age II. Heimurinn – þjakaður vegna langvarandi stríðsástands – er á barmi eyði- leggingar. Djöflar, drekar og aðrar fígúrur leika lausum hala og er það í þínum höndum að koma hlutunum í eðlilegt horf að nýju. Líkt og áður segir er sögu- þráðurinn býsna margslunginn og er hægt að taka að sér fjölda aukaverkefna sem falla fyrir utan hið hefðbundna sögusvið. Þetta þekkist í mörgum leikjum nú til dags, til dæmis GTA V og Assassins Creed. Líkt og í þess- um leikjum gerist Inquisition í hálfopnum heimi sem þýðir að hægt er að ferðast út um allt án mikilla hindrana. Það er auðvelt að gleyma sér í þessum auka- verkefnum enda færa þau þér og fylgismönnum þínum aukin völd sem koma þér til góða síð- ar meir. Til að gera langa sögu stutta er Dragon Age: Inquisition heillandi tölvuleikur sem mik- il vinna hefur verið lögð í. Þó að um sé að ræða ógnarstóran heim kemur það lítið niður á út- litslegum þáttum leiksins sem eru til fyrirmyndar. Til að byrja með virtist bardagakerfið virka nokkuð einhæft en það breyttist til hins betra eftir því sem leið á með auknum kröftum. Það sama má segja um persónurn- ar í leiknum. Þær virkuðu þurrar til að byrja með en unnu á þegar líða tók á. Það er nauðsynlegt að sýna þolinmæði til að njóta alls þess besta sem Dragon Age: Inquistion hefur upp á að bjóða. Ekki bara er söguþráðurinn margslunginn heldur eru val- möguleikarnir í spiluninni nán- ast endalausir. Þetta þýðir að það tekur tíma að kynnast leikn- um. Þetta getur verið slæmt enda er nóg af leikjum í boði sem grípa þig strax og sleppa ekki takinu. Til marks um stærð leiksins þá getur það tekið meðalmann- inn 60 til 80 klukkustundir að klára hann. Þá er boðið upp á netspilun sem eykur spilunar- gildi leiksins enn frekar. Það er ljóst að þú færð nóg fyrir pen- inginn ef þú splæsir í þennan litla gullmola. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Dómur Dragon Age: Inquisition Spilast á: PS4, PS3, PC, Xbox 360 og Xbox One Metacritic: 89 Sálin í kokinu Í haust kom út ljóðabókin Kok eftir Kristínu Eiríksdóttur. Kristín er menntuð myndlistarkona en hefur vakið meiri athygli fyrir skrif sín: ljóð, leikrit, smásögur og skáldsöguna Hvítfeld sem kom út árið 2012. Í Kok, sem er tilnefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna, renna myndlist og ljóð saman í eitt. Í viðtali við DV ræðir Kristín um samband mynda og orða, sorgina sem býr í kokinu, gagnrýnendur og kitsch-varning byggðan á Ópinu eftir Munch. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Bara til að ég lifi það af að vera manneskja þá þarf ég að skapa Á mörkum orða og mynda Kristín Eiríksdóttir segist hafa verið lengi ætlað sér að finna sér eitt listform og einbeita sér að því en segist ekki geta tekið slíka ákvörðun, nú lætur hún myndlistina og ljóðin vinna saman. Mynd SiGTryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.