Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.2014, Blaðsíða 14
Vikublað 9.–11. desember 201414 Fréttir Viðskipti
Nýtt sjálfstætt
starfandi apótek
í Glæsibæ
Opnunartími
Virka daga: 8:30 til 18:00
Laugardaga: 10-14
Okkar markmið er að veita þér og þínum
framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf
Getur grætt persónu-
lega á verksmiðjunni
Fagfjárfestar líklegustu kaupendur lyfjaverksmiðjunnar í Vatnsmýrinni sem Róbert Wessman á
F
élag í eigu fjárfestisins Róberts
Wessman mun njóta hagnað
arins, eða bera tapið, af vænt
anlegri sölu á lyfjaverksmiðj
unni í Vatnsmýrinni sem mun
hýsa starfsemi Alvotech í Reykja
vík. Þetta kemur fram í svari frá upp
lýsingafulltrúa Alvogen á Íslandi við
fyrirspurn DV um málið. Fasteignin
mun hýsa lyfjaverksmiðju dótturfé
lags Alvogen, Alvotech, sem framleiðir
samheitalyf. Húsið verður um 13 þús
und fermetrar að stærð og er gert ráð
fyrir að það verði opnað í ársbyrjun
2016.
Líkt og DV greindi frá í lok október
og nóvember síðastliðnum er Róbert
Wessman, eða félag í hans eigu, orðinn
eigandi lyfjaverksmiðjunnar í Vatns
mýrinni sem nú rís. Þá kom fram í svari
frá Alvogen að til stæði að selja fast
eignina og að Róbert myndi því ekki
eiga hana til langframa. „Eignarhald
fasteignafélags Róberts Wessman á
Hátæknisetrinu er því tímabundin
ráðstöfun til þess að tryggja hraða
framgöngu verkefnisins. Til framtíðar
verður húsið í eigu fyrirtækis sem sér
hæfir sig í rekstri fasteigna.“ Þá greindi
blaðið frá því að Róbert reyndi nú að
selja fasteignina og að viðræður stæðu
yfir við ótilgreinda aðila.
Fagfjárfestar líklegir
Í svarinu frá Alvogen kemur skýrt
fram að hagnaður eða tap af sölu
hússins mun verða bókfært í fast
eignafélagi Róberts. „Fasteignafé
lagið Sæmundur á húsið og hagn
aður eða tap af sölu hússins m.t.t.
byggingakostnaðar verður bókfært í
því félagi. Róbert er eigandi fasteigna
félagsins. Fjárfestingarfélag í eigu Ró
berts Wessman er einnig stór hluthafi
i Alvotech sem mun reka Hátækni
setrið.“
Róbert, eða félagið í hans eigu,
mun því geta hagnast ef húsið verð
ur selt með hagnaði. Líklegustu kaup
endur hússins, sem svo munu leigja
húsið til Alvogen undir starfsemi
þess, eru fagfjárfestar eins og lífeyris
sjóðir eða sérhæfðir fjárfestingarsjóð
ir fjármálafyrirtækja. Lífeyrissjóðirnir
hafa í auknum mæli byrjað að horfa
til fasteigna sem fjárfestingarkosta
og hafa sett á laggirnar sérstakt fast
eignafélag til að kaupa slíkar eignir,
meðal annars hús Íslenskrar erfða
greiningar í Vatnsmýrinni.
Hvað vissi Reykjavíkurborg?
Líkt og fram hefur komið þá kem
ur lóðin undir húsið frá Reykjavíkur
borg í gegnum Vísindagarða Háskóla
Íslands. Reykjavíkurborg afhenti Vís
indagörðunum, sem er félag í eigu
Háskóla Íslands, lóðina svo það félag
gæti látið Alvogen hafa hana undir
verksmiðjuna.
Forsvarsmenn Reykjavíkurborgar
vissu að Alvogen sjálft, eða Alvotech,
myndi ekki eiga húsið en stjórnend
ur borgarinnar vissu hins vegar ekki
hver myndi eiga það. Gengið var frá
afhendingu lóðarinnar í tíð síðasta
meirihluta í borgarstjórn þegar Besti
flokkurinn og Samfylkingin áttu í
samstarfi. Í svari frá Pétri Ólafssyni,
aðstoðarmanni Dags B. Eggertssonar
borgarstjóra, í síðasta mánuði sagði:
„Það var beinlínis gert ráð fyrir því að
Alvogen ætti ekki húsið.“
Getur hagnast á lóð frá borginni
Staða málsins er því þessi. Reykja
víkurborg afhendir félagi í eigu Há
skóla Íslands lóð sem svo er afhent
samheitalyfjafyrirtækinu Alvogen
undir lyfjaverksmiðju þar sem
framleidd verða lyf. Forsvars
menn borgarinnar virðast ekki
hafa vitað hver myndi eiga
húsið sem risi á lóðinni –
þeir vissu samt að það yrði
ekki Alvogen. Í ljós kemur
að eigandi hússins er helsti forsvars
maður Alvogen og sá maður sem
fyrir tækið er yfirleitt kennt við, Ró
bert Wessman.
Róbert getur, eftir atvikum, hagn
ast á því að selja þessa verksmiðju
þar sem kaupandinn mun verða
með traustan langtímaleigusamn
ing við samheitalyfjafyrirtæki.
Slíkur leigusamningur
er verðmætur og hús
sem á hvílir slíkur
leigusamningur er
mjög verðmætt. Á
þessu getur Ró
bert Wessman
hagnast.
Ekkert liggur
um hagnað
Að lokum skal
samt tekið fram
að ekkert liggur fyr
ir um sölu hússins
og að eignarhald
Róberts á
því er
tímabundið. Eins og segir í svari
Alvogen: „Það sem okkur finnst skipta
mestu máli í þessu máli er að þessi
tímabundna ráðstöfun, þ.e. að Fast
eignafélagið Sæmundur byggi húsið
er einungis til þess að hraða byggingu
hússins. Eins og til stóð er stefnt að
því að húsið verði rekið af sérhæfð
um fasteignafélögum og að Alvo tech
leigi húsið. Sami eigandi er síð
an að Fasteignafélaginu Sæ
mundi og Alvotech og
mikilvægt að halda því til
haga. Eins langar mig að
minna á að endanleg
ur byggingarkostnað
ur liggur ekki fyrir enda
rúmlega eitt ár eftir af
framkvæmdum. Ekk
ert liggur því fyrir um
hvort hagnaður eða tap
verði til vegna verkefnis
ins sem myndi alltaf bók
ast hjá Fasteignafélaginu
Sæmundi.“ n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is „Róbert er
eigandi
fasteignafélagsins
Kostnaður liggur ekki fyrir
Kostnaðurinn við byggingu verksmiðj-
unnar liggur ekki fyrir en hagnaðurinn,
eða tapið á henni, mun lenda hjá félagi
Róberts Wessman.
Lóð frá Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg vissi að Alvogen
myndi ekki eiga lyfjaverksmiðj-
una en ekki lá fyrir að Róbert
Wessman myndi sjálfur eiga hana.
Mynd SIGtRyGGuR ARI
Engin sala á
rafbílum 2015?
„Ef ekki verður framlenging á
niðurfellingu virðisaukaskatts
á rafbílum þá verður engin raf
bílasala á næsta ári,“ hefur Við
skiptablaðið eftir Özuri Lárussyni,
framkvæmdastjóra Bílgreinasam
bandsins.
Enginn virðisaukaskattur hefur
að undanförnu verið innheimtur
af rafbílum og þá hafa vörugjöld
einnig engin verið. Þetta hefur ver
ið gert til þess að halda niðri verði
á bílunum. Engin staðfesting hef
ur komið frá stjórnvöldum um að
þetta verði áfram gert. Özur segir
að um sé að ræða kjaftshögg fyr
ir greinina og öll uppbygging sé
komin í biðstöðu. Verði vaskur
innheimtur af rafbílum verði þeir
dýrari en bensín og dísilknúnir
bílar. Þá muni fólk hætta að kaupa
rafbíla. Skráðir eru tæplega 500
rafbílar á Íslandi í dag.
Leiði til
„eiturlyfjasölu“
Sæmundur Kristján Sigurlaugs
son, framkvæmdastjóri Hreyfils,
telur hættu á að leigubílar gætu
orðið kjörinn vettvangur til að
stunda „eiturlyfjasölu“ og „alls
konar glæpamennsku“ ef fyrir
tækin sem fyrir eru á markaði fá
samkeppni frá nýsköpunarfyrir
tækinu Uber. Þetta má ráða af frétt
Viðskiptablaðsins þar sem vitnað
er óbeint til orða Sæmundar.
Uber hefur safnað nægi
lega mörgum undirskriftum til
að markaðssetja þjónustu sína í
Reykjavík. Þjónustan byggir á for
riti í snjallsíma sem vísar notand
anum að næsta lausa bílstjóra og
gefur upp hversu langt er í hann.
Greiðsla fer svo fram í gegnum
appið, en fyrirtækið hefur starf
semi í 250 borgum og 50 löndum.
Viðskiptablaðið rifjar upp að
OECD og Samkeppniseftirlitið
leggist harðlega gegn núverandi
fyrirkomulagi lögbundinna að
gangshindrana á leigubílamarkað.
Viðskiptablaðið segir að eigendur
íslenskra leigubílastöðva telji að
þessar stofnanir gangi erinda pen
ingaafla í samfélaginu.