Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015
Fréttir
Gul blóm hafa lengi verið tengd
páskum og flestum þykir sjálfsagt
að skreyta heimilið með blómum
á þeim árstíma. Fyrir nokkrum
árum voru afskornar páskaliljur
vinsælastar en í dag er nóg að
blómin séu gul til að teljast
páskablóm.
Ekki eru til neinar opinberar tölur
um sölu á blómum fyrir páska en
gróft áætlað eru ræktaðir hátt á þriðja
hundrað þúsund afskornir túlípanar og
páskaliljur, um 50 þúsund tete a tete
páskaliljur og 50 þúsund pottakrísar
fyrir þessa páska. Markaðurinn fyrir
páskablóm er því talsverður.
Gul blóm vinsæl
Einn söluaðili sagði að Íslendingar
væru afskaplega gulir um páskana
og að plöntur eins og begóníur,
ástareldur og pottakrísi seldust vel
fyrir páska svo lengi sem blómin
væru gul. Forsytíugreinar seljast
einnig vel enda blómin á þeim gul.
Vinsældir blárra og hvítra muskarí-
og perluliljulauka í pottum hafa færst
í vöxt. Afskornir gulir eða gulleitir
túlípanar seljast einnig vel og fer sala
þeirra vaxandi milli ára. Aðrir kjósa
að sækja sér birkigrein til að setja
í vatn og láta laufgast um páskana.
Framleiðsla á algengustu páska-
blómunum er að mestu innlend en
auk hennar eru fluttar inn pottaplöntur
og greinar.
Salan mismunandi milli ára
Sigríður Edda Jóhannesdóttir, annar
eigandi Ártanga í Grímsnesi, segir
að þar séu ræktaðir bæði túlípanar
og páskaliljur fyrir páska. „Við
framleiðum aðallega túlípana í
mörgum litum og seljum afskorna í
búntum og litlar páskaliljur í pottum
sem kallast tete. Undanfarin ár
hefur framleiðslan hjá okkur verið
í kringum fimm þúsund búnt af
afskornum túlípönum og tíu þúsund
pottar af tete.“
Sigríður segir sölu á blómum fyrir
páska afskaplega sveiflukennda og
fara eftir veðri og hvenær páskarnir
eru.
Gulur pottakrísi tekur við af
páskaliljum
„Fyrir páska framleiðum við
aðallega afskorna túlípana,
tete páskaliljur og pottakrísa,“
segir Hreinn Kristófersson
hjá Gróðrarstöð Ingibjargar í
Hveragerði. „Gul blóm eru alltaf
vinsæl um páskana og yfir 80% af
túlípönunum sem við framleiðum
eru gulir, gulleitir eða hvítir. Við
framleiðum líka nokkur hundruð
gular begóníur og smáræði af
bláum og hvítum muskarí- og
perluliljulaukum“
Hreinn segir að fyrir þessa páska
framleiði Gróðrarstöð Ingibjargar
um 50 þúsund túlípana og milli
fimm og sex þúsund tete páskaliljur
og krísa í pottum. „Vinsældir krísa
hafa verið að aukast vegna þess
að hann stendur mun lengur en
páskaliljulaukarnir.“ /VH
Íslendingar gulir um páskana:
Gul blóm seljast vel fyrir páska
Skýrsla Samkeppniseftirlitsins:
Óútskýrður verðmismunur
Í nýrri skýrslu Samkeppnis-
eftirlitsins segir að óútskýrður
verðmismunur frá birgjum hafi
áhrif á samkeppnismöguleika
nýrra og smærri verslana á
markaði. Nauðsynlegt sé að
birgjar jafni kjör verslana.
Í skýrslunni kemur fram að
nokkrir nýir keppinautar hafa náð
að hasla sér völl á smásölumarkaði
fyrir dagvörur á síðastliðnum 3
til 4 árum. Má þar helst nefna að
verslanakeðjan 10–11 var seld frá
Högum árið 2011 til ótengds aðila
sem síðan þá hefur styrkt þá keðju og
rekur nú til viðbótar þrjár verslanir
undir merkjum Iceland. Þá má nefna
Kost sem rekur verslun í Kópavogi
og Víði sem rekur þrjár verslanir á
höfuðborgarsvæðinu.
Mikill viðsnúningur
Ljóst er að þessi þróun, þ.e. innkoma
nýrra aðila á markaðinn undanfarin
misseri, er mikill viðsnúningur frá
þeirri þróun sem hafði varað í rúman
áratug á undan (1999–2011) þegar
markaðurinn einkenndist af aukinni
samþjöppun stærstu aðilanna á
markaðnum og þá einkum Haga sem
að jafnaði jók hlutdeild sína um 2%
ár frá ári. Þessi þróun undanfarin ár
er vísbending um aukna samkeppni
og fjölbreytni sem er almenningi til
hagsbóta.
Að mati Samkeppniseftirlitsins
eru þó talsverðar hindranir á
markaðnum sem gera þessum
nýju aðilum erfitt að stækka og
auka hlutdeild sína enn frekar
og eflast í samkeppni við t.d.
lágvöruverðsverslanir Bónuss og
Krónunnar. Ljóst er að verslanir
eins og Iceland, Víðir, Kostur,
Fjarðarkaup og jafnvel fleiri
verslanir hafa í kynningum og
auglýsingum lagt áherslu á lágt
verð (ýmis tilboð) á einstaka vörum.
Þessar verslanir verða þó tæplega
flokkaðar sem lágvöruverðsverslanir
sem eru með breitt úrval dagvöru á
lágu verði hverju sinni eins og t.d.
Bónus og Krónan, sbr. umfjöllun hér
að framan.
Bónus hætt að mæta lægstu
verðunum
Hvað sem því líður er það
mat Samkeppniseftirlitsins að
verslanirnar hafi sýnt í verki vilja til
þess að veita lágvöruverðsverslunum
verðuga samkeppni og jafnvel náð
nokkrum árangri með aukinni
markaðshlutdeild enda verðstefna
Bónuss um að mæta öllum tilboðum
keppinauta með undirboðum ekki
lengur fyrir hendi. Ef umræddar
verslanir (og hugsanlega fleiri
keppinautar) eiga að hafa raunhæfa
möguleika á að hasla sér völl á
lágvörumarkaði fyrir dagvörur
er nauðsynlegt að birgjar jafni
kjör verslana nema þeir geti sýnt
fram á að hlutlægar ástæður
réttlæti mismunandi kjör. Að mati
Samkeppniseftirlitsins er mikið
verk óunnið í þessu sambandi. Er
því brýnt að birgjar taki kjör sín
til endurskoðunar og tryggi með
hliðsjón af umfangi viðskipta að
verslanasamstæður/verslanakeðjur
og einstakar verslana (ef um
dreifingu beint til verslana er að
ræða) njóti sambærilegra kjara ef um
sams konar viðskipti er að ræða. /VH
Klæðning fauk í þó nokkrum
mæli af vegum í óveðrinu sem gekk
yfir landið á dögunum og skapaði
hættu. Unnið hefur verið að því að
merkja þá staði sem verst urðu úti
en ljóst að þó nokkurn tíma tekur
að koma slitlagi á veginn á ný. Það
verður gert um leið og færi gefst með
vorinu að því er fram kemur á vef
Vegagerðarinnar.
Skemmdir urðu m.a. á Suður-
svæði, annars vegar við Borg
í Grímsnesi og hins vegar við
Óseyrarbrú. Einnig fauk klæðing
af innri öxl vinstri kants á
Reykjanesbraut á tveimur stöðum.
Skemmdir urðu á vegi í Brynjudal
og í Hvalfjarðarbotni, einnig fauk
klæðing af kafla á Eyrarfellsvegi við
brú í Miðdal og skemmdir urðu á
Þingvallavegi nálægt Grafningsvegi.
Á Norðursvæði hafa orðið
töluverðar skemmdir á slitlögum
í Skagafirði. Verulegar skemmdir
urðu á Siglufjarðarvegi við Stafá,
síðan bættist við einn blettur í
Sléttuhlíð rétt sunnan við Keldur
og annar á Sauðárkróksbraut við
flugvöllinn. Á Norðausturvegi við
gamla Öxarfjarðarheiðarveginn á
Leirtjarnarhálsi urðu skemmdir á
um 70 fermetra kafla. Smávægilegar
skemmdir urðu á klæðningum í
Húnavatnssýslum. /MÞÞ
Skemmdir á vegklæðingu
víða um land
Að mati Samkeppniseftirlitsins eru enn talsverðar hindranir á markaðnum
www.VBL.is
REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is
DRIFSKÖFT OG
DRIFSKAFTAEFNI
GOTT ÚRVAL Í BOÐI
ÖRYGGISHLÍFAR Á
MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI
REYKJAVÍK
Krókháls 5F
110 Reykjavík
Sími: 414-0000
AKUREYRI
Baldursnes 2
603 Akureyri
Sími: 464-8600
HÆGT ER AÐ KAUPA STAKA HLUTI Í DRIFSKAFTAHLÍFAR
ERU ÖRYGGISMÁLIN Í LAGI?
Viðskiptahöft gegn Rússum orsaka vanda í Evrópu:
Lokun Rússlandsmarkaðar veldur
verðfalli á dönskum afurðum
Danska bankakerfið er nú farið
að finna hitann af þeim vanda
sem skapast hefur vegna banns
ESB á sölu landbúnaðarafurða
til Rússa. Er þetta farið að valda
vandræðum hjá þeim sjóðum
sem fjárfest hafa í dönskum
landbúnaði.
Á árinu 2012 fluttu Danir út
vörur til Rússlands að verðmæti
1,6 milljörðum evra. Um 25% af
því voru landbúnaðarafurðir að því
er fram kemur á vefsíðu CityWire.
Nú er sá markaður algjörlega
lokaður og danskir bændur verða
að finna aðra markaði fyrir afurðir
sínar. Hefur þetta valdið verðfalli
á framleiðsluvörum og er þegar
farið að hafa mjög slæm áhrif
m.a. á landbúnað í Danmörku,
í norðurhéruðum Svíþjóðar og
Finnlands.
Fjárfestingasjóðir hafa verið
neyddir til að losa sig við bréf
tengd landbúnaði til að lækka
ekki í mati matsfyrirtækjanna. Eru
danskir bankar sagðir farnir að
tapa drjúgt vegna ástandsins. Þá
er ljóst að viðskiptabannið kann
að vera að koma í bakið á ESB-
löndunum og gæti haft langvarandi
áhrif á landbúnað í þeim löndum.
Ljósasta vísbendingin um það er
að Rússar keppast nú við að styrkja
fæðuöryggi sitt og vinna að því
öllum árum að rússneska þjóðin
verði óháð öðrum ríkjum með mat.
Samkvæmt frétt á vef City
Wire 6. mars eru danskir bændur
að verða fyrir miklum skaða
vegna viðskiptabannsins. Verð á
kjöti og mjólk hefur lækkað mjög
á mörkuðum, en landbúnaður
í Danmörku er hlutfallslega
mun mikilvægari fyrir afkomu
ríkisins en landbúnaður á
hinum Norðurlöndunum. Í því
sambandi má nefna gríðarlegan
útflutning Dana á svínakjöti og
á grísum til áframeldis, einkum
í Póllandi, sem keppir svo við
landbúnaðarframleiðslu Svía og
Finna. Danski landbúnaðarklasinn
og matvælaiðnaðurinn er ein
öflugasta atvinnugreinin í landinu
og framleiðir fæðu fyrir um 15
milljónir manna. Það er nærri
þrefalt meira en Danir þurfa sjálfir
en þeir voru rúmlega 5,6 milljónir
talsins nú í janúar. /HKr.