Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Auk þess að framleiða sportbíla, sem varla eru á færi annarra en margmilljónamæringa að eignast, framleiddi Porsche á tímabili dráttar- vélar. Ríflega 20 slíkar voru fluttar til Íslands skömmu eftir 1950. Þrátt fyrir að fyrstu Porsche-traktorarnir væru hannaðir af stofnanda fyrirtækisins og héldu nafni þess í mörg ár framleiddi Porsche traktora eingöngu í stuttan tíma. Porsche hannaði einnig fjórhjóladrifinn fallbyssutraktor fyrir Austro- Daimler í heimsstyrjöldinni fyrri. Vélin aftan við ökumannssætið Hugmyndin að framleiðslu Porsche-dráttarvéla varð til á seinni hluta þriðja áratugar síðustu aldar samhliða hugmyndinni um framleiðslu á Wolkswagen, bíl fólksins. Nokkrar dráttarvélar voru framleiddar áður en seinni heimsstyrjöldin braust út en framleiðslan stöðvaðist í stríðinu. Fyrstu Porsche-traktorarnir voru óvenjulegir að því leyti að vélin var aftan við ökumannssætið og eins konar geymslurými að framan. Volksschlepper Vinna við nýja Porsche- dráttarvélar, sem fékk vinnuheitið Volksschlepper, eða dráttarvél fólksins, hófst strax í lok heims- styrjaldarinnar seinni. Þegar vélin kom á markað var búið að endurbæta fyrri hönnun talsvert. Vélin var tveggja strokka, gekk fyrir dísilolíu, loftkæld og búið að færa hana fram fyrir ökumannsætið og setja húdd yfir hana. Einkennislitur Porsche- dráttarvéla var frá upphafi rauður eða appelsínugulur til að vera mest áberandi. Allgaier kaupir framleiðsluréttinn Nokkrum árum eftir að nýja Porsche-dráttarvélin kom á markað keypti fyrirtækið Allgaier framleiðsluréttinn. Allgaier þekkti vel til verka á sviði vélasmíði og sölu og á árabilinu 1946 til 1957 seldust ríflega 25.000 Porsche- traktorar. Mannesmann-samsteypan keypti framleiðsluréttinn á dráttarvélum árið 1957. Á þeim tíma voru framleiddar nokkrar stærðir Porsche- traktora með eins til fjögurra strokka vélar frá 14 og upp í 50 hestöfl. Framleiðslu á Porsche- traktorum var hætt árið 1964 þegar dráttarvélaframleiðsla Mannesmanns var tekin yfir af Renault. Porsche-dráttarvélar á Íslandi Ríflega 20 Porsche-dráttarvélar voru fluttar til Íslands skömmu eftir 1950. Eina slíka er að finna á Búvélasafninu að Grund í Reykhólahreppi. Vélin er árgerð 1956 af gerðinni Porsche A 111 og 12 hestöfl. Unnsteinn Ólafsson, einn af aðstandendum safnsins, segir að vélin hafi verið keypt ný frá Þýskalandi að Munaðarnesi í Borgarfirði og notuð við almenn bústörf. „Upphaflegur eigandi traktorsins hét Magnús Einarsson en síðar eignaðist Katrín, dóttir hans, vélina og við fengum hana frá henni.“ Unnsteinn segir að hann og bróðir hans, Guðmundur, hafi rekist á traktorinn fyrir hendingu þegar þeir voru á keyrslu. „Við sáu vélina í haug fyrir utan veg og fórum að skoða hana og vissum ekki í fyrstu af hvað tegund hún var. Eftir smá eftirgrennslan komust við að því að það átti að farga vélinni en Katrín gaf okkur leyfi til að hirða hana.“ Í dag er vélin uppgerð og gangfær og einn af sýningar- gripum Búvélasafnsins á Grund í Reykhólahreppi. Porsche – dráttarvél fólksins Utan úr heimi Tvö tré í Kaliforníu hafa verið talsvert í fréttum vestra undanfarið. Líta má á trén sem lífrænar minjar sem tengjast rokktónlist. Annað tréð sést vel á umslagi plötunnar, The Joshua Tree með U2, en hitt var gróðursett í minningu um George Harrison. Búið er að skipta út tré sem gróðursett var til minningar um Bítilinn George Harrison. Um er að ræða furu frá Kanaríeyjum í Griffith- almenningsgarðinum í Los Angeles sem drapst eftir að bjöllur tóku sér bólfestu í trénu og átu það innan frá. Hitt tréð sem um ræðir stendur í eyðimörk utan við Los Angeles og er áberandi á umslagi plötunnar The Joshua Tree með hljómsveitinni U2. Aðdáendur hljómsveitarinnar hafa frá því platan kom út haft að leik að leita tréð uppi og berja það augum. Fyrir skömmu gekk einn aðdáandinn skrefi lengra og heimsótti tréð með öxi í farteskinu og hjó stór sár í stofninn og greinar þess. Auk þess sem höggnir voru af trénu stórir hlutar og fjarlægðir. / VH Lífrænar tónminjar: Skemmdarverk unnin á U2-trénu Rússar stefna nú að stóraukinni lambakjöts framleiðslu á Krím- skaga, á fyrrum landsvæði Úkraínu sem innlimað hefur verið í Rússland. Í grein sem Vladislav Vorotnikov ritar á vefsíðu Global Meat þann 17. mars, kemur fram að Rússar hugsa stórt í sauðfjárgeiranum. Hugmyndin er að mynda stóran klasa með býlum sem rækta munu sjaldgæfar sauðfjártegundir til kjötframleiðslu. Er það liður í áætlun um að efla landbúnað á Krímskaga að því er haft er eftir yfirvöldum á svæðinu. Fimmfalda sauðfjárstofninn Ráðgert er að fimmfalda sauðfjár- stofninn á svæðinu frá því sem nú er, eða úr um 200 þúsund í 1 milljón kinda. Það mun vera svipuð stofnstærð og var á svæðinu á tímum Sovétríkjanna sálugu. Samhliða fjölgun í stofninum er áætlað að byggja upp nauðsynlega innviði til framleiðslu á kjöti. Er talið að það eina sem geti komið í veg fyrir að þessar áætlanir verði að veruleika er skortur á drykkjarvatni á Krímskaga. Vitnað er í Nokolay Demchenko, prófessor við rússnesku rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Hann segir m.a. að sauðfjárrækt lofi góðu á Krímskaga þar sem steppurnar gefi af sér góða fæðu fyrir féð. Áætlunin miðast við að nota Tcigajskih-kyn til að stækka stofninn, en þetta fjárkyn hefur aðlagast aðstæðum á svæðinu um margra áratuga skeið. Meðalvigt á kind af þessum stofni í dag er um 38 kg, en meðalvigtin var aðeins 26 kg á Sovéttímanum. Gert er ráð fyrir að sauðfjárræktin verði einkum stunduð á norðanverðum Krímskaga þar sem mikið beitarland er fyrir hendi. Um er að ræða 425.000 hektara sem lagðir yrðu undir ræktunina. Reiknað er með að kostnaðurinn við uppbyggingu stofns og innviða muni nema um 8 milljörðum rúblum eða sem svarar um 120 milljónum dollara. Það samsvarar nærri 17 milljörðum íslenskra króna. 17–20 þúsund tonn af lambakjöti „Við áætlum að geta framleitt um 17.000 til 20.000 tonn af hágæða lambakjöti á ári og um 2.200 tonn af ull,“ segir Nokolay Demchenko í viðtali við Vorotnikov. Ráðuneyti efnahagsþróunarmála í Rússlandi hefur þegar boðið hugsanlegum fjárfestum að borðinu á þeim grunni að um einkarekna starfsemi verði að ræða. Þá hefur rannsóknarstofnun landbúnaðarins á Krímskaga þegar hafið undirbúning að þróun ræktunar á Tcigajskih- stofninum á Krasnoperekopsk- svæðinu á Krím. Áætlað er að hægt verði að hefjast handa fyrir alvöru innan tíðar. Mikill skortur á vatni Eins og áður sagði er skortur á fersku drykkjarvatni vandamál á skaganum. Yfirvöld á Krím lokuðu opinberlega svonefndum Norður- Krím-skurði á síðasta ári en um þessa vatnsveitu hafði áður komið um 85% af vatninu sem veitt var inn á svæðið. Rússneskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að finna aðrar leiðir til vatnsöflunar sem gætu komið í stað skurðarins. Ef það tekst ekki gæti það að mati sérfræðinga leitt til vistfræðilegra hörmunga á Krímskaga, jafnvel um mitt ár 2015. Fyrr á þessu ári var haft eftir Sergey Donskoy, ráðherra umhverfismála og náttúruauðlinda í Rússlandi, að ef ekki tækist að útvega vatn til að veita um Norður-Krím-skurðinn, þá yrði ómögulegt að byggja upp landbúnað á svæðinu. /HKr. Rússar hyggjast fimmfalda sauðfjárrækt á Krímskaga − Eini gallinn í áformunum er yfirvofandi mikill vatnsskortur á svæðinu Innlimun Krímskagans inn í Rússland leggur þær skyldur á herðar Rússum að geta brauðfætt fólkið sem þar býr. Tréð góða á plötuumslagi U2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.