Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 og elstu skráðar heimildir um sykurframleiðslu eru í texta sem kallast Pali og er á tungumálinu sanskrít. Einnig eru heimildir um að Kínverjar hafi hafið sykurframleiðslu löngu fyrir upphaf okkar tímatals. Á 6. öld fyrir Krist hófst verslun, í smáum stíl, með sykur frá Indlandi um Persíu til Grikklands. Í fyrstu var sykurreyr hjúpaður talsverðri leynd og talað um stöngla sem framleiddu hunang án býflugna enda var hunang þekkt sætuefni í Evrópu. Sykur var kallað hvítt salt og salt frá Indlandi. Verð á sykri var gríðarhátt í fyrstu og reyndar allt fram á 18. öld og ekki á færi nema aðalsmanna og ríkra að neyta þess. Úlfaldalesti araba áttu einnig sinn þátt í flutningum á sykurreyr frá Indlandi og til landanna við Miðjarðarhaf. Á 10. öld var svo komið að hann var ræktaður í einhverjum mæli alls staðar þar sem slíkt var hægt á því svæði. Kaupmenn í Feneyjum voru búnir að koma sér upp sérstakri vörugeymslu fyrir sykur árið 966 og stjórnuðu þeir sykurmarkaðinum í Evrópu um langan tíma. Sykur var þekkt verslunarvara í Skandinavíu á seinnihluta 14. aldar. Sykurreyr var ein af fyrstu plöntunum sem Evrópumenn fluttu með sér til eyja Karíbahafsins. Eftir að ræktun á sykurreyr fluttist þangað og til Suður-Ameríku óx framleiðslan hratt og verð á sykri lækkaði enda ódýrt að framleiða það þar sem þrælar sáu um vinnuna. Romm, skreið og þrælar Sykur varð snemma ein af þeim vörum sem voru hluti af verslunarþríhyrningi, Trafalgar- þríhyrningnum, sem lá frá Evrópu til Afríku og þaðan til nýja heimsins og svo aftur til Evrópu. Sykur eða romm var flutt frá Suður-Ameríku til Evrópu og selt þar. Gróðinn af romm- og sykursölunni var notaður til að kaupa, byssur, salt, vefnaðarvöru í Evrópu og skreið frá Íslandi sem voru eftirsóttar vörur í Vestur-Afríku og seldar þar. Í Vestur- Afríku voru keyptir þrælar sem fluttir voru vestur um haf og seldir sykur- og bómullarplantekrueigendum þar. Og romm og sykur aftur keypt og flutt til Evrópu. Sagan segir að rytminn í söng þrælanna á sykurökrunum hafi verið mun ákafari og hraðari en þeirra sem strituðu við bómull og tóbaksrækt. Auk þess sem líftími sykurþrælanna var mun styttri en við annars konar plantekruþrældóm. Eftir að þrælahald var bannað hófst leit að ódýru vinnuafli til að halda ræktuninni áfram. Bretar fundu þetta vinnuafl í Kína og á Indlandi og fluttu um 60 þúsund manns þaðan til Ástralíu. Fólkinu var lofað betra lífi í skiptum fyrir að skrifa undir samning um að vinna á sykurreyrsökrum í nokkur ár á lágmarkslaunum. Með því að skrifa undir saminginn var fólkið í raun að samningsbinda sig í þrælavinnu til margra ára. Ræktun Í ræktun er sykurreyr viðkvæmur fyrir veðrabreytingum, hann er kröfuharður á vatn, næringarefni og jarðveg þrátt fyrir að vaxa vel í mismunandi gerðum jarðvegs. Jarðvegsþreyta er algeng þar sem sykurreyr er ræktaður mörg ár í röð enda vex hann hratt. Hann hreinlega mergsýgur alla næringu úr jarðveginum á stuttum tíma alveg eins og vampírurnar í bíómyndunum sem sjúga allt blóðið úr fórnarlömbum sínum. Uppskera á hektara er breytileg milli ræktunarsvæða og getur verið frá 30 og upp í 180 tonn á hektara yfir ræktunartímann sem er frá 12 og upp í 22 mánuði. Kjörlendi sykurreyrs er frá sirka Suður-Spáni og til odda Suður- Afríku eðe á milli 37° norðlægrar og 30°suðlægrar breiddar. Kjörhitastig plöntunnar er á bilinu 20 til 35 gráður á selsíus og hún þarf að lágmarki 600 millimetra af úrkomu á ári, 2000 til 2300 millimetrar þykja hæfilegir yfir vaxtartímann, auk þess sem plantan þrífst best við háan lofthita. Þrátt fyrir að vera frekur á vatn kýs sykurreyr vel framræstan og loftríkan jarðveg. Sykurreyr drepst þegar lofthiti fer að nálgast frostmark. Við góðar aðstæður er sykurreyr gríðarlega mikilvirkur í að breyta sólarljósi og steinefnum í lífrænt efni og hreinlega hægt að horfa á plöntuna vaxa og getur plantan framleitt allt að 280 tonn af sykri á hektara á ári þar sem skilyrði eru best. Sykurreyr myndar auðveldlega fræ en er samt sem áður aðallega ræktaður upp af græðlingum og þannig tryggt að einungis uppskerumestu plönturnar séu í ræktun. Víðast hvar í heiminum er græðlingum plantað með höndum en í iðnvæddum ríkjum og stórræktun er það gert með þar til gerðum vélum. Hægt er að fá uppskeru af sömu plöntu nokkur ár í röð þar sem rótin sendir upp nýja stöngla jafnóðum og eldri stönglar eru skornir af til vinnslu. Eins og fyrr segir gerir jarðvegsþreyta vart við sig sé sykurreyr ræktaður endurtekið á sama stað í mörg ár en sá árafjöldi er frá tveimur og upp í tíu ár eftir ræktunaraðferðum og kröfum um uppskeru. Uppskera á sykurreyr er víða unnin með höndum en í stórræktun er hún að mestu vélvædd. Reyrbjöllur geta valdið talsverðum skaða við ræktun á sykurreyr en bjöllurnar lifa í jarðvegi og leggjast á rætur plöntunnar. Fiðrildalirfur, laufétandi maurar og ýmsar tegundir termíta eru einnig sólgin í sykurreyr. Auk þess sem margar tegundir rotsveppa leggjast á rætur, rótarháls, stöngul og blöð hans. Minna ber á sjúkdómum og meindýrum þar sem ræktun er takmörkuð en í stórræktun er algengast að bregðast við svona árásum með efnahernaði og beita skordýra- og sveppaeitri. Hrásykur og hvítur sykur Eftir að sykurreyr er skorinn er unninn úr honum hrásykur sem síðar er unninn áfram, hvítaður með hreinsiefnum og þurrkaður í hvítan, kristallaðan sykur eins og við þekkjum hann. Sykur geymist vel sé hann geymdur þurr. Næringar- og fituinnihald sykurs er ekkert en í 100 grömmum af hvítum sykri eru um 390 kalóríur. Sykur er því eingöngu orkugjafi. Sykurþræll endar sem verslunarstjóri á Djúpavogi Í bókinn Hans Jónatan - Maðurinn sem stal sjálfum sér og kom út fyrir síðustu jól rekur Gísli Pálsson á skemmtilegan og fróðlegan hátt óvænt tengsl Íslendinga við ræktun sykurreyrs og þrælahalds á danskri nýlendu í Karíbahafi í lok 18. aldar. Í sögunni segir frá því hvernig þeldökkur maður og þræll frá Jómfrúareyjum endar á Íslandi árið 1802. Gerist bóndi, kvænist, eignast börn og endar sem verslunarstjóri á Djúpavogi. /VH Um 80% af öllum sykri sem framleiddur er í heiminum er unninn úr sykurreyr. Mismikið unninn sykur. að framleiða það þar sem þrælar sáu um vinnuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.