Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 48

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Við kaupum jörðina árið 2001 af foreldrum Ástu sem höfðu búið hér og byggt upp öflugt kúabú. Síðan við keyptum jörðina höfum við smám saman stækkað búið, ræktað töluvert land og fjölgað kúnum, bætt alla vinnuaðstöðu til muna. Árið 2004 breyttum við fjósinu í lausagöngufjós og 2007 tókum við inn einn Lely mjaltaþjón og svo núna sumarið 2014 tókum við inn tvo nýja Lely mjaltaþjóna og stækkuðum fjósið svo að núna rúmar það rúmlega 100 kýr. Býli: Hranastaðir. Staðsett í sveit: Eyjafjarðarsveit. Ábúendur: Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Arnar Árnason og börnin okkar þrjú, Kristjana Líf Arnarsdóttir, 18 ára, Elmar Blær Arnarsson, 16 ára og Þórdís Birta Arnarsdóttir, 13 ára. Tveir hundar, þeir Flassi og Kútur, fjósakettirnir Mjallhvít og Mjallhvít og heimiliskötturinn Sunna. Stærð jarðar? Túnin á Hranastöðum eru um 100 ha en jörðin sjálf er guð má vita hvað stór! Gerð bús? Kúabúskapur. Fjöldi búfjár og tegundir? Á bænum eru um 100 mjólkandi kýr og kvígur í uppeldi, samtals um 170 stykki. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hefðbundinn vinnudagur hefst á venjulegum gegningum, alltaf finnur maður svo eitthvað til dundurs á milli mála en vinnudeginum telst lokið þegar kvöldfjósverk eru frá. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru góðir heyskapardagar, þegar mikið næst í plast rétt fyrir rigningu en leiðinlegustu störfin felast klárlega í því að handtína grjót úr flagi í roki. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Næstu fimm árin munum við nota til að lenda þessari nýjustu stækkun á búinu, innrétta hús fyrir geldneyti og stunda almennt viðhald á húsum og ræktun sem hefur fengið að sitja svolítið á hakanum undanfarið. Þannig að eftir fimm ár verður vonandi hér 110 kúa bú í blómlegum rekstri. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmálin eru á margan hátt í góðum málum og gott þegar öflugt fólk vill gefa sér tíma til að sinna sameiginlegum málum okkar bænda. En við verðum að gæta okkar á því að skammast okkar ekki fyrir að vera bændur og við eigum ekki að þurfa að réttlæta tilveru okkar fyrir neinum, maður á að vera stoltur af því að vera bóndi og framleiða gæða matvæli ofan í landann. Við eigum að standa á því fastar en fótunum að sækja sjálfsagðar kjarabætur þegar það á við. Við eigum t.d. ekki að vera eina stétt landsins sem sættir sig við kjararýrnun núna þegar aðrar vinnandi stéttir semja um tugprósenta launahækkanir! Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Í íslenskum landbúnaði eru ótal tækifæri sem við berum vonandi gæfu til að nýta okkur í framtíðinni. Margt er þó í okkar umhverfi afar óljóst um þessar mundir. Við höfum alltaf verið og munum sennilega vera áfram afar háð stjórnvaldsaðgerðum eins og reyndar landbúnaður um allan heim. Fyrir íslenska bændur skiptir það miklu máli að skilningur sé á mikilvægi eigin matvælaframleiðslu og að okkur sé á hverjum tíma gert kleift að keppa á jafnréttisgrunni við framleiðslu annarra landa, eigum við þá við t.d. aðbúnaðarreglur, tollvernd o.þ.h. Gangi þetta eftir getur íslenskur landbúnaður staðist alla heilbrigða samkeppni. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Núna geta kúabændur framleitt eins mikla mjólk og þeir ráða við, í því felast vissulega tækifæri! Styrkur okkar kemur alltaf til með að byggjast á þeirri sérstöðu sem staðsetning landsins færir okkur sem og sérstaða sú sem felst í kúakyninu okkar. Tækifæri til útflutnings búvara hafa verið að myndast á síðastliðnum árum og þar verðum við að stefna á dýra markaði þar sem við nýtum okkur áðurnefnda sérstöðu. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, Ab-mjólk, lýsi og bláberjasulta er alltaf til í ísskápnum. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælasti maturinn á heimilinu er klárlega nautasteik og franskar. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast atvikið er án efa þegar við hleyptum kúnum í lausagöngufjósið eftir langa vinnutörn þann 12. september 2004. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Spennandi kryddblöndur á kjöt og fisk Það er hægt að nota kryddblöndur á ýmsan mat, bæði fisk og kjöt. Við förum í sælkeraferðalag til suðurríkja Bandaríkjanna þar sem kryddblöndurnar ráða ríkjum, hitum pönnuna eða grillið og njótum íslenska hráefnisins. En við byrjum á kjarngóðum morgunverði sem hægt er að eiga í frystikistunni þegar tíminn er naumur á morgnana. Eggjamuffins Skemmtilegur og auðveldur morgnuverður sem auðvelt er að borða á hlaupum, áður en farið er í fjós eða til annarra morgunverka. Það er óhætt að frysta bollakökurnar og stinga í örbylgjuofn þegar á að borða. › 2–5 egg. Má nota minna af eggja- rauðum og fleiri eggjahvítur ef vill. › Ögn af ferskmöluðum pipar (val frjálst) › 1–2 bitar af osti að eigin vali › Laukbiti › Hakkað grænmeti eins og spergilkál, paprika, smjörsteiktur kúrbítur eða sveppir. › Skinka eða aðrir litlir kjötbitar Aðferð Hitið ofninn í 150 °C. Smyrjið formin með ögn af smjöri eða ólífuolíu. Í botn muffinsformsins er bætt kjöti eða grænmeti. Ostur fer með og fínsaxaður laukurinn. Muffinsbollinn má ekki vera nema 2/3 fullur, með nóg pláss til að hella hrærðu egginu í. Brjótið egg í skál kryddið með pipar (ef þú notar) og sláið vel saman. Hellið eggi í hvert muffinsform þar til það er 3/4 fullt. Bakið í 25–35 mínútur þar til bollakökurnar hafa hækkað og eru örlítið brúnar og stífar viðkomu. Eggjamuffins geymist í meira en viku í kæli. Hægt að setja í örbylgjuofn í um 45 sekúndur til að hita upp og borða á hlaupum. Framreitt með steiktu beikoni eða skinku. Fiskur með Rub-rub kryddblöndu › 4 stk. x 200 g hvít fiskflök, (u.þ.b. 2 cm þykk) roð eða roðlaus, skorin í bita og beinhreinsuð › 1 sítróna Fyrir nudd-kryddblöndu (rub): › 4 greinar af ferskum tímían › 4 greinar af ferskum oregano, má nota þurrkuð krydd › 2 hvítlauksgeirar, skrældir › 2 tsk. af reyktu paprikudufti › 1 tsk. cayenne pipar › 1 tsk. salt › 1 stig teskeið af svörtum pipar › 2 matskeiðar ólífuolía › 1 sítróna Í grundvallaratriðum er það djarft að nudda sterku kryddi á bragðlítinn fisk og kjöt. Kryddið jafnvel hálfbrennur, þegar það eldast, þökk sé paprikunni og hvítlauknum. En kryddin mildast og verða skemmtilega bragðgóð með smá tilfæringum. Til að gera nudd-blönduna (rub): Merjið ferskar kryddjurtir og hvítlauk í morteli eða í matvinnsluvél. Blandið í kryddi, salti, pipar og ólífuolíu. Kreistið út í safa af hálfri sítrónu og gætið þess að hræra vel. Notið fingurna og smyrjið nudd- kryddblöndunni á báðar hliðar fisksins. Setið pönnu yfir á miðlungsháan hita og látið hitna vel. Setjið fiskinn á heita pönnuna og steikið í 3 til 4 mínútur. Lækkið hitann og snúið fisknum við. Eldið í aðrar 2 til 3 mínútur á hinni hliðinni. Skerið hinn sítrónuhelminginn í báta til að kreista yfir. Framreiðið með fallegu salati og soðnum kartöflum. Grænmeti má velta upp úr ólífuolíu og bæta í ristaðri papriku. Þarna kemur íslenska sætpaprikan sterk inn. Nudduð steik með avokadó og spergilkáli › 4 stk. steikur að eigin vali, t.d. ribeye eða sirloin. Steikar-Rub (kryddblanda) › 2 msk. reykt paprika › 3 matskeiðar broddkúmen (cumin) › 1/4 tsk. chili › 2 matskeiðar Mexican oregano › 1 tsk. ferskmalaður pipar › salt að smekk › Ólífuolía til penslunar Aðferð Blandið öllu þurrkryddi saman í stóra skál. Setjið hverja steik beint í þurrkryddblönduna og gangið úr skugga um að hver hlið sé vel hjúpuð af kryddi. Nuddið kryddið inn í kjötið. Látið steikurnar hvíla í að minnsta kosti 30 mínútur. Penslið hverrja hlið með smá ólífuolíu áður en steikin er sett á heita pönnu eða jafnvel á grillið. Eldið eftir smekk um 2-4 mínútur á hvorri hlið og látið hvíla fyrir skurð í um 10 mín. Avokadó-salsa › 2 avokadó › 3 tómatar › 1/2 rauðlaukur, hakkaður › 2 matskeiðar sítrónusafi › Salt og svartur pipar eftir smekk Aðferð Blandið öllu hráefni saman. Salsað er gott með ýmsum mat. Ef þið merjið saman við smjör þá er komið frábært kryddsmjör. Spergilkálssalat › 1 stk. spergilkál (gróft skorið) › ½ haus brokkólí › 1 epli, saxað › Ögn af stökku beikoni eða hnetum › 3 stk. vorlaukur laukur › 3 matskeiðar ólífuolía › 2 matskeiðar balsamic edik › 1 msk. kryddað brúnt sinnep › 1 grein ferskt dill ( eða þurrkað) › Svartur pipar eftir smekk Aðferð Steikið brokkólí og blómkál, það á að vera hálfhrátt til að halda öllum næringarefnum og fá stökka áferð með kjötinu. Blandið öllu hráefni saman og framreiðið með steikinni eða sem grænmetisrétt. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Hranastaðir Þórdís Birta Arnarsdóttir. Fiskur með Rub-rub kryddblöndu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.