Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Í lok febrúar sl. var haldið hið árlega Fagþing nautgriparæktarinnar í Danmörku en þingið, sem haldið var í Herning, stóð yfir í tvo daga. Allt fagefni frá ráðstefnunni, bæði hinar faglegu greinar og þau erindi sem byggjast á þeim, er opið og aðgengilegt á heimasíðu ráðstefnunnar www. kvaegkongres.dk. Hér á eftir fer síðari hluti umfjöllunar um fagþingið, en fyrri hlutinn birtist í 5. tölublaði Bændablaðsins sem kom út þann 12. mars sl. en þá var fjallað um málstofurnar: 1. Bústjórn, 2. Stefnumörkun, 3. Fóður og 4. Kýrin og kálfurinn. 5. Mjólkurgæði Í þessari málstofu voru flutt fimm erindi. Eitt þeirra sneri að nýtingu ógerilsneyddrar mjólkur en einungis eitt kúabú í Danmörku hefur leyfi til þess að selja þannig mjólk. Í erindinu var komið inn á kosti þess að tengja kúabú beint við mjólkina, hve uppruni mjólkur skiptir miklu máli fyrir neytendur og hvaða kröfur þurfi að gera til kúabúa sem kunna að sækja um heimild til þess að selja ógerilsneydda mjólk. Þá greindi veitingamaður frá því hvaða áhrif það hafi á hans veitingastað að geta sagt við gesti að mjólkin sé fersk og innan við hálfs dags gömul. Einkar áhugavert efni sem á erindi við marga. Annað erindi í þessari málstofu sem vakti athygli fjallaði um nýtt ráðgjafarverkefni SEGES sem snýr að því að ná tökum á frumutöluvandamálum á kúabúum. Gerður er skriflegur samningur á milli bónda og ráðgjafa og þurfa báðir að standa í stykkinu svo árangur náist. Þetta verkefni, sem kallast Celletals turnaround, hefur gengið ótrúlega vel og kom m.a. fram í erindinu að þrátt fyrir kostnaðinn hafi bændurnir sem kaupa svona ráðgjafarpakka fengið hann endurgreiddan fimmfalt á einu ári. Enn eitt erindið sem vert er að geta sneri að tilraunaverkefni sem hefur það að markmiði að draga úr flutningskostnaði mjólkur. Í verkefninu, sem er stýrt af háskólanum í Árósum, eru farnar óhefðbundnar leiðir og mjólkinni m.a. breytt í þykkni heima á nokkrum af kúabúunum sem eru með í rannsókninni. Með öðrum orðum þá er vatnið skilið frá mjólkinni á staðnum og sent til baka í fjósið! Fyrir vikið sækir mjólkurbíllinn efnaríkt mjólkurþykkni, í stað þess að aka um með hefðbundna mjólk sem er jú vatn að stærstum hluta. Gríðarlega áhugavert verkefni sem gæti átt fullt erindi til okkar, sér í lagi vegna aðgengis að ódýrri raforku. Að síðustu var afar fróðlegt að heyra umfjöllun um það hvernig mjólkin „svitnar“ á sumrin en með því var átt við hve erfiðlega getur gengið að kæla mjólkina niður í hefðbundnum mjólkurtönkum og að halda mjólkinni nógu kaldri svo líftala hennar hækki ekki. Hækkandi sumarhiti og lengri heit tímabil að sumri er nokkuð sem Danir hafa upplifað undanfarin ár og hefur á sama tíma orðið vart við verulega hækkandi líftölu mjólkur á öllu landinu. Margt bendir til þess að mörg kælikerfi í Danmörku séu einfaldlega of lítil og ráði því ekki við það þegar hitabylgjur ganga yfir. 6. Félagafræðsla á milli kúabænda Efni sem snýr að félagafræðslu á milli kúabænda er alltaf skemmtilegt enda hafa ótal rannsóknir sýnt að þess háttar miðlun upplýsinga skilar einna bestum árangri. Í þessari málstofu voru fimm erindi sem voru hvert öðru betra. Í einu þeirra greindu kúabændurnir Niels Erik Nilsson og Peter Clausen frá því hvernig þeir fara að því að vera með mun lægra hlutfall kálfadauða en aðrir. Annað erindi var svo um nýtt átaksverkefni í Danmörku en bændur sem taka þátt í því geta fengið aðra kúabændur í heimsókn sem leiðbeinendur. Það er reyndar afar erfitt að fá bændur til þess að horfast í augu við það að mögulega geti aðrir bændur gert sömu verkin betur, en þegar þeim þroska er náð í sjálfsmati eru nánast allir vegir færir. Frá þessu sagði Per Andersen en hann er einn af kúabændunum sem hefur verið fenginn til þess að heimsækja aðra kúabændur sem eftir því óska. Per hefur náð afar góðum árangri með kúabú sitt, en það var að sjálfsögðu ein af höfuðkröfunum þegar leitað var eftir slíku samstarfi við kúabændur landsins. Auk þess var krafan til verðandi leiðbeinenda í röðum kúabænda að þeir væru góðir í að hlusta og væru skipulagðir í vinnu. Niðurstaða þessa átaksverkefnis sýnir skýrt að kerfið virkar en tekið var dæmi um eitt kúabú þar sem afurðirnar jukust um 12% eftir að viðkomandi kúabóndi fékk leiðbeinanda til að aðstoða og benda á góðar leiðir. Í öðrum tveimur tilfellum urðu hrein umskipti á heilbrigði nautgripanna og í tveimur tilvikum til viðbótar náðu kúabúin að bæta verulega nýtingu mjaltaþjóna með tilheyrandi auknum tekjum. Þá sýndi það sig einnig að mikill kostur var að ræða við aðra kúabændur um fjármál, áður en farið var í bankann að ræða um stöðu bús síns og/eða t.d. þegar leitast var eftir láni. Að mati þessa greinarhöfundar bar þó af erindi Gunnars Forum, kúabónda við Skals, og kollega hans, Sjoerd Ydema, sem er með bú við Rødkærsbro. Þeirra erindi sneri að reynslu þeirra af því að vera með starfsfólk í vinnu og hvernig hægt er að stækka kúabúin með góðum árangri frá einyrkjastarfi og upp í það að vera með nokkra starfsmenn. Þeir Gunnar og Sjoerd fara þó ólíkar leiðir en hafa báðir náð einkar athyglisverðum árangri og eru bú þeirra með þeim best reknu í Danmörku. Á búi Gunnars eru 465 Holstein-kýr, 5 starfsmenn og nemur innvigtun mjólkur á hvert ársverk á búinu 990.000 lítrum. Á búi Gunnars er lögð áhersla á að deila ábyrgðinni og er hann einungis með danska starfsmenn. Á búi Sjoerd, sem sjálfur er hollenskur, eru 420 Holstein-kýr, 5 starfsmenn og nemur innvigtun mjólkur á hvert ársverk á búinu 950.000 lítrum og er launakostnaðurinn 5,8 íkr./ kg mjólkur. Sjoerd leggur mikið upp úr góðu skipulagi og að hver starfsmaður geti auðveldlega leyst Fjölsótt Fagþing nautgriparækt- arinnar í Danmörku − síðari hluti Utan úr heimi Evrópskir bændur vilja aðstoð í glímunni við CAP: Vandi vegna lágs afurðaverðs og aukins kostnaðar Bændasamtökin Copa Cogeca, sem er samstarfsvettvangur bænda innan Evrópusambandsins, hélt fund með mjólkurframleiðendum á dögunum vegna lækkandi mjólkurverðs og hækkandi framleiðslukostnaðar. Var landbúnaðarráðherra ESB hvattur til að beita sér fyrir aðgerðum til að styrkja bændur vegna aðlögunar að breyttu landbúnaðarkerfi (New Common Agricultural Policy - CAP). Forsvarsmenn Copa Cogeca funduðu með háttsettum mönnum ESB í Lettlandi fyrir skömmu. Telja bændur nauðsynlegt að hjálpa framleiðendum vegna breytinga á markaðsaðstæðum samfara breytingum á landbúnaðarkerfi ESB. Þá hefur viðskiptabann Evrópusambandsins gagnvart Rússum haft gríðarleg áhrif á bændur víða um álfuna. ESB hefur tilkynnt að áhersla verði lögð á lífræna framleiðslu sem bændur segjast fagna. Þeir segja þó um leið að taka verði tillit til krafna þeirra um að allt kerfið verði einfaldað og að dregið verði úr skriffinnsku. Þá verði haldið áfram með stefnu sem mörkuð var undir forystu Ítala um áherslu á blandaðan búrekstur. Í ljósi viðskiptabannsins á Rússa telja bændur mikilvægt að opnað verði fyrir viðskiptasamninga við Bandaríkin og Japan. Þar verði þó að vanda vel til verka. Þá er bent á að margvíslegar viðskiptahindranir hafi verið í vegi fyrir því að fríverslunarsamningur geti orðið að veruleika. /HKr. Fæðuöryggi: Fræbanki í Sýrlandi fær viðurkenningu Grasafræðingar og aðrir starfsmenn við Icarda-fræsafnið í Sýrlandi voru heiðraðir fyrir skömmu fyrir framlag sitt við verndun á erfðaefni plantna frá stríðshrjáðum svæðum. Verðlaunin sem um ræðir eru kennd við Gregor Mendel og voru afhent í Berlín. Ástæða viðurkenningarinnar er sú að starfsmenn fræsafnsins eru sagðir hafa hætt lífi sínu við að safna og vernda nálega 150 þúsund fræ nytjajurta á stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi. Upphaf landbúnaðar er að hluta til rakið til þessa frjósamra en nú stríðshrjáðra svæða við botn Miðjarðarhafs. Plöntur eins og hveiti og bygg eru taldar fyrst hafa verið ræktaðar á svæðum í kringum borgina Aleppo. Forstöðumaður Icarda-fræ- safnsins sagði við tilefnið að safnið geymdi gríðarlegt safn fræja frá 128 löndum sem nauðsynlegt væri að vernda. Fræin 150 þúsund verða flest flutt til geymslu í frægeymslunni á Svalbarða. /VH Náttúruvernd: Ein af hverjum tíu býflugna- tegundum í mikilli hættu Nýjar rannsóknir benda til að ein af hverjum tíu býflugnategundum í Evrópu kunni að deyja út á næstu árum vegna aukins landbúnaðar, notkunar á skordýraeitri og veðrabreytinga. Alls hafa greinst 1965 ólíkar tegundir villtra býflugnategunda í Evrópu. Í nýlegri rannsókn segir að hætta sé á að 195 af þessum tegundum kunni að deyja út á næstu árum. Gangi verstu spár eftir gæti farið svo að allt að 25% tegundanna hverfi. Aðstandendur skýrslunnar segja málið mjög alvarlegt, sérstaklega í ljósi þess að 84% af nytjaplöntum sem ræktaðar eru til neyslu þurfa býflugur til að frjóvga blóm sín og mynda aldin. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.