Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015
Fæðuöryggismál mjög ofarlega á blaði í Rússlandi:
Byggja upp stórframleiðslu
á alifuglum og eggjum
− Aukin svínarækt í bið vegna falls rúblunnar
Á AgroFarm, ráðstefnu sem
haldin var í Moskvu í Rússlandi
nú í febrúar, kom fram að Rússar
ætla sér að verða sjálfum sér nægir
í framleiðslu á alifuglakjöti og
eggjum.
Greinilegt er að fæðuöryggi
skiptir Rússa nú gríðarlegu máli
með hliðsjón af viðskiptahindrunum
sem settar hafa verið upp á
viðskipti við Evrópuþjóðir í kjölfar
stríðsátakanna í Úkraínu. Stóráform
um kjötframleiðslu kunna þó að
reynast erfið í framkvæmd í ljósi
verðfalls rúblunnar og verðsveiflan
á markaði. Fall rúblunnar gerir það
einnig að verkum að búnaður sem
kaupa þarf frá útlöndum er orðinn
óheyrilega dýr.
Miklar fjárfestingar
Verið er að fjárfesta sem svarar um
400 milljónum dollara í risastóru
kjúklingabúi, sláturhúsi og vinnslu
í Volograd Oblast í suðurhluta
Rússlands. Vinnslan verður öll
í lokuðu ferli og á framleiðslan
að komast í fullan gang 2017.
Á kjúklingabúinu verður einnig
eggjaframleiðsla og framleiðsla á
dýrafóðri.
Ráðgert er að þessi framleiðslu-
kjarni geti afkastað um 100 þúsund
tonnum af kjúklingakjöti á ári og
um 60 milljón eggjum eða um 250
þúsund tonnum. Á með þessum
framkvæmdum að vera hægt að
fullnægja kjötmarkaðnum á svæðinu
en Krímskagi er nú orðinn hluti af
því markaðssvæði.
Þá á, samhliða kjúklinga- og
eggjaframleiðslunni, að rækta
kalkúna á svæðinu. Búið er að
gera samninga við fyrirtækið LCC
Agroindustrial Company Volga sem
áætlar að fjárfesta í kalkúnaræktinni
upp á sem svarar um 40 milljónum
dollara. Það snýst um framleiðslu
á um 10 þúsund tonnum af
kalkúnakjöti á ári. Stefnt er að því
að hefja starfsemi á þessu ári.
Auk þessa hafa verið uppi áætlanir
um að stórauka svínarækt. Hins vegar
hafa verið uppi efasemdir um að slíkt
muni standa undir sér og hefur eitt
stærsta landúnaðarfjárfestingafélag
Rússlands, Agro-Beogorie, sett
aukningu í svínaræktinni í bið.
Ástæðan er sögð fall rúblunnar og
þar af leiðandi stórhækkað verð á
aðkeyptum búnaði frá útlöndum.
/HKr.
verkin. Honum finnst ekki mikilvægt
að vera með starfsfólkið lengi í
vinnu og byggir reksturinn á erlendu
vinnuafli. Ólíkar leiðir til að ná sama
marki, virkilega áhugavert efni.
7. Kynbætur
Þau voru hálf undarleg erindin sem
voru flutt í málstofunni um kynbætur.
Erindin voru einungis tvö og voru
bæði borin upp af sérsveitarmanninum
og sjónvarpsstjörnunni B.S.
Christiansen. B.S. þessi er þekktur í
Danmörku fyrir að vera harður í horn
að taka og einkar góður í því að draga
fólk með og fá það besta út úr fólki
sem mögulegt er. Það var norræna
kynbótafyrirtækið Viking Genetics
sem fékk B.S. til þess að flytja
erindin, ásamt nokkrum öðrum, og
sneru þau að því að vekja kúabændur
til umhugsunar um kynbótastarfið og
mikilvægi þess að taka af skarið og
sæða með réttu sæði á hverjum tíma.
Vera ekki að reyna að ná einhverju
út úr lélegustu kúnum og sæða þær
miklu heldur með holdasæði og nota
kraftana í betri kýrnar og vera með
markvissa ræktunaráætlun. Auk
þess að fá skemmtileg erindi flutt
af kraftmiklum sérsveitarmanninum
þá fluttu einnig kynbótasérfræðingar
háskólans í Árósum og frá SEGES
tölu um ræktunarmarkmið, bætta
endingu kúa og fleiri atriði.
8. Kjötframleiðsla
Í málstofunni um kjötframleiðslu
voru flutt níu erindi sem segir
í sjálfu sér einnig töluvert um
áherslurnar um þessar mundir í
Danmörku á aukna kjötframleiðslu.
Þarlendir bændur hafa búið við
mikla og þunga samkeppni frá
nágrannalöndunum þar sem laun
eru mun lægri og hafa kúabændur
bæði í Þýskalandi og Hollandi
yfirboðið danska kúabændur sem
hafa viljað kaupa nautkálfa til
eldis. Kjöt frá sömu löndum hefur
svo flætt inn til Danmerkur með
tilheyrandi verðhruni. Danskir
bændur ætla að snúa þessari þróun
við og sneru mörg erindi að því
hvernig tryggja megi framtíð
danskrar nautakjötsframleiðslu.
Búgreinin býr í dag við töluverða
styrki en Susanne Clausen, ráðgjafi
hjá SEGES, kom einmitt inn á það
að framleiðslukostnaður nautakjöts
í Danmörku er svo hár að ef ekki
væru til styrkir þá væri launagreiðsla
framleiðslunnar úr sögunni. Tók
hún dæmi um kúabú, sem keypti
að kálfa til eldis fékk árið 2013
um 15,6% veltunnar sem styrk
frá Evrópusambandinu og svaraði
upphæð meðalstyrksins reiknuðum
eigin launum og vöxtum af eigin
fé það ár fyrir bú með 500 kálfa
slátrun á ári. Tók hún einnig dæmi
um holdakúabú en þar er reksturinn
mun erfiðari og einungis 23%
danskra holdakúabúa voru rekin með
hagnaði árið 2013 þrátt fyrir að 22%
veltunnar kæmi beint með styrkjum
frá Evrópusambandinu! Flest bú
með holdakýr eru í dag rekin sem
hliðarbúgrein samhliða annars konar
búskap eða vinnu. Fram undan eru
breytingar á stuðningskerfinu og
er áætlað að kjötframleiðslustyrkir
verði töluvert minni á komandi árum
en nú er, svo ljóst er að búgreinin
þarf að auka verulega hagkvæmni
sína eigi að vera hægt að reka
kjötframleiðslu með hagnaði.
Af annars mörgum öðrum
góðum erindum var erindi hollenska
ráðgjafans með hið skemmtilega
nafn Fokke Komrij framúrskarandi
gott. Hann var fenginn til þess að
fara yfir og útskýra hvernig standi
á því að hollenskir kúabændur í
nautaeldi stæðu framar öðrum í
Evrópu hvað snertir afkomu og
framleiðsluárangur. Sýndi hann
ótal áhugaverðar tölur um stöðu
framleiðslu nautakjöts í Evrópu og
um framleiðslukostnað við kálfaeldi
í Hollandi. Þar í landi eru til margar
gerðir nautakjöts á markaði og
bæði er framleitt mjólkurkálfakjöt,
svokallað rósrautt kjöt sem er af
gripum sem slátrað er yngri en 8
mánaða og svo af eldri gripum.
Átta mánaða Holstein-naut eru um
310 kíló á fæti og fallið því um
170 kíló en reikna má með um 1,1
kílóa meðalvexti á dag hjá þessum
nautum. Vöxturinn er vissulega
ekki mikill miðað við holdakynin
enda um mjólkurkúakyn að ræða.
Þegar nautinu er slátrað svo ungu
nemur fóðurkostnaðurinn um 50%
af heildarkostnaði og stofnkostnaður
kálfsins (oftast keyptur inn)
um 30%. Fokke fór yfir helstu
rekstrarliði búa í kjötframleiðslu
og hvernig hollenskir kúabændur
í kjötframleiðslu séu að búa sig
undir framtíð án opinberra styrkja
en árið 2020 gera flestir ráð fyrir
að engir styrkir verði lengur í boði
í Hollandi, hvorki til mjólkur- né
kjötframleiðslu!
Annað afar fróðlegt erindi var
flutt af Hans Chr. Christiansen sem
sér um rekstur kúabús sem kallast
Calvexgården. Þetta er bú sem
kaupir að kálfa frá kúabændum í
mjólkurframleiðslu og á hverju ári
koma að búinu 1.500 nautkálfar!
800 er slátrað léttum eða við um
130 kg fallþunga en 700 naut eru
fullalin á hverju ári. Kálfana kaupir
búið inn á nokkuð ólíkum aldri en
yngstu kálfarnir fara fyrst í hálmstíur
með kálfafóstrum. Búið hefur lent í
töluverðum vandræðum með að fá
inn allt of misjafna nautkálfa og er
því nú aðal keppikeflið að fá góða
kálfa sem hægt er að keyra vel af
stað í vexti. Vegna þessa er nú komin
regla um að kaupa ekki léttari kálfa
en 50 kíló á fæti, en Hans sagði þá
hafa reynslu af því að léttari kálfar
skili einfaldlega ekki nægum vexti
og þar með arði.
9. Ársfundir kúakynjanna
Líkt og undanfarin ár voru ársfundir
einstakra ræktunarhópa kúakynjanna
haldnir að kveldi fyrri daginn en á
þessum fundum er farið yfir sérstök
atriði sem lúta mest að viðkomandi
kúakyni og varðar lítið kúabændur
með annað kúakyn. Verður þessum
erindum því ekki gerð skil hér en
áhugasömum skal bent á að bæði
þessi erindi, og öll önnur sem flutt
voru á Fagþinginu, eru aðgengileg á
heimasíðunni: www.kvaegkongres.
dk.
Snorri Sigurðsson
Ráðgjafi hjá SEGES
sns@seges.dk
Hluti af sveitastörfunumBílaþjónusta N1
Sími 440-1120
N1 er umboðsaðili Cultor landbúnaðardekkja á Íslandi. Cultor er undirmerki frá
Mitas sem er einn stærsti framleiðandi landbúnaðar- og iðnaðardekkja í heiminum.
Hagkvæmari kostur í dekkjum fyrir landbúnaðinn.
www.n1.is facebook.com/enneinn
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
E
N
N
7
37
20
0
3/
15
Undir traktorinn,
vagninn og allt
þar á milli
Ráðstefna um tjón af völdum álfta og
gæsa í ræktunarlandi bænda föstudaginn
10. apríl 2015 í Gunnarsholti í húsnæði
Landgræðslu ríkisins.
Ráðstefnan er haldin á vegum
Umhverfisstofnunar og Bændasamtaka Íslands
Dagskrá:
11:00 Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, býður gesti velkomna.
11:05–11:35 Framkvæmd og niðurstöður tilkynninga bænda á tjóni af völdum
álfta og gæsa. Steinar Rafn Beck Baldursson, sérfræðingur hjá
Umverfisstofnun, og Jón Baldur Lorange hjá Bændasamtökum
Íslands.
11:35–11:50 Erindi frá bónda sem hefur orðið fyrir tjóni af völdum álfta og
gæsa í ræktunarlandi sínu.
11:50–12:10 Uppskerutap bænda vegna ágangs gæsa í ræktarlönd.
Niðurstöður tilraunar. Kristín Hermannsdóttir, forstöðumaður
Náttúrustofu Suð-Austurlands.
12:10–13:00 Hádegishlé. Súpa og brauð.
13:00–13:40 Styrkir til bænda vegna tjóns af völdum gæsa í Noregi.
Dr. Einar Eyþórsson, sérfræðingur hjá Norsk institutt for
kulturminneforskning (NIKU).
13:40–14:00 Ágangur álfta og gæsa í kornakra á Suðurlandi í ljósi könnunar
2014 og dreifingar fuglanna að hausti. Kristinn Haukur
Skarphéðinsson, sviðstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun
Íslands.
14:00–14:15 Afstaða bænda. Fullltrúi Bændasamtaka Íslands.
14:15–15:00 Pallborðsumræður.
15:00 Ráðstefnuslit og kaffi.
Ráðstefnustjóri: Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í
umhverfisráðuneytinu.