Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 49

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Hlýr strákajakki PRJÓNAHORNIÐ garn@garn.is Nú á þessum kalda og vindasama vetri er gott að eiga hlýja og mjúka vetrarflík. Ekki vilja allir krakkar hafa lopa næst sér og því kemur sér vel að hafa Gipsy garnið sem er til í mörgum fallegum litum, sjá útsölustaðina og litina á www.garn.is. Stærð: 2-3, 4-5, 6-7 ára. Efni : Kartopu Gipsy no 410 Mosagrænn 3-4 dokkur no 25 Kremhvítt 1 dokka no 1001 Ljósgrátt 1 dokka. Nógur afgangur er í húfu ef vill. Annars ótal litasamsetningar að eigin vali í boði. Tölur 5–6 stk. sjá www.garn.is Töluland, mikið úrval af tölum og upplýsingar um sölustaði. Prjónar: Hringprjónn og sokkaprjónar nr 7. Heklunál nr 5. Prjónafesta 12 l og 17 umferðir slétt prjón gera 10x10 sm. Aðferð: Bolurinn er prjónaður í hring á hringprjóninn og ermarnar á sokkaprjóna upp að handveg, þá er flíkin sameinuð á einn hringprjón. Bolur: Fitjið upp 65-71 -78 lykkjur á hringprjón nr 7 með mosagrænum og prjónið perluprjón 6 umferðir fram og til baka. Tengið nú í hring og og bætið við 1 lykkju við samskeytin og sú lykkja er prjónuð brugðin upp alla flíkina en telst ekki með í lykkjufjölda, er notuð til að sauma í þegar peysan er klippt í sundur. Prjónið nú 1 umferð slétt í hring og aukið út um 7-7-6 lykkjur þá eiga að vera 72-78-84 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú mynstur nr 1. Í fyrstu umferð eftir mynstur þarf að auka út um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir stærð 4-5 og 6-7 til að lykkjufjöldinn passi fyrir mynstrið í axlarstykkinu. Þannig verða 72-80-86 lykkjur á prjóninum. Að því loknu er prjónað slétt upp að höndum 32-35-38 sm eða eins og þið viljið hafa peysuna síða. Í síðustu umferðinni eru settar 6 lykkjur í hliðunum á hjálparprjón þannig: Brugðna miðjulykkjan að framan er ekki talin með. 15-17- 18 lykkjur framstykki 6 lykkjur á band/nælu, 30-34-38 lykkjur bakstykki 6 lykkjur á band/ nælu, og 15-17-18 lykkjur framstykki. Geymið bolinn og prjónið ermar. Ermar: Fitjið upp á sokkaprjóna nr 7, 20-24 26 lykkjur með mosagrænu, prjónið perluprjón í hring 6 umferðir. Prjónið nú 1 umferð slétt og aukið út um 4-6-4 lykkjur þá eiga að vera 24-30-30 lykkjur á prjónunum. Prjónið nú mynstur 1 og í annarri umf eftir mynstur er aukið út á miðri undirermi um 2 lykkjur. Prjónaðar 6-8-10 umferðir slétt og aukið út um 2 lykkjur á undirerminni, endurtekið 1-2-3 sinnum enn. Prjónið nú þar til ermin mælist 31-34-37 sm eða eins langa og þið viljið hafa hana. Í síðustu umferðinni eru 6 lykkjur undir miðri erminni settar á band/nælu. Geymið og prjónið hina ermina eins. Axlarstykki: Axlarstykki er prjónað eftir mynstri nr 2 og tekið úr eftir því. Sameinið nú ermar og bol á hringprjóninn þ.e. framstykki , ermi, bakstykki, ermi og hitt framstykkið. Prjónið nú 3-5-7 umferðir slétt með græna litnum. Prjónið nú mynstur nr 2 og takið úr eftir skýringarmyndinni. Prjónið síðan perluprjón fram og til baka sem kraga 7 umferðir og aðrar sléttar 7 umferðir , fellið svo laust af. Frágangur: Lykkið saman undir höndum og gangið frá lausum endum. Saumið niður sitt hvoru megin við brugðnu lykkjuna á saumavél tvisvar með þéttu spori og tvinna í sama lit og garnið. Klippið milli saumanna. Heklið listann með fastahekli fram og til baka og gerið ráð fyrir 5-5-6 hnappagötum með jöfnu millibili á vinstra kanti fyrir strák og hægri fyrir stelpu. Tvær umferðir á tölukantinn en 3 umferðir á hnappagatakantinn og hnappagötin gerð í annarri umferð. Festið tölur á móti. Líka má setja rennilás fyrir þá sem það vilja frekar. Saumið niður kragann á röngunni og dragið hann aðeins sama ef ykkur finnst hann of víður. Góða skemmtun, Inga Þyri Kjartansdóttir Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur, frá 1–9, í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Létt Þung Miðlungs 2 8 7 9 1 6 3 1 7 2 9 6 5 7 1 7 9 6 5 8 6 4 3 2 5 Þyngst 2 8 1 3 6 5 9 1 9 8 6 5 1 7 4 4 2 2 5 1 7 8 6 9 4 7 1 8 4 2 7 9 6 8 7 3 5 4 1 5 1 6 1 3 8 2 4 8 2 9 5 6 7 2 3 1 4 3 8 2 8 1 7 6 3 3 9 5 FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða dýralæknir Svava Margrét er 9 ára gömul og uppáhaldsmaturinn hennar eru litlar sænskar kjötbollur. Hún fór á leikjanámskeið í sumar sem henni þótti mjög skemmtilegt og hún ætlar að leggja fyrir sig að verða dýralæknir. Nafn: Svava Margrét Sigmarsdóttir. Aldur: 9 ára. Stjörnumerki: Naut. Búseta: Skriðuvellir 5. Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Tónmennt, sund, íþróttir og æfingarnar. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Jagúar. Uppáhaldsmatur: Litlar sænskar kjötbollur. Uppáhaldshljómsveit: Á enga. Uppáhaldskvikmynd: Scooby Doo- bíómyndirnar. Fyrsta minning þín? Þegar ég var í fyrsta skipti ekki með bleiu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Æfi sund, krakkablak, frjálsar og fótbolta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Dýralæknir. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Smakka sviðasultu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að vera ein heima og hafa ekkert að gera. Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór á leikjanámskeið og með systur minni í sund. 16. apríl: Dagur raddarinnar Alþjóðlegur dagur raddarinnar er haldinn árlega hinn 16. apríl. Félag íslenskra söngkennara, FÍS, efnir til viðburðarins í ár og hvetur félagsmenn sína til að taka þátt í að vekja athygli á mikilvægi raddarinnar. Tónlistarskólar, kórar og fleiri eru hvattir til að opna sínar dyr þennan dag og vekja athygli á mikilvægi raddarinnar. Á Facebook er vakin athygli á deginum á slóðinni https://www.facebook.com/groups/ Radddagurinn/?fref=ts þar sem allir eru hvattir til að efna til einhvers konar viðburðar, tengdum degi raddarinnar. Einnig er heimasíða á netinu helguð Alþjóðlegum degi raddarinnar, http://world-voice-day. org/. /MHH Stormfall á Vesturlandi Nokkrar skemmdir urðu á skógum vestanlands í óveðrinu sem gekk yfir landið laugardaginn 14. mars. Nýgrisjaðir skógar eru gjarnan viðkvæmir fyrir stórviðrum meðan trén sem eftir standa eru að styrkja rótarkerfi sitt. Stormfall er því óhjákvæmilegur fylgifiskur grisjunar í þroskuðum skógum þótt það sé enn nokkurt nýnæmi í hugum Íslendinga. Í stormskýrslu frá Valdimar Reynissyni, skógarverði á Vesturlandi, og sagt er frá á vefnum skogur.is kemur fram að umrætt óveður hafi valdið ýmsum skemmdum í sveitum vestanlands, ekki aðeins á mannvirkjum heldur einnig á skógum. Engar skemmdir urðu á húsakosti Vesturlandsdeildar Skógræktar ríkisins en nokkrar skemmdir urðu á skógi, aðallega á tveimur stöðum, Stálpastöðum í Skorradal og Norðtunguskógi í Þverárhlíð í Borgarfirði. /MÞÞ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.