Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Vatn er lífsnauðsynlegt Kreppa af völdum vatnsskorts er mesta hættan sem steðjar að samfélagi manna á jörðinni á næstu tíu árum samkvæmt niðurstöðu ráðstefnunnar World Economic Forum Global Risk sem haldin var í London í janúarmánuði síðastliðnum. Um 900 sérfræðingar af ýmsum toga tóku þátt í ráðstefnunni. Næst á eftir vatnsskortinum í áhættumatinu var kreppa vegna fæðuskorts og vaxandi óstöðugleika í stjórnun þjóðfélaga. Aðrir helstu áhættuþættir eru vegna hlýnunar jarðar, hætta vegna atvinnuleysis, efnahagshruns og vegna tölvuárása. • Um 75% mannslíkamans er vatn við fæðingu og vatn er nauðsynlegt til að líkaminn starfi eðlilega. Vatnshlutfallið minnkar með aldrinum og hjá fullorðnum karlmönnum er það um 60% og um 55% hjá konum, samkvæmt vísindavef HÍ. • Um 70% jarðarinnar er þakin vatni en um 0,8% af því er drykkjarhæft. • Um 97% af ferskvatni á jörðinni er bundið í jöklum. • Um 70% af öllu ferskvatni sem notað er á jörðinni er talið nýtt til ræktunar á nytjaplöntum. • Um 22% af vatnsnotkun heimsins er notað til iðnaðarframleiðslu og vatnsnotkun í iðnaði fer ört vaxandi. Um 59% af því er nýtt í svokölluðum iðnríkjum. • Um 70% af affallsvatni iðnfyrirtækja í heiminum er dælt menguðu og ómeðhöndluðu út í umhverfið og mengar þar grunnvatn. (UN World Water Development Report). • Alþjóða heilbrigðismálastofnunin gefur út að hver einstaklingur þurfi að algjöru lágmarki 20 lítra af vatni á dag til neyslu og hreinlætis. • Meðal vatnsnotkun heimilis í Reykjavík er um 165 lítrar á dag á hvern einstakling samkvæmt tölum Samorku, en um 120 lítrar á mann í Vestmannaeyjum. • Meðalnotkun á vatni í Svíþjóð er talin vera um 180 lítrar á mann. Þar eru 10 lítrar úr mat og drykk. Um 35 lítrar fara til að sturta niður úr klósetti. Um 35 lítrar fara í uppvask. Um 25 lítrar fara í að þvo þvott. • Um 65 lítrar eru notaðir til að baða sig og 10 lítrar fara í annað. • Einn milljarður jarðarbúa býr nú við skort á neysluvatni samkvæmt tölum Conservation International. • Áætlað er að um 2 milljarðar manna muni búa við skort á neysluvatni árið 2030. • Um 41 milljón Evrópubúa af þeim 877 milljónum sem álfuna byggja hafa ekki aðgang að heilnæmu vatni. • Áætlað er að ríflega 840 þúsund manns deyi árlega vegna niðurgangs af völdum neyslu á óhreinu vatni, eða 2.300 manns á dag. • Yfir þriðjungur stærstu borga heims nýta vatn af vatnasvæði frumskóga sem stöðugt er verið að ganga á. • Víða eru vatnsbirgðir heimsins nú þegar ofnýttar og sumar vatnslindir þegar uppþornaðar. Áætlað er að um 40% meiri eftirspurn verði eftir vatni árið 2030 en mögulegt er að útvega. • Um 60% af stöðuvötnum í Bandaríkjunum eru of menguð til að þar sé hægt að stunda fiskveiðar eða jafnvel til að synda í þeim. Í Erie-vatni eru nú þegar stór svæði of eitruð til að öruggt sé að veiða þar fisk. • Samkvæm mælingum NASA hafa um 144 rúmkílómetrar af ferskvatni tapast í Tyrklandi, Sýrlandi, Írak, Íran og meðfram ánni Tígris og Efrad á árunum frá 2003 til 2010. Það er um það bil sama vatnsmagn og er í Dauðahafinu. • Aðeins á einum áratug hefur grunnvatn undir norðvesturhéruðum Indlands, Punjab, Hary- ana og Rajasthan, minnkað um meira en 108 milljarða rúmmetra sem er nærri átta sinnum meira en allt vatnsmagnið í Lake Mead sem er stærsta vatnsforðabúið í Bandaríkjunum. • Í Frakklandi og á Spáni tapast á bilinu 24–34% af vatni í vatnsveitukerfum áður en það nær til neytenda. • Í Suður-Asíu hefur uppdæling á vatni aukist um 70% frá 1990 og tapast um 54 rúmkílómetrar af grunnvatni á hverju ári. úrkoma en annars staðar á jörðinni og búast megi við aukinni úrkomu á komandi árum. Hlýnandi loftslag muni hafa áhrif á fjölmarga þætti er varðar aukna úrkomu, eins og mengun. Það hafi m.a. áhrif á vatnsgæði og auki hættu á flóðum og skemmdum á mannvirkjum og ræktarlandi. Vaxandi hætta steðjar að mannkyni „Heimurinn horfir nú fram á vatnskreppu sem mun hafa áhrif á alla jarðarbúa. Jean Chrétien, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada og meðstjórnandi í aðgerðarhópnum InterAction Council, segir: Ef við ætlum að nota vatn með sama hætti og við höfum gert á liðinni tíð, þá getur mannkynið ekki viðhaldið sér í framtíðinni.“ Þessar gervihnattamyndir NASA sýna gríðarlegt tap á grunnvatni í Kaliforníu. Rauði liturinn lengst til hægri sýnir mínusstöðu, en núllstaða er blágrænt líkt og á myndinni lengst til vinstri. Frá desember 2004 til nóvember 2013 hafa tapast í Central-dalnum um 64,8 rúmkílómetrar af ferskvatni. Um 75% þess vatns er talið hafa tapast af grunnvatnsbirgðum svæðisins. Mynd / UC Irvine, NASA Miðhellu 4 S. 414 8080 www.naust.is Victron energy hleðslutæki í úrvali Fylgdu okkur á Facebook Hágæða hleðslutæki sem auka líftíma rafgeyma og verja gegn skemmdum. Vatns, ryk og efnaþolin. “Smart charge algorithm”. Endurlífga “dauða” geyma. Sjálfvirk spennugjafastilling. SEGLAGERÐIN ÆGIR Þar sem ferðalagið byrjar Korputorg 112 Reykjavík Sími 551 5600 utilegumadurinn.is FERÐAVAGNAR Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16 Verð frá 4.190.000 kr.Verð frá 4.190.000 kr. www.bbguesthouse.is 2 manna herbergi 9.000 kr iÁ leiðinni til útlanda?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.