Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 Aðalfundur Landssambands kúabænda sem haldinn var í Reykjavík 12. og 13. mars sl. samþykkti alls 27 tillögur og ályktanir, sem eru svohljóðandi: 1. Breytingar á samþykktum LK. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015 samþykkir eftirfarandi breytingar á 10. gr. í samþykktum félagsins. Greinin verði svohljóðandi; ,,mál sem á að taka til afgreiðslu á aðalfundi LK skuli hafa borist skrifstofu LK eigi síðar en 20 dögum fyrir aðalfund“ en ekki 7 dögum eins og nú er. 2. Aðalfundargögn Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12. og 13. mars 2015, beinir því til stjórnar LK að gögn fyrir aðalfundarfulltrúa berist þeim tímanlega svo þeir geti kynnt sér málefnin fyrir aðalfund. 3. Ljósleiðaravæðing Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, fagnar ákvörðun stjórnvalda um lagningu ljósleiðara um hinar dreifðu byggðir landsins og hvetur ríkisstjórnina til að setja enn meiri fjármuni í verkefnið til að flýta framkvæmd þess. 4. Vinnueftirlitið Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, hvetur Vinnueftirlitið til að sinna nauðsynlegu eftirliti með búvélum. Mjög brýnt er að úr því verði bætt, svo tryggja megi sem best öryggi þeirra sem vinna við landbúnað. 5. Neytendamerkingar nautgripa kjöts Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í Reykjavík dagana 12.–13. mars 2015 ítrekar nauðsyn þess að bæta neytendamerkingar fyrir íslenskt nautgripakjöt. Skýrar og auðsæjar uppruna- merkingar í verslunum eru sjálfsögð krafa fyrir íslenska neytendur og framleiðendur. 6. Flutningur nautgripa milli varnar hólfa. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, hvetur Matvælastofnun til að endurskoða verklag varðandi flutning á nautgripum milli varnarhólfa. Í þeim efnum verði eingöngu horft til garnaveikistöðu á því búi sem flytja skal gripi frá. Greinargerð Í kjölfar hinnar gríðarmiklu aukningar á eftirspurn eftir nautgripaafurðum og aukinnar framleiðsluskyldu mjólkurframleiðenda, hafa viðskipti með lifandi gripi aukist mjög. Bændum í sk. „hreinum“ varnarhólfum er þar verulega þrengri stakkur skorinn en bændum á öðrum landsvæðum m.t.t. möguleika á viðskiptum með gripi, sökum þess hve fá nautgripabú eru í hverju varnarhólfi þar sem garnaveiki hefur ekki orðið vart. Hyggist þeir kaupa gripi utan síns hólfs, leggur það verulega íþyngjandi kvaðir á herðar seljanda m.t.t. sýnatöku og kostnaðar. Einnig eru umtalsverð brögð að því að prófin sem notuð eru gefi fölsk jákvæð svör, sem geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir seljendur gripa. Í skýrslu starfshóps frá 2008 um áhættugreiningu vegna garnaveiki í nautgripum á Íslandi kom fram, að tjón nautgripabænda vegna garnaveiki hefði nánast ekkert verið undanfarna áratugi. Aftur á móti eru dæmi um að varnaraðgerðir vegna garnaveiki hafi valdið einstaklingum umtalsverðu fjárhagstjóni. Núverandi fyrirkomulag er ótækt frá sjónarhóli nautgriparæktarinnar og er hvatt til að það verði tekið til endurskoðunar í samræmi við tillögur framangreinds starfshóps. 7. Geymslurými fyrir búfjáráburð. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, skorar á umhverfisráðherra að framlengja um 10 ár bráðabirgðaákvæði reglugerðar nr. 804/1999, sem mælir fyrir um frestun á gildistöku ákvæðis 6. greinar sömu reglugerðar varðandi 6 mánaða geymslurými fyrir búfjáráburð. Auk þess verði básafjós sem hafa starfsleyfi samkvæmt undanþáguákvæði reglugerðar nr. 1065/2014 um velferð nautgripa að fullu undanþegin kröfu um 6 mánaða geymslurými fram til 31. desember 2034. Greinargerð Framangreint bráðabirgðaákvæði var framlengt um fimm ár árið 2010. Ástæðan fyrir framlengingunni var sú mikla óvissa um efnahagslega stöðu fjölmargra kúabúa í kjölfar efnahagsáfallsins 2008, sem gerði þeim ókleift að fara í frekari framkvæmdir. Einnig voru væntingar um að nýting á hauggasi (metani) myndu breyta forsendum fyrir þörf á geymslurými. Þær hafa ekki gengið eftir. Sökum þess hversu langan tíma tók að fá niðurstöðu um úrlausn skuldamála hefur svigrúmið sem fékkst með framlengingu bráðabirgðaákvæðisins heldur ekki nýst sem skyldi. Við þetta bætist síðan ákvæði reglugerðar um velferð nautgripa sem bannar notkun hefðbundinna básafjósa eftir 31. desember 2034. Með því gerbreytast forsendur fyrir endurbótum á þeim fjósum. Fundurinn leggur til að lagt verði mat á geymslurými mykju á hérlendum kúabúum og gerðar verði áætlanir um úrbætur þar sem þær eiga við og teljast forsvaranlegar. Jafnframt verði leitað hagkvæmustu tæknilausna varðandi geymslu á búfjáráburði. 8. Fjármögnun og rekstur LK til framtíðar. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, felur stjórn að koma á fót starfshópi, í samstarfi við aðildarfélög, sem hafi það hlutverk að móta tillögur um framtíðar fjármögnun samtaka kúabænda og nauðsynlegar breytingar á samþykktum, í kjölfar afnáms innheimtu búnaðargjalds. Niðurstöður hópsins liggi fyrir eigi síðar en 1. október 2015 og verði afgreiddar á fulltrúafundi eigi síðar en 1. nóvember 2015. 9. Nautastöðin. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, telur ekki grundvöll til frekari viðræðna við BÍ að svo komnu, um kaup á Nautastöðinni á þeim forsendum sem fyrir liggja. Fundurinn lýsir fullum áhuga á að vinna áfram að málinu til að ná fram þeim markmiðum sem upphaflega lágu til grundvallar. 10. Endurskoðun búfræðináms Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, fagnar yfirstandandi endurskoðun búfræðinámsins. Jafnframt hvetur fundurinn til þess að leitað sé leiða til að tengja búfræðinámið betur við framhaldsskólakerfið, t.d. með þróun búfræðiáfanga sem boðið verði upp á í almennum framhaldsskólum. 11. Fóðurleiðbeiningar Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, beinir því til RML að setja aukinn kraft og metnað í fóðurleiðbeiningar til bænda, bæði í ljósi þeirra tækifæra sem eru í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu og til að standast samkeppni í sölu fóðurleiðbeininga. 12. Viðurkenning til kúabænda Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, leggur til að Landssamband kúabænda veiti árlega viðurkenningu því kúabúi sem þykir skara framúrskarandi á sem flestum sviðum s.s. hárri nyt, háum verðefnamælingum, framleiðslu á framúrskarandi nautakjöti, þátttöku í ræktunar- og félagsstarfi og ásýnd býlis. 13. Samráðsvettvangur um aðbún að og velferð nautgripa. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, felur stjórn að leita eftir samstarfi við Matvælastofnun, búnaðar- samböndin og RML um að gera úttekt á umfangi og kostnaði vegna nauðsynlegra endurbóta á fjósum hérlendis, í samræmi við ákvæði reglugerðar 1065/2014 um velferð nautgripa. Úttektinni verði lokið eigi síðar en 1. janúar 2017. Jafnframt skorar fundurinn á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að fresta gildistöku 14. gr. framangreindrar reglugerðar hvað varðar stærðarmörk bása í básafjósum til 31. desember 2018. 14. Dýralæknaþjónusta Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, skorar á landbúnaðarráðherra að tryggja nauðsynlega, almenna dýralæknaþjónustu og bráða- þjónustu við dýr um land allt í samræmi við 1. grein reglugerðar um dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Núverandi ástand er ólíðandi og algerlega á skjön við þær skyldur sem bændum eru lagðar á herðar með lögum um dýravelferð. 15. Dýralæknamál Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, minnir á fyrri samþykktir varðandi það að löggjöf og reglum um afhendingu dýralyfja verði breytt í þá átt að kúabændur hafi möguleika á að gera þjónustusamninga við dýralækna, sem feli það í sér að forvörnum sé meira sinnt á kúabúunum og kúabændur fái að eiga ákveðin lyf til að hefja meðhöndlun á veikum gripum í samráði við sinn dýralækni. Bendir fundurinn á að aðgengi að lyfjum getur verið dýravelferðarmál enda sýnir reynslan að dýralæknar eru ekki ávallt til staðar þegar á þarf að halda. 16. Rannsóknir í nautgriparækt Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, felur stjórn LK að leita allra færra leiða til að efla fagþekkingu í nautgriparækt og viðhalda nauðsynlegri rannsókna- og tilraunastarfsemi. Greinargerð Nútíma nautgriparækt byggist í vaxandi mæli á fagþekkingu sem nauðsynleg er til að takast á við breytilegar framleiðsluaðstæður og breytingar á neyslumynstri. Nú hagar svo til að verulegur skortur er á sérfræðiþekkingu í stoðkerfi mjólkurframleiðslunnar, sem Tillögur samþykktar á aðalfundi LK 12.–13. mars 2015 Aðalfundur 2015 Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.