Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 26.03.2015, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 26. mars 2015 m.a. lýsir sér í því nauðsynlegar tilraunir og rannsóknarverkefni eru ekki unnin og enginn tilraunastjóri er starfandi við tilraunabúið á Stóra Ármóti. Við því verður að bregðast. 17. Staða nautgriparæktar innan LBHÍ Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, harmar þá deyfð sem virðist ríkja innan LBHÍ varðandi rannsóknir og kennslu í nautgriparækt. Jafnframt lýsir fundurinn undrun sinni á að LBHÍ skuli hafa gefist upp við að gefa út almenna kennslubók í nautgriparækt sem verið hafði í undirbúningi í mörg ár og þegar hafði verið styrkt fjárhagslega af Framleiðnisjóði. Felur fundurinn stjórn LK að gera LBHÍ grein fyrir vonbrigðum sínum vegna þessa. 18. Ræktunarstarf og kynbætur Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, beinir því til Fagráðs í nautgriparækt að setja meiri metnað í ræktunarstarfið með róttækum breytingum, svo sem: • Nýta mælanlegar upplýsingar um mjaltagæði (t.d.mismjaltir eða ekki) og mjaltahraða til notkunar í ræktunarstarfinu. • Breyta mati á skapgerð kúa þannig að það fangi sem best erfðamun þes eiginleika. • Hæð gripa verði mæld og tekin inn í kynbótamatið. • Lýsing á nautum og dætrahópum verði gerð skiljanlegri og byggi eftir því sem hægt er á mælanlegum upplýsingum. • Kannaður verði kostnaður við kyngreiningu sæðis við íslenskar aðstæður. • Áherslur í kynbótaeinkunn verði endurskoðaðar. Erfðaeðli kúastofnsins hefur mikil áhrif á afkomu kúabænda, svo og á vinnu þeirra. Ljóst er að smæð íslenska kúastofnsins veldur því óhjákvæmilega að erfðaframfarir í honum eru verulega minni en í stærri stofnum. Það er þeim mun tilfinnanlegra sem bústærð eykst og hagræðingarkröfur aukast. Því er nauðsynlegt að ræktunarstarfið sé svo markvisst sem mögulegt er. 19. Upplýsingar um úrval nauta í kútum sæðingamanna Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, beinir því til þeirra sem sjá um sæðingar í landinu, að komið verði upp þeirri reglu að bændur geti alltaf séð úr hvaða nautum sæði er að finna hjá hverjum sæðingamanni. Hægt væri að hafa upplýsingarnar í Huppunni, senda tölvupóst eða á heimasíðu. 20. Nautakjötsframleiðsla og holdanautastofnar Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.-13. mars 2015, lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu nautakjötsframleiðslunnar í landinu og ítrekar ályktanir fyrri aðalfunda um það efni. Afar brýnt er að öllum mögulegum leiðum verði beitt til að skjóta styrkari stoðum undir þessa grein íslensks landbúnaðar og henni gert fært að mæta þeim tækifærum sem vaxandi eftirspurn skapar. Fundurinn fagnar áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um innflutning dýra fram til þinglegrar meðferðar og væntir þess að það verði afgreitt á yfirstandandi þingi . Jafnframt væntir fundurinn þess að við gerð reglna um notkun á innfluttu holdanautasæði tekið fullt tillit til niðurstaðna áhættumats Veterinærinstituttet í Noregi, varðandi þær kvaðir sem lagðar verði á bú sem nota slíkt sæði. Greinargerð Innflutningur á nautgripakjöti var ríflega 1.000 tonn árið 2014, að andvirði rúmlega 900 milljóna kr. Jafnframt benda athuganir LK á þróun nautakjötsmarkaðar til þess, að þrátt fyrir að allir fæddir nautkálfar yrðu settir á til kjötframleiðslu og slátrun mjólkurkúa næði fyrra jafnvægi, dygði það ekki til að mæta vaxandi eftirspurn eftir nautgripakjöti. Því er afar brýnt að hraða svo sem kostur er öllum aðgerðum sem mega verða til að efla innlenda nautakjötsframleiðslu. Þar eru bein tengsl holdanautabænda við öflugt kynbótastarf einn mikilvægasti þátturinn. 21. Verðlagning mjólkur Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.- 13. mars 2015, lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem komin er upp varðandi verðlagningu á mjólk og mjólkurafurðum. Verðlagning er í höndum Verðlagsnefndar búvöru en hún hefur ekki starfað síðan í júní 2014 þótt hennar bíði brýn verkefni. Fundurinn skorar á ráðherra landbúnaðarmála að höggva á hnútinn sem allra fyrst. 22. Áherslur og samningsmarkmið búvörusamninga. Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.- 13. mars 2015, tekur undir þær áherslur sem lagðar eru upp í ályktun Búnaðarþings 2015 vegna gerðar nýrra búvörusamninga. Fundurinn leggur áherslu á að þegar í stað verði hafnar viðræður við ríkisvaldið um starfsskilyrði nautgriparæktar til að eyða þeirri óvissu sem uppi er í greininni. Þar verði horft til eftirfarandi markmiða: • Að stefnt verði að samningi sem rammi inn starfsumhverfi greinarinnar til lengri tíma, að lágmarki 10 ára, þannig að bændur sjái sér fært að framkvæma og fjárfesta í greininni. • Að tryggð verði staða nautgriparæktarinnar sem eins af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar er keppt geti við aðrar atvinnugreinar og aðra valkosti um fólk, fjármagn og land. • Að almenn starfsskilyrði í framleiðslu og vinnslu mjólkurafurða og stuðningur ríkisins við greinina stuðli að áframhaldandi hagræðingu, aukinni samkeppnishæfni og bættum kjörum bænda. • Að fjárhagslegur stuðningur ríkisins við greinina nýtist sem best til að lækka vöruverð til neytenda. • Að greinin fái svigrúm til að búa sig undir aukna erlenda samkeppni. • Að greinin geti þróast þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi mjólkurframleiðenda og unnt sé að endurnýja framleiðsluaðstöðu í samræmi við auknar kröfur um aðbúnað og velferð gripa. • Að áhersla verði áfram lögð á heilnæmi afurða og kröfur til dýravelferðar í nautgriparækt. • Að tryggja öruggt framboð nautgripaafurða fyrir neytendur á hagstæðu verði. • Að skapa aðstæður til að nýta sóknarfæri á erlendum mörkuðum. • Að viðhaldið verði jákvæðri ímynd greinarinnar og afurða hennar. • Að tryggð verði staða lífrænnar framleiðslu nautgripaafurða og henni skapað ekki síðra starfsumhverfi en gerist í nálægum löndum. • Að takmarka eða banna innflutning dýraafurða sem eru framleiddar við lakari aðstæður og kröfur um aðbúnað, fóðrun og hirðingu en gerðar eru til innlendrar framleiðslu. Til að framangreindum markmiðum verði náð, er lögð áhersla á eftirfarandi leiðir: Tollaumgjörð: Samið verði um tollvernd til að tryggja samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu, hún verði í upphafi samnings ákveðin út frá breytilegri stöðu einstakra vöruflokka og tryggt að hún haldi verðgildi sínu. Samningar um gagnkvæma tollkvóta komi því aðeins til greina, að tekið sé tillit til smæðar hins íslenska markaðar og umfangs innlendrar framleiðslu. Verðlagning og úrvinnsla: Á gildistíma nýs samnings verði horfið frá núverandi kvótakerfi og sama verð gildi fyrir alla innlagða mjólk. Opinberri verðlagningu til bænda verði hætt, en opinber verðlagning verði áfram til staðar á vinnslu og/ eða heildsölustigi, með það markmið að auka fjölbreytni, en tryggja jafnframt hagsmuni neytenda og bænda. Tryggt verði með búvörulögum jafnt aðgengi bænda að markaði og þeim gert mögulegt að sameinast áfram í einu innvigtunar- og söfnunarfyrirtæki. Samspil búvöru- og samkeppnislaga sé tryggt, þannig að bændum verði heimilt að koma sameinaðir fram gagnvart markaði. Þannig verði gert mögulegt að tryggja eðlilegt framboð mjólkurafurða, lágmarka kostnað við vinnslu, viðhalda eðlilegri birgðastýringu innanlands og hámarka afkomu af útflutningi. Skýrðar verði þær leikreglur sem gilda eiga um úrvinnslu og sölu heima á búum kúabænda. Stuðningskerfi: Núverandi upphæðir stuðnings- greiðslna verði auknar og allir liðir þeirra verðtryggðir. Meginþungi þeirra verði áfram í formi framleiðslutengdra beingreiðslna og stuðli þannig að aukinni hagkvæmni framleiðslunnar, sanngjörnu vöruverði til neytenda og treysti tekjur bænda. Beingreiðslur verði óbreyttar að umfangi frá því sem nú er og útfærðar með þeim hætti að þær tryggi jafnt og öruggt framboð mjólkur til vinnslu. Gripagreiðslur verði áfram með svipuðum hætti, þær stuðli m.a. að fjölbreytni í búskaparháttum og styðji við áherslur um líffræðilegan fjölbreytileika. Gert verði ráð fyrir auknum stuðningi ríkisins við eflingu þróunar- og kynbótastarfs í greininni. Sótt verði á um aukin framlög sem stuðli að bættum aðbúnaði og velferð gripa í samræmi við auknar kröfur hins opinbera. Þar verði jafnframt gert ráð fyrir eðlilegri endurnýjun og nýliðun innan greinarinnar, bæði í mjólkur- og nautakjötsframleiðslu. Sótt verði á um aukin framlög svo nautkjöt njóti stuðnings. Við samningsgerðina verði lögð áhersla á að bændum verði gefin eðlileg aðlögun að breyttu fyrirkomulagi á samningstímanum. 23. Uppfylling á þörfum markaðar ins Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, hvetur bændur til að fullnægja þörfum innanlandsmarkaðar fyrir mjólk og nautakjöt til að koma í veg fyrir aukinn innflutning á þessum vörum með áhættu á minnkandi umfangi íslenskrar landbúnaðarframleiðslu. 24. Fyrirkomulag greiðslumarks viðskipta Aðalfundur LK haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015 ályktar að viðskiptadögum á kvótamarkaði verði fjölgað í 6 á ári en jafnframt verði reglugerð breytt til að bændur geti flutt eigin kvóta milli eigin lögbýla. 25. Beingreiðslur og gæðastýringar greiðslur Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015 krefst þess að fallið verði frá áformum um að verkefni Búnaðarstofu heyri undir Matvælastofnun. Þess í stað verði hún sjálfstæð stofnun sem heyri undir ráðuneyti atvinnumála. 26. Hagtölusöfnun nautgriparækt arinnar Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, átelur harðlega seinagang Hagstofu Íslands við úrvinnslu á niðurstöðum búreikninga. Áætluð skil á niðurstöðum fyrir árið 2013 eru í lok maí 2015. Að mati fundarins er óviðunandi með öllu að nýjustu upplýsingar um afkomu kúabænda séu eins og hálfs árs gamlar er þær liggja fyrir. Aðalfundur felur stjórn LK að leita samstarfs við bókhaldsskrifstofur búnaðarsambandanna og RML um gerð samantektar á afkomu kúabænda, sem liggi fyrir í maí ár hvert fyrir næstliðið bókhaldsár. 27. Nýting búnaðargjalds í þágu einstakra búgreina Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn í Reykjavík 12.–13. mars 2015, fer fram á að RML skili greinargerð um ráðstöfun búnaðargjalds. Í greinargerðinni komi fram hverjar tekjur félagsins eru af búnaðargjaldi frá einstökum búgreinum og tilsvarandi ráðstöfun þess í þágu einstakra búgreina. Greinargerðin verði birt á heimasíðu RML eigi síðar en 1. september 2015. Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum og formaður stjórnar MS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.