Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015
Fjölskyldan Það fer í taugarnar á mörgum foreldrum hvað börn þeirra eiga vont með aðlíta upp úr snjalltækjum sínum. Breskur maður, Simon Barnes, tók þetta
vandamál föstum tökum í sumar; varði hverjum einasta degi í heilan mánuð
með fjórtán ára gömlum syni sínum í náttúrunni. Hvorugum varð meint af.
Nutu náttúrunnar í heilan mánuð
Við getum sagt að þetta sýni ekki miklagrósku í því að gera ný íslensk leikritfyrir börn,“ segir Pétur Eggerz hjá
Möguleikhúsinu um komandi leikár hjá stóru
atvinnuleikhúsunum en hvorki Þjóðleikhúsið
né Borgarleikhúsið frumsýna nýja sýningu
ætlaða börnum á stóru sviðum sínum í vetur.
„Maður sér ekki mikið af frumsköpun í
nýju efni fyrir börn hjá stóru leikhúsunum og
eins og svo oft áður er það sem er nýtt yfir-
leitt byggt á eldri sögum. Er ekki tími til
kominn að gera eitthvað nýtt fyrir börn á
stóra sviðinu og leggja verulega mikið í það?
Börn eru 25% af þjóðinni og eðlilegt að leik-
hússtarf speglaðist í því. Að ekki sé talað um
að börnin eru auðvitað leikhúsgestir framtíð-
arinnar,“ heldur hann áfram.
Sýningum fram haldið
Fyrirhugaðuð er ein ný barnasýning í Þjóð-
leikhúsinu, Umhverfis jörðina á 80 dögum eft-
ir Sigurð Sigurjónsson og Karl Ágúst Úlfsson,
byggt á sögu Jules Verne, í Kassanum. Þrjár
eldri sýningar verða svo teknar upp aftur:
Leitin að jólunum eftir Þorvald Þorsteinsson
og Árna Egilsson á Leikhúsloftinu; Kuggur
og leikhúsvélin eftir Sigrúnu Eldjárn í Kúl-
unni og Klókur ertu, Einar Áskell eftir Gun-
illu Bergström á Leikhúsloftinu.
Við þetta má raunar bæta að sýningin Í
hjarta Hróa hattar eftir David Farr á Stóra
sviðinu er skilgreind sem fjölskyldusýning.
Þar er á ferðinni samstarfsverkefni Þjóðleik-
hússins og Vesturports.
Borgarleikhúsið tekur upp Billy Elliot og
Línu Langsokk frá fyrra leikári og frumsýnir
nýtt verk, Made in children, eftir Aude Bus-
son, Ásrúnu Magnúsdóttur og Alexander Ro-
berts á Litla sviðinu.
Pétur segir barnasýningar þannig í eðli
sínu að þær geti í mörgum tilfellum gengið
lengur en fullorðinssýningar enda endurnýjast
áhorfendahópurinn örar. Þess vegna sé al-
gengt að stórar sýningar á borð við Línu
Langsokk flytjist milli ára.
Foreldrar fara frekar með
börnin á efni sem þeir þekkja
Eigi að auka frumsköpun á efni fyrir börn í
leikhúsum landsins þarf meiri stuðning, að
sögn Péturs. „Ástæðan fyrir því að settar eru
upp leikgerðir á eldri sögum fyrir börn er sú
að foreldrar fara frekar með börn sín á þann-
ig sýningar en ný verk. Foreldrarnir velja
gjarnan verk sem þeir þekkja en í flestum til-
vikum ráða þeir för, en ekki börnin. Það er
með öðrum orðum auðveldara að selja sýn-
ingar á þekktum verkum eftir höfunda á borð
við Thorbjörn Egner og Astrid Lindgren.
Barnasýningar þurfa að vera markaðsvænar,
alla vega virðist það vera raunin með þær
sem settar eru upp á stóru sviðunum. Til þess
að koma með eitthvað alveg nýtt
þarftu einhverja uppörvun.“
Hann segir engan vafa
á því að hægt sé að
setja upp frumsamið
efni fyrir börn á stóru
sviðum atvinnuleik-
húsanna og nefnir
Skilaboðaskjóðu Þor-
valdar Þorsteinssonar
í því sambandi.
Spurður hvað sé
til ráða í þess-
um efnum
segir Pétur
æskilegt að
stóru leik-
húsin fari
fram með
góðu for-
dæmi enda
sé fjárhagslegt bolmagn þeirra mun meira en
sjálfstæðu leikhúsanna. „Samt sem áður hefur
gróskan oft verið meiri í sjálfstæðu leikhúsun-
um, alla vega hvað varðar ný frumsamin
barnaleikrit. Síðasta vetur voru þau meira að
segja óvenju mörg.“
Kemur í bylgjum
Hann hefur tilfinningu fyrir því að þetta komi
svolítið í bylgjum, án þess að hafa skoðað það
niður í kjölinn. „Það var bylgja í fyrra en það
er eins og hún dugi stundum í meira en eitt
leikár. Ég get trútt um talað því sýningarnar
hjá mínum litla leikhóp lifa gjarnan giska
lengi og við erum oft að taka eldri sýningar
upp aftur vegna þess að það er kominn al-
gjörlega nýr áhorfendahópur. Við settum upp
tvær nýjar sýningar í fyrravetur og munum
leggja áherslu á að sýna þær áfram í vetur.
Verðum með öðrum orðum ekki með neina
nýja sýningu.“
Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvort erfitt
verði ekki að fylla flokkinn „barnaleiksýning
ársins“ af tilnefningum á íslensku leiklist-
arverðlaununum, Grímunni, á næsta ári.
Pétur hvetur stóru leikhúsin til aukinnar
frumsköpunar á verkum fyrir börn og að fá til
lið við sig höfunda með nýjar og ferskar hug-
myndir. „Þetta hefur Möguleikhúsið oft gert
með góðum árangri.“
Snýst um viðhorf
Pétur segir málið í grunninn snúast um við-
horf. Leggja þurfi metnað í að vinna leikverk
fyrir börn. „Allir sem vinna menningarefni
fyrir börn fá á einhverjum tímapunkti spurn-
inguna: Ætlarðu svo ekki að fara að gera eitt-
hvað fyrir fullorðna? Þetta þekki ég vel sjálf-
ur en við í Möguleikhúsinu höfum líka sett
upp sýningar fyrir fullorðna. Maður finnur að
viðhorfið er annað til slíkra sýninga og það er
eilífðarbarátta að vinna upp virðinguna gagn-
vart efni fyrir börn. Það á að sjálfsögðu að
vera jafnsett efni fyrir fullorðna.“
ER HLUTUR BARNALEIKRITA OF RÝR HJÁ STÓRU LEIKHÚSUNUM?
Eilífðarbarátta að vinna upp virðingu
Lína Langsokkur í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Gott dæmi um „öruggt“ val á leikriti handa yngstu kynslóðinni.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
ENGIN NÝ BARNASÝNING
VERÐUR Á STÓRA SVIÐINU Í
ÞJÓÐLEIKHÚSINU OG BORGAR-
LEIKHÚSINU Í VETUR OG LÍTIÐ
UM FRUMSKÖPUN Á EFNI FYRIR
YNGSTU LEIKHÚSGESTINA. PÉTUR
EGGERZ HJÁ MÖGULEIKHÚSINU
HVETUR STÓRU LEIKHÚSIN TIL
AÐ EFLA ÞENNAN ÞÁTT Í STARFI
SÍNU, AUK ÞESS SEM BREYTA ÞURFI
VIÐHORFINU.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Pétur Eggerz í hlutverki Sæmundar fróða í Möguleikhúsinu fyrir fáeinum árum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Karíus og Baktus
fara alltaf vel í
blessuð börnin.