Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 32
Þegar maður sér Fatback-hjól í fyrsta sinn sér maður eiginlega ekkert nema dekkin – þau eru svo yfirþyrmandi þykk. Ég verð að viðurkenna aðmér fannst hálf hjákátlegtað stíga á bak Fatback Corvus-hjólinu sem ég fékk í Hjólaspretti í Hafnarfirði – mál- ið er nefnilega að það er svo- kallað Fatbike og dekkin svo ýkt, í þvílíkri yfirstærð, að það var nánast eins og ekki væri um alvöruhjól að ræða – frekar eins og Jawa- faratæki á Tatooine. Þegar á reyndi var það að hjóla á því eins og á hverju öðru hjóli, nema náttúrlega hjóli með 4" dekkjum. Fatbike, það er hjól með dekkjum í yfirstærð, rekja ættir sínar til Alaska þar sem þróað var hjól sem nota mætti í þæf- ingsfærð og eins og sagan er rakin byrjuðu menn á að sjóða saman gjarðir og búa til tvöföld og þreföld dekk þar til framleið- endur gjarða og dekkja tóku við sér og fóru að smíða ofurbreið dekk og gjarðir í stíl. Það gefur augaleið að dekk sem þróuð eru til að hjóla í snjó hljóta að henta bráðvel fyrir ferðalag í sandi, eins og sannast á ferð hjólreiðakappans Geoff Harper um sanda Suðurlands á 9:Zero:7 Tusken-hjóli með 26 x 4.0" 45NRTH-dekkjum og sagt er frá á vefsetrinu unchained- iceland.wordpress.com. Slík hjól hafa notið æ meiri vinsælda ytra og þeim hefur líka fjölgað smám saman hér á landi. Algengasta spurning sem ég fékk þegar fólk sá mig á hjólinu var hvort ekki væri erfiðara að hjóla og byggist það á þeirri þjóðtrú að maður fari því hraðar sem dekkin eru mjórri. Rétt er að breidd- in á dekkinu skiptir litlu sem engu en mynstrið aftur á móti miklu. Ég fann líka fyrir því að mynstrið á dekkjunum er mjög gróft enda var hjólið notað til ferða á Langjökli áður en ég fékk það, en það var þó búið að taka naglana úr því – meira mynstur eykur titring og maður tapar orku fyrir vikið. Á þeirri leið sem ég fer í vinnuna á morgnana eru göngu- og hjólastígar svo að segja alla leið og því lítið fengið með því að vera á svo öflugu hjóli, verra reyndar að vera á hjóli með dempara þegar hjólað er upp brekkurnar að Vatnsendahvarfi. Þegar ég fór lengri leiðina heim, sunnan við Elliðavatn, norðan við Strýpshraun og svo Grunnu- vatnaleið í átt að Arnarbæli og niður í Heiðmörk, kom hjólið aftur á móti heldur en ekki í góðar þarfir – það var frábært að svífa yfir sand og möl og best af öllu þegar ég sigldi nið- þar sem ójöfnur voru hvað mest- ar og þeir gerðu sitt til að gera ferðina eins ánægjulega og hún varð. Hjólið sjálft, stellið, er mjög vel hannað, nóg pláss fyrir flösk- ur og aðrar viðbætur og sérdeil- is þægilegt að sitja það – þetta er óskahjól fyrir langt ferðalag, til að mynda yfir Sprengisand. Eins og getið er fékk ég hjól- ið í Hjólaspretti í Hafnarfirði. Það er svo nýkomið að ekki er komið á það verð, en koltrefja- týpan kostar væntanlega um 900.000 kr. og Lauf-gaffallinn um 100.000 til viðbótar. Hjóla- sprettur verður líka með Fat- back með álstelli sem kostar þá mun minna, sennilega 3-400.000 kr. ur Vífilsstaðahlíðina. Ég hef áður farið þessa leið og eiginlega ekki lagt í hana aftur, enda ekki gott fyrir götuhjól, en á fatbike má segja að maður svífi á svörtu skýi. Önnur spurning sem ég heyrði oft var hvort hjólið væri ekki þungt. Því er til að svara að það er fislétt – allt er úr kol- trefjum sem á annað borð er hægt að smíða úr þeim og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er framdemparinn frá íslensku hugvitsmönnunum í Lauf Forks, gaffallinn er Lauf Carbonara sem er ekki nema rétt rúmt kíló að þyngd. Skipting á hjólinu er líka einföld, aðeins eitt tannhjól að framan, og ekki saknaði ég gíra. Lauf-gaffallinn og koltrefja- dempararnir virkuðu frábærlega vel, þó að ég efist um að þeirra sé þörf á hjóli með svo breið og loftmikil dekk, enda er eðlilega mjög góð fjöðrun í dekkjunum og svörun í stýri er ekki eins nákvæm þegar maður er með dempara. Að því sögðu var fínt að hafa þá, mjög gott reyndar SVIFIÐ Á SVÖRTU SKÝI ÞAÐ GEFUR AUGALEIÐ AÐ ÞVÍ BREIÐARA SEM DEKKIÐ ER, ÞVÍ BETRA ER AÐ HJÓLA Í SNJÓ OG SANDI EÐA FARA YFIR ÓJÖFNUR. DEKK HAFA VERIÐ AÐ BREIKKA Í REIÐHJÓLAHEIMINUM EFTIR ÞVÍ SEM MENN VILJA ÞRÆÐA Æ ÓTROÐNARI SLÓÐIR, EN EKKI VEIT ÉG HVORT LENGRA VERÐI KOMIST EN Á FATBACK CORUS SEM ER MEÐ 4" DEKK. * Stellið er Fatback Corvus,hnakkurinn WTB, stýri, stýrisstöng og tannhjól Race Face og SRAM XO1 drifhjól og Avid skiptingar. Diskabremsur. Dekk eru 26" x 4" 45NRTH Dillinger 5, koltrefjagjarðir SUNringlé (Mulefüt 80SL) að aftan og Surly Clown Shoe að framan. Gaffallinn er Lauf Carbonara gaffall. Græjan ÁRNI MATTHÍASSON Það er frábært að hjóla á Fatback. 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.8. 2015 Græjur og tækni Með því að fara á vefinnwww.boredpanda.com og setja „donald“ í leitarstreng síðunnar má finna stórskemmtilegan lista yfir 15 fyrirbæri sem líta út eins og Donald Trump. Leið panda gefur lífinu lit www.veislulist.is Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b orð á einnota veislufötum. Sé veislan 150manna eðameira eru a llar veitingar afhentar á einnota veislufötum. Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810 Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan PINNAMATUR FYRIRÖLLTÆKIFÆRI Þú getur lesið allt um pinnamat og aðra rétti á heimasíðu okkar PINNAMATUR Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím a dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa. Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d fimm til sjö rétta pinnaborð. Skoðið verðin á heimasíðu okkar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.