Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.08.2015, Blaðsíða 33
Sturtan notar um 70% minna vatn en venjuleg sturta, að sögn Nebia. Vatnsskortur í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum hefur verið viðvar- andi vandamál um árabil og er vatnsreikningurinn stór hluti af út- gjöldum heimila fylkisins. Banda- ríska sprotafyrirtækið Nebia telur sig vera með vöru sem geti sparað meðalheimili í Kaliforníu tæplega 400 Bandaríkjadollara á ári, sem samsvarar um 50.000 krónum. Um er að ræða sturtu sem notar um 70% minna vatn en venjuleg sturta með hjálp mjög nýstárlegrar tækni. Sturtan tvístrar upp vatninu í milljónir lítilla dropa sem búa saman til eins konar vatnsgufu og segja þau sem hafa prófað sturtuna að upplif- unin sé gerólík því sem áður þekk- ist. Og ekki síðri. Verkefnið var kynnt á vefsíðunni Kickstarter, þar sem sprotafyrirtæki óska eftir fjármagni til að koma vörum og fyrirtæki sínu af stað. Á rúmlega tveimur vikum hefur 2,7 milljónum dollara verið heitið á verk- efnið, sem er langt yfir markmiði fyrirtækisins, en það var 100.000 dollarar. Meðal þeirra sem hafa hjálp- að til við að fjármagna verkefnið eru Tim Cook, forstjóri Apple, og Eric Schmidt, stjórnarformaður Alpha- bet, móðurfélags Google. Þessi mikli stuðningur við verk- efnið lýsir bæði trú fólks á hugmynd- inni og þörf fyrir að nýta vatnið bet- ur, en það er mjög takmörkuð auðlind víðs vegar um heiminn. Fyrirtækið telur að í heildina geti tæknin sparað yfir 760 milljarða lítra vatns og 3,9 milljarða dollara í Kali- forníufylki, en það nemur 500 millj- örðum íslenskra króna. KICKSTARTER-VERKEFNIÐ NEBIA HEFUR FENGIÐ GÍFURLEGA MIKIÐ FJÁRMAGN Sparar Kaliforníu milljarða dollara 30.8. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33 *Merkilegasta uppgötvun allra tíma ersú að einstaklingur geti breytt framtíðsinni með því einu að breyta viðhorfi sínu. Oprah Winfrey Tölvuleikjaspilun á sér fastan sess meðal fólks um allan heim. Margir spila tölvuleiki heima hjá sér til gamans, aðrir til að stytta sér stundir í vinnunni og sumir hafa spilunina að atvinnu. Tekjulind þeirra síðastnefndu hefur hingað til verið peningaverðlaun fyrir keppni eða frá stuðningsaðilum. Nú eru hins vegar margir færir um að framfleyta sér aðeins á því að spila tölvuleiki og annaðhvort taka það upp og hlaða upp á YouTube eða streyma því í beinni útsendingu á netinu. Stærsta, og í raun eina, vefsíðan sem býður upp á að streyma tölvu- leiki beint heitir Twitch, en á árinu 2014 heimsóttu síðuna yfir 100 milljón einstaklingar mánaðarlega. Myndbandsvefsíðan YouTube stefnir nú á að skáka Twitch og hefur opnað streymissíðuna Gaming.YouTube.com og mun hver sem er geta streymt tölvu- leikjaspilun sinni. RISINN MÆTTUR Í TÖLVULEIKJASTREYMIÐ YouTube í streymið Það getur verið erfitt að halda í við öra tækniþróun nútímans. Á hverjum degi virðast koma fram á sjónarsviðið ný tæki eða nýr hug- búnaður sem ætlað er að auðvelda fólki lífið með einum eða öðrum hætti. Ekki líður svo á löngu þar til téð tækni þykir ómissandi, eins og snjallsímarnir eru í dag. Fyrir þá sem eru að eignast sína fyrstu snjallsíma eða skilja ekki ný stýrikerfi munu ýmsir aðilar bjóða upp á vikuleg námskeið í allan vet- ur endurgjaldslaust. „Þessi nám- skeið eru fyrir fólk sem eru að taka sín fyrstu skref í snjallsímum, en þetta er mjög framandi tækni fyrir marga og fólk getur verið mjög óöruggt með tækin,“ segir Hrafn Hjartarson, sem sér um Snjallsímaskólann hjá Símanum. Kennt er á tækin alveg frá grunni. „Við kennum fólki á grunn- inn, að komast af stað og vinna sig í gegnum valmyndina,“ segir Sindri Már Björnsson, versl- unarstjóri Vodafone í Kringlunni. Þó að oft sé hægt að fá kennslu heima fyrir finnst mörgum þægi- legra að læra þetta á námskeiðum. „Það er allt öðruvísi að koma á námskeið en að vera kennt heima og sumum finnst það einfaldlega þægilegra,“ segir Hrafn. „Á nám- skeiði er fólkinu oft sýnd meiri þolinmæði og kennt með skipu- lagðari hætti á það sem skiptir máli.“ Símafyrirtækin Síminn og Voda- fone bjóða bæði upp á vikuleg námskeið fyrir Android- og iOS- stýrikerfin, en iOS er stýrikerfið sem notað er í iPhone og iPad. Hjá Símanum eru tvö námskeið í hverri viku, annað með Android og hitt með iOS, en Vodafone er með þrjú Android-námskeið í mánuði og eitt iPhone. „Android-nám- skeiðin hafa verið betur sótt, en þau eru talsvert fleiri sem eiga þannig tæki,“ segir Sindri Már. Verslunin Epli, sem er sérversl- un fyrir Apple-vörur, mun bjóða upp á námskeið á hverjum laugar- degi í vetur þar sem kennt er á tæki með iOS-stýrikerfið og þá sérstaklega iPad-spjaldtölvur. „Við kennum á iPad en það gildir alveg jafnmikið fyrir iPhone, þar sem báðar vörurnar keyra á sama stýrikerfi,“ segir Björgvin Þór Björgvinsson, verslunarstjóri í Epli. Hægt að læra betur á snjallsímann í vetur ÝMIS ÓKEYPIS NÁMSKEIÐ STANDA FÓLKI TIL BOÐA Í VETUR TIL AÐ LÆRA Á FLÓKIN SNJALLTÆKI HVERSDAGSLÍFSINS. Sigurður Tómasson sigurdurt@mbl.is Epli, Síminn og Vodafone eru öll með vikuleg snjallsímanámskeið þar sem farið er yfir grunninn í notkun tækjanna og fólki hjálpað að komast af stað. Á vefnum www.googlesheep- view.com er hægt að sjá kind- ur úr lofti, s.s. á Englandi og Nýja-Sjálandi, á sama hátt og skoða má götur með „street view“ frá Google. Kindur úr lofti %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% %%%%%%%%%%%%%%%% BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 ÚTSÖLULOK SÓFAR STÓLAR PÚĐAR SÓFABORĐ MOTTUR SMÁVÖRUR ALLT AĐ 50% AFSLÁTTUR AF ÚTSÖLUVÖRUM LOKADAGUR LAUGARDAGINN 29. ÁGÚST
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.