Þjóðmál - 01.03.2009, Side 12

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 12
10 Þjóðmál VOR 2009 svo á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sunnudaginn 8 . mars, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu og lýsti yfir ákvörðun sinni um, að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi . Sagðist hún með þessari ákvörðun horfast í augu við þá staðreynd, að veikindi hennar gerðu henni ekki kleift að taka af fullum krafti þátt í þeim verkefnum, sem framundan væru . Hún hefði ekki náð þeim hraða bata, sem hún hefði vænst, þegar hún kynnti framboð sitt viku áður, Hin óvænta tilkynning Ingibjargar Sólrúnar kallaði á yfirlýsingar um for­ manns frambjóðendur en þau Jóhanna Sig­ urðardóttir og Össur Skarphéðinssoar tóku af skarið um, að þau myndu ekki gefa kost á sér . Össur sagðist hafa sinnt formennsku í fimm ár . Jón Baldvin Hannibalsson taldi, að hart yrði gengið að Jóhönnu, en hann þekkti af eigin reynslu, að ekki væri auðvelt að fá hana til að skipta um skoðun . Dagur B . og Árni Páll vildu ekkert segja . Þegar Ingibjörg Sólrún tók af skarið höfðu fyrrverandi samráðherrar hennar Björgvin G . Sigurðsson og Kristján Möller hlotið efstu sæti, hvor í sínu kjördæmi, að loknu prófkjöri . Gætti þungrar gagnrýnis­ öldu innan Samfylkingarinnar, vegna þess að ekkert virtist vera að breytast í ásýnd Samfylkingarinnar, þrátt fyrir bankahrunið . Samfylkingin hefur boðað til landsþings loka helgina í mars 2009 eins og sjálfstæðis­ menn . Það stefnir því í formannskjör í báðum flokk um þessa sömu helgi . VII . Víst er, að uppgjör vegna bankahrunsins á eftir að taka á sig fleiri myndir en birtist í því pólitíska umróti, sem hér hefur verið lýst . Eitt er að stjórnmálamenn takist á um mál á sínum vettvangi eða stjórnmálaflokkar leitist við að skapa sér nýja stöðu . Þar gilda önnur viðhorf en hjá opinberum rannsóknaraðilum . Alþingi hefur samþykkt tvenn lög, sem snerta opinbera rannsókn vegna banka­ hruns ins . Annars vegar um þriggja manna rannsókn arn efnd, sem starfar undir stjórn dr . Páls Hreins sonar hæsta réttardómara . Hins vegar um sérstakan saksóknara en Ólafur Þór Hauks son, sýslumaður á Akra­ nesi, var skipaður í það embætti . Pólítíska uppgjörið verður fyrr á ferðinni en hið opinbera . Kosið verður til alþingis 25 . apríl . Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndarinnar birtist í nóvember 2009 . Sérstaki saksóknarinn er, þegar þetta er skráð, óánægður með, hve fjármálaeftirlitið hefur verið tregt til að afhenda sér gögn . Sú tregða kemur ekki á óvart, því að við gerð frumvarpsins um hinn sérstaka saksóknara var líklega tekið of ríkt tillit til óska viðskiptaráðuneytisins um sjálfstæði fjármálaeftirlits gagnvart hinum sérstaka saksóknara . Öruggt er: Síðasta orðið hefur ekki verið sagt um fjármálahamfarir íslensku þjóðar­ innar og afleiðingar þeirra .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.