Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 12

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 12
10 Þjóðmál VOR 2009 svo á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sunnudaginn 8 . mars, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðaði til blaðamannafundar á heimili sínu og lýsti yfir ákvörðun sinni um, að draga sig í hlé frá stjórnmálastarfi . Sagðist hún með þessari ákvörðun horfast í augu við þá staðreynd, að veikindi hennar gerðu henni ekki kleift að taka af fullum krafti þátt í þeim verkefnum, sem framundan væru . Hún hefði ekki náð þeim hraða bata, sem hún hefði vænst, þegar hún kynnti framboð sitt viku áður, Hin óvænta tilkynning Ingibjargar Sólrúnar kallaði á yfirlýsingar um for­ manns frambjóðendur en þau Jóhanna Sig­ urðardóttir og Össur Skarphéðinssoar tóku af skarið um, að þau myndu ekki gefa kost á sér . Össur sagðist hafa sinnt formennsku í fimm ár . Jón Baldvin Hannibalsson taldi, að hart yrði gengið að Jóhönnu, en hann þekkti af eigin reynslu, að ekki væri auðvelt að fá hana til að skipta um skoðun . Dagur B . og Árni Páll vildu ekkert segja . Þegar Ingibjörg Sólrún tók af skarið höfðu fyrrverandi samráðherrar hennar Björgvin G . Sigurðsson og Kristján Möller hlotið efstu sæti, hvor í sínu kjördæmi, að loknu prófkjöri . Gætti þungrar gagnrýnis­ öldu innan Samfylkingarinnar, vegna þess að ekkert virtist vera að breytast í ásýnd Samfylkingarinnar, þrátt fyrir bankahrunið . Samfylkingin hefur boðað til landsþings loka helgina í mars 2009 eins og sjálfstæðis­ menn . Það stefnir því í formannskjör í báðum flokk um þessa sömu helgi . VII . Víst er, að uppgjör vegna bankahrunsins á eftir að taka á sig fleiri myndir en birtist í því pólitíska umróti, sem hér hefur verið lýst . Eitt er að stjórnmálamenn takist á um mál á sínum vettvangi eða stjórnmálaflokkar leitist við að skapa sér nýja stöðu . Þar gilda önnur viðhorf en hjá opinberum rannsóknaraðilum . Alþingi hefur samþykkt tvenn lög, sem snerta opinbera rannsókn vegna banka­ hruns ins . Annars vegar um þriggja manna rannsókn arn efnd, sem starfar undir stjórn dr . Páls Hreins sonar hæsta réttardómara . Hins vegar um sérstakan saksóknara en Ólafur Þór Hauks son, sýslumaður á Akra­ nesi, var skipaður í það embætti . Pólítíska uppgjörið verður fyrr á ferðinni en hið opinbera . Kosið verður til alþingis 25 . apríl . Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndarinnar birtist í nóvember 2009 . Sérstaki saksóknarinn er, þegar þetta er skráð, óánægður með, hve fjármálaeftirlitið hefur verið tregt til að afhenda sér gögn . Sú tregða kemur ekki á óvart, því að við gerð frumvarpsins um hinn sérstaka saksóknara var líklega tekið of ríkt tillit til óska viðskiptaráðuneytisins um sjálfstæði fjármálaeftirlits gagnvart hinum sérstaka saksóknara . Öruggt er: Síðasta orðið hefur ekki verið sagt um fjármálahamfarir íslensku þjóðar­ innar og afleiðingar þeirra .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.