Þjóðmál - 01.03.2009, Page 24

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 24
22 Þjóðmál VOR 2009 fyrir að bandaríska bólan kæmi fram með þessum hætti á Íslandi með því að lýsa yfir því að það myndi aldrei styðja bankana, hvorki með lánum í íslenskum krónum né erlendum gjaldeyri . Fólk á að vantreysta bönkum Frjáls bankastarfsemi, þar sem engin ríkis ábyrgð er til staðar og enginn seðla­ banki, hefur verið reynd með skýrustum hætti í Skot landi á tímabilinu 1727– 1845 . Reglur sem settar voru af ríkinu voru litlar . Á því tímabili var óvenjulegur stöðugleiki í hagkerfi landsins og fáir bankar lentu í vandræðum . Þessu lauk þegar bankastarfsemi í Skotlandi var sett undir Englandsbanka, eða seðla banka Englands . Ekki má rugla frjálsri banka starf semi saman við það sem stundum hefur verið kallað frjáls bankastarfsemi í Bandaríkjunum á 19 . öld, þegar ríkisafskipti voru mikil og bankar nutu ríkisaðgerða ef þörf þótti á . Hið eina sem agar banka þokkalega er frjáls markaður . Auðvitað munu sumir bankar gera mistök, eins og önnur fyrirtæki . Það þýðir ekki að breyta eigi leikreglunum í átt að meiri ríkisafskiptum og ríkisábyrgð og skapa þá ranghugmynd að mistök geti ekki orðið aftur . Allir geta lært af mistökunum og spreytt sig á að gera betur – þannig stuðlar frjáls markaður að framförum . Að sumu leyti hefur það ástand sem komið er upp í bankaheiminum núna á sér jákvæðar hliðar, eftir að seðlabönkum heimsins hefur mistekist að halda flæði peninga gangandi . Fólk á að vantreysta bönkum . Aðeins þannig er hægt að halda þeim þokkalega vel á mottunni . Frjálshyggjan og bankar Nokkrar kynslóðir frjálshyggjumanna í Banda ríkjunum hafa nú æpt sig hásar um Seðlabanka Bandaríkjanna . Lítið hefur verið á frjálshyggjumenn hlustað og margir þar í landi draga nú þá ályktun að kapítalisminn hafi klikkað, með vandanum í fjármálakerfinu . Svipaðar ályktanir voru dregnar í kreppunni miklu . Hversu oft ætla menn að taka upp meiri og meiri sósíalisma og kenna svo frjálshyggjunni um þegar það fer illa? Peningakerfi heimsins byggist á hugsun­ inni um blandað hagkerfi, einkarekstur með ríkisábyrgð . Það er eitruð blanda, eins og enn hefur komið í ljós . Frjálshyggjan er með fjar vistarsönnun . Gylfi Magnússon dósent og viðskiptaráðherra hef ur árum saman verið stjórnarformaður Sam keppniseftirlitsins og taldi áður en hann varð ráðherra að allir sem hefðu komið að skipu­ lagi íslensks atvinnulífs ættu að segja af sér, nema stjórnarformað ur Samkeppniseftirlitsins . Enginn fréttamaður spurði hann um þetta . Þegar hann varð ráðherra í því ráðuneyti sem Samkeppniseftirlitið heyrir undir, ákvað hann að fara í leyfi sem stjórnarformaður þess, en segja ekki af sér formennskunni . Enginn fréttamaður ræðir það við hann . Enginn fréttamaður spyr hvort hægt sé að fara í leyfi frá skipun í stjórnsýslunefnd . Og enginn fréttamaður spyr heldur, hvaða ráðherra hafi þá veitt Gylfa Magnússyni leyfið . Gylfi Magnússon hélt ræðu á dögunum og gagn rýndi harðlega skort á samkeppni á Íslandi . Frétta mönnum fannst þetta merkileg ræða og álits gjafar klöppuðu . Nú væri loksins kominn maður sem vissi sínu viti . Enginn þeirra nefndi að Gylfi hefði árum saman verið stjórnarformað ur Sam keppniseftirlitsins . Úr Vef­Þjóðviljanum 1. mars 2009. ____________ Tvískinnungur

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.