Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 24

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 24
22 Þjóðmál VOR 2009 fyrir að bandaríska bólan kæmi fram með þessum hætti á Íslandi með því að lýsa yfir því að það myndi aldrei styðja bankana, hvorki með lánum í íslenskum krónum né erlendum gjaldeyri . Fólk á að vantreysta bönkum Frjáls bankastarfsemi, þar sem engin ríkis ábyrgð er til staðar og enginn seðla­ banki, hefur verið reynd með skýrustum hætti í Skot landi á tímabilinu 1727– 1845 . Reglur sem settar voru af ríkinu voru litlar . Á því tímabili var óvenjulegur stöðugleiki í hagkerfi landsins og fáir bankar lentu í vandræðum . Þessu lauk þegar bankastarfsemi í Skotlandi var sett undir Englandsbanka, eða seðla banka Englands . Ekki má rugla frjálsri banka starf semi saman við það sem stundum hefur verið kallað frjáls bankastarfsemi í Bandaríkjunum á 19 . öld, þegar ríkisafskipti voru mikil og bankar nutu ríkisaðgerða ef þörf þótti á . Hið eina sem agar banka þokkalega er frjáls markaður . Auðvitað munu sumir bankar gera mistök, eins og önnur fyrirtæki . Það þýðir ekki að breyta eigi leikreglunum í átt að meiri ríkisafskiptum og ríkisábyrgð og skapa þá ranghugmynd að mistök geti ekki orðið aftur . Allir geta lært af mistökunum og spreytt sig á að gera betur – þannig stuðlar frjáls markaður að framförum . Að sumu leyti hefur það ástand sem komið er upp í bankaheiminum núna á sér jákvæðar hliðar, eftir að seðlabönkum heimsins hefur mistekist að halda flæði peninga gangandi . Fólk á að vantreysta bönkum . Aðeins þannig er hægt að halda þeim þokkalega vel á mottunni . Frjálshyggjan og bankar Nokkrar kynslóðir frjálshyggjumanna í Banda ríkjunum hafa nú æpt sig hásar um Seðlabanka Bandaríkjanna . Lítið hefur verið á frjálshyggjumenn hlustað og margir þar í landi draga nú þá ályktun að kapítalisminn hafi klikkað, með vandanum í fjármálakerfinu . Svipaðar ályktanir voru dregnar í kreppunni miklu . Hversu oft ætla menn að taka upp meiri og meiri sósíalisma og kenna svo frjálshyggjunni um þegar það fer illa? Peningakerfi heimsins byggist á hugsun­ inni um blandað hagkerfi, einkarekstur með ríkisábyrgð . Það er eitruð blanda, eins og enn hefur komið í ljós . Frjálshyggjan er með fjar vistarsönnun . Gylfi Magnússon dósent og viðskiptaráðherra hef ur árum saman verið stjórnarformaður Sam keppniseftirlitsins og taldi áður en hann varð ráðherra að allir sem hefðu komið að skipu­ lagi íslensks atvinnulífs ættu að segja af sér, nema stjórnarformað ur Samkeppniseftirlitsins . Enginn fréttamaður spurði hann um þetta . Þegar hann varð ráðherra í því ráðuneyti sem Samkeppniseftirlitið heyrir undir, ákvað hann að fara í leyfi sem stjórnarformaður þess, en segja ekki af sér formennskunni . Enginn fréttamaður ræðir það við hann . Enginn fréttamaður spyr hvort hægt sé að fara í leyfi frá skipun í stjórnsýslunefnd . Og enginn fréttamaður spyr heldur, hvaða ráðherra hafi þá veitt Gylfa Magnússyni leyfið . Gylfi Magnússon hélt ræðu á dögunum og gagn rýndi harðlega skort á samkeppni á Íslandi . Frétta mönnum fannst þetta merkileg ræða og álits gjafar klöppuðu . Nú væri loksins kominn maður sem vissi sínu viti . Enginn þeirra nefndi að Gylfi hefði árum saman verið stjórnarformað ur Sam keppniseftirlitsins . Úr Vef­Þjóðviljanum 1. mars 2009. ____________ Tvískinnungur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.