Þjóðmál - 01.03.2009, Side 28

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 28
26 Þjóðmál VOR 2009 . tugi, verða þar með að ósekju fórnarlömb hins skefjalausa haturs forsvarsmanna Sam­ fylkingarinnar á Davíð Oddssyni . Hér skal ekki fjallað frekar um frumvarp þetta, sem nú er orðið að lögum, en allir sanngjarnir menn sjá að kastað var höndum til þess . Ekki sýnist því vanþörf á því að beina því til flokks skrifstofu Samfylkingarinnar að næst þegar þar stendur til að semja frumvarp fyrir þing flokkinn verði hæft fólk kallað til verka . Logið til um „samstarfsvilja“ Ingimundar Föstudaginn 6 . febrúar bárust fréttir af því að þeir Ingimundur og Eiríkur hefðu svarað hótunarbréfi Jóhönnu . Fram kom í fjölmiðlum að Ingimundur hefði ákveðið að láta af störfum en Eiríkur ekki . Af því tilefni kom Jóhanna fram í fjölmiðlum og þakkaði Ingimundi fyrir „samstarfsviljann“! Til upprifjunar má geta þess að í lok júní 2006 var Ingimundur skipaður seðlabanka­ stjóri til sjö ára frá 1 . september það sama ár . Hann hefur lokið MA prófi í þjóðhagfræði og kom fyrst til starfa í Seðlabankanum 1973 og hefur starfað þar samfleytt frá 1975, auk þess að gegna störfum á vegum Norðurland­ anna og Eystrasaltsríkjanna í framkvæmda­ stjórn Al þjóða gjaldeyrissjóðsins . Ingimund­ ur varð að stoð ar bankastjóri Seðlabankans 1994 og settur bankastjóri 2002–2003 og 2006 . Hann hefur að öllum líkindum ekki séð fyrir sér sumarið 2006 að tveimur og hálfu ári síðar myndi Jóhanna Sigurðardóttir staldra við í Stjórnar ráðinu og hrekja hann úr starfi og vega að æru hans . Nokkrum dögum eftir að Jóhanna hafði þakkað honum „samstarfsviljann“ var svar­ bréf Ingimundar birt opinberlega og kom þá í ljós að Jóhanna hafði sagt vísvitandi ósatt um efni bréfs hans . Í bréfi Ingimundar sagði meðal annars: „Ég [ . . .] hef alla tíð lagt mig fram um að sinna skyldum mínum, innanlands sem utan, af fagmennsku, ábyrgð og samviskusemi á grundvelli menntunar og reynslu sem ég hef aflað mér á áratugalöngum starfsferli í bankanum og í alþjóðlegu samstarfi . Dylgjur um annað eru í huga mínum ósanngjarnar og órökstuddar . Mér finnst ómaklega vegið að starfsheiðri mínum og æru í bréfi yðar [ . . .] og orðum sem þér hafið látið falla á opinberum vettvangi .“ Þá tók Ingimundur jafnframt fram í bréfi sínu að hann hefði aldrei tekið þátt í stjórn­ málastarfi eða verið félagi í nokkurri stjórn­ málahreyfingu . „Ég get því með engu móti fallist á að „póli tísk sjónarmið” hafi „vegið þungt” við skip un mína í bankastjórn Seðlabanka Íslands á sínum tíma eins og gefið er í skyn,“ sagði Ingi mundur: „Ég tel skipun mína hafa byggst á faglegum sjónarmiðum og á þekkingu minni og reynslu, bæði á innlendum og erlendum vettvangi . Menntun mín er heldur ekki frábrugðin því sem algengt er meðal banka stjóra margra annarra seðlabanka sem einnig er vitnað til i bréfi yðar .“ Að lokum óskaði Ingimundur eftir lausn úr embætti bankastjóra við Seðlabankann og afþakkaði boð um að ganga til viðræðna um starfs lokagreiðslur . Öllum mátti ljóst vera að vammlaus embættismaður hafði verið hrakinn úr starfi sínu . Hinn 11 . febrúar var greint frá því í fjöl ­ miðlum að Eiríkur Guðnason hefði jafn­ framt tilkynnt forsætisráðherra að hann myndi láta af störfum 1 . júní n .k . Eiríkur hafði, sem fyrr segir, sent Jóhönnu bréf föstu daginn 6 . febrúar þar sem hann benti á að hann hefði alls ekki verið skipaður á pólitískum forsendum, hann hefði sótt um starf seðlabankastjóra þegar það var auglýst fyrir 15 árum eftir að hafa þá starfað í bankanum í 25 ár . Þar með hafði annar

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.