Þjóðmál - 01.03.2009, Side 30

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 30
28 Þjóðmál VOR 2009 Þjóðmál VETUR 2006 28 frum varpið var afgreitt úr nefndinni mið­ viku daginn 25 . febrúar . Daginn eftir var það sam þykkt á Alþingi – fyrsta og eina frumvarpið, þegar þetta er ritað, sem þingið hefur samþykkt frá minnihlutastjórninni . Sama dag kvöddu þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason starfsfólk Seðlabankans . Stjórnsýslulög hvað? Áinnan við hálfum mánuði tókst minni­hlutastjórninni undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur að hrekja tvo ráðuneytis­ stjóra, þrjá seðlabankastjóra og tvo formenn banka ráða ríkisbanka úr starfi . Nánast allur starfstími minnihluta stjórn­ arinnar hefur farið í það að koma þessum embættismönnum úr starfi og þó einkum einum þeirra, Davíð Oddssyni . Það er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir gat ekki rekið fyrrgreinda embættismenn þar sem lög um réttindi opinberra starfsmanna binda hendur hennar, enda fann hún ekki að störfum þeirra, í æðisgenginni viðleitni sinni við að koma þeim samt úr starfi . Hún lét það þó ekki stöðva sig þegar hún var félags­ málaráðherra og vék Sigurjóni Erni Þórssyni úr starfi for manns stjórnarnefndar um mál­ efni fatl aðra, en 11 . desember sl . féll dómur í héraðsdómi um skaðabætur sem ríkinu bæri að greiða manninum þar sem Jóhanna tald ist hafa brotið gegn stjórn sýslulögum . Helgi Seljan, dagskrárgerðarmaður hjá Kastl jósi, ræddi við Jóhönnu mánudaginn 16 . febrú ar . Jóhanna sagðist una dóminum, þótt hún væri honum ósamþykk, en úr orðum hennar mátti lesa að Sigurjón Örn, sem unnið hafði sér það til saka í augum Jóhönnu að vera fram sóknarmaður, hefði frekar átt að hætta þegjandi en að gæta réttar síns . Einhvern tímann hefði Jóhanna Sig urð­ ardóttir farið upp í pontu Alþingis og heimt­ að afsögn ráðherra af minna tilefni . Spyrja má hvers vegna Jóhanna og félagar hennar í minnihlutastjórninni ganga ekki hreint til verks og segja einfaldlega fyrr­ nefnd um embættismönnum upp störfum . Ef þeir eru vanhæfir og hafa gerst sekir um vanrækslu í starfi er hægur vandi að víkja þeim frá með löglegum hætti . Þeir myndu síðan leita réttar síns fyrir dómstólunum en þar stæði minni hlutastjórnin væntanlega vel að vígi með pottþétt efnisleg rök fyrir ákvörðunum sínum! Dýrmætur tími farinn í vaskinn Nú má vissulega færa rök fyrir því að ráðu neytisstjórar fylgi ráðherrum bæði inn og út úr ráðuneytunum og sjálfur tel ég að slíkt megi skoða . Hins vegar kveða íslensk lög þvert á móti á um að ráðu neytis stjórn fylgi ráðuneytum og því ljóst að brott rekstur þeirra Bolla og Baldurs er eins dæmi . Þá liggur nokkuð ljóst fyrir að þau Jóhanna og Steingrímur eru ekki að skapa nýja starfsvenju með því að senda ráðu neyt is stjóra sína í „leyfi“ heldur er hér eingöngu um pólitískar hreinsanir að ræða . Í því árferði sem nú ríkir í efnahagskerfi þjóðarinnar hefði mátt ætla að þekking og reynsla Bolla Þórs Bollasonar hefði nýst forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn svo ekki sé minnst á það samstarf sem hann sem ráðuneytisstjóri var búinn að mynda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn . Allt tal Sam fylk­ ingar innar um fagmennsku, gagnsæi, rétt­ læti, heiðarleika og góða stjórnsýsluhætti er nú fokið út í veður og vind . Nýju seðlabankalögin eru auðvitað ekkert nema uppsögn á bankastjórum bankans . Hvergi kemur fram málefnaleg gagnrýni á vinnubrögð þeirra heldur er aðeins þvaðrað um nauðsyn þess að „auka trúverðugleika Seðlabankans“, bæði hér heima og ekki síst erlendis . Það er auðvitað óskiljanlegt hvernig

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.