Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 30

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 30
28 Þjóðmál VOR 2009 Þjóðmál VETUR 2006 28 frum varpið var afgreitt úr nefndinni mið­ viku daginn 25 . febrúar . Daginn eftir var það sam þykkt á Alþingi – fyrsta og eina frumvarpið, þegar þetta er ritað, sem þingið hefur samþykkt frá minnihlutastjórninni . Sama dag kvöddu þeir Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason starfsfólk Seðlabankans . Stjórnsýslulög hvað? Áinnan við hálfum mánuði tókst minni­hlutastjórninni undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur að hrekja tvo ráðuneytis­ stjóra, þrjá seðlabankastjóra og tvo formenn banka ráða ríkisbanka úr starfi . Nánast allur starfstími minnihluta stjórn­ arinnar hefur farið í það að koma þessum embættismönnum úr starfi og þó einkum einum þeirra, Davíð Oddssyni . Það er ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir gat ekki rekið fyrrgreinda embættismenn þar sem lög um réttindi opinberra starfsmanna binda hendur hennar, enda fann hún ekki að störfum þeirra, í æðisgenginni viðleitni sinni við að koma þeim samt úr starfi . Hún lét það þó ekki stöðva sig þegar hún var félags­ málaráðherra og vék Sigurjóni Erni Þórssyni úr starfi for manns stjórnarnefndar um mál­ efni fatl aðra, en 11 . desember sl . féll dómur í héraðsdómi um skaðabætur sem ríkinu bæri að greiða manninum þar sem Jóhanna tald ist hafa brotið gegn stjórn sýslulögum . Helgi Seljan, dagskrárgerðarmaður hjá Kastl jósi, ræddi við Jóhönnu mánudaginn 16 . febrú ar . Jóhanna sagðist una dóminum, þótt hún væri honum ósamþykk, en úr orðum hennar mátti lesa að Sigurjón Örn, sem unnið hafði sér það til saka í augum Jóhönnu að vera fram sóknarmaður, hefði frekar átt að hætta þegjandi en að gæta réttar síns . Einhvern tímann hefði Jóhanna Sig urð­ ardóttir farið upp í pontu Alþingis og heimt­ að afsögn ráðherra af minna tilefni . Spyrja má hvers vegna Jóhanna og félagar hennar í minnihlutastjórninni ganga ekki hreint til verks og segja einfaldlega fyrr­ nefnd um embættismönnum upp störfum . Ef þeir eru vanhæfir og hafa gerst sekir um vanrækslu í starfi er hægur vandi að víkja þeim frá með löglegum hætti . Þeir myndu síðan leita réttar síns fyrir dómstólunum en þar stæði minni hlutastjórnin væntanlega vel að vígi með pottþétt efnisleg rök fyrir ákvörðunum sínum! Dýrmætur tími farinn í vaskinn Nú má vissulega færa rök fyrir því að ráðu neytisstjórar fylgi ráðherrum bæði inn og út úr ráðuneytunum og sjálfur tel ég að slíkt megi skoða . Hins vegar kveða íslensk lög þvert á móti á um að ráðu neytis stjórn fylgi ráðuneytum og því ljóst að brott rekstur þeirra Bolla og Baldurs er eins dæmi . Þá liggur nokkuð ljóst fyrir að þau Jóhanna og Steingrímur eru ekki að skapa nýja starfsvenju með því að senda ráðu neyt is stjóra sína í „leyfi“ heldur er hér eingöngu um pólitískar hreinsanir að ræða . Í því árferði sem nú ríkir í efnahagskerfi þjóðarinnar hefði mátt ætla að þekking og reynsla Bolla Þórs Bollasonar hefði nýst forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn svo ekki sé minnst á það samstarf sem hann sem ráðuneytisstjóri var búinn að mynda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn . Allt tal Sam fylk­ ingar innar um fagmennsku, gagnsæi, rétt­ læti, heiðarleika og góða stjórnsýsluhætti er nú fokið út í veður og vind . Nýju seðlabankalögin eru auðvitað ekkert nema uppsögn á bankastjórum bankans . Hvergi kemur fram málefnaleg gagnrýni á vinnubrögð þeirra heldur er aðeins þvaðrað um nauðsyn þess að „auka trúverðugleika Seðlabankans“, bæði hér heima og ekki síst erlendis . Það er auðvitað óskiljanlegt hvernig
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.