Þjóðmál - 01.03.2009, Side 31

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 31
 Þjóðmál VOR 2009 29 erlendir aðilar eiga að treysta seðlabanka sem háður er því hvernig stendur í bólið hjá Jóhönnu Sigurðardóttur eða öðrum for svarsmönnum Samfylkingarinnar . Æski­ legast er að sjálfstæði Seðlabankans gagnvart stjórnmálavaldinu sé hafið yfir allan vafa, eins og gert var með þverpólitískri sátt árið 2001 þegar þingmenn allra flokka, sem þá áttu sæti á þingi, samþykktu ný lög um Seðla bankann – þar á meðal Jóhanna Sigurðar dóttir . Í nefndinni sem samdi lögin, sem nú er látið eins og séu ómöguleg, sat einmitt Steingrímur J . Sigfússon . Minna má á að þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem steðjað hafa að bæði í Bandaríkjunum og Bretlandi vegna hinnar alþjóðlegu fjár­ málakrísu hafa ráðamenn í þeim löndum aldrei nokkurn tíma sagt að eitt brýn asta verkefni þeirra við lausn vandans sé að losna við þá Ben Bernanke, seðla banka ­ stjóra Bandaríkjanna, eða Mervyn King, bankastjóra Englandsbanka . Í öllum lönd­ um, líka þeim þar sem lögfræðingar eru meðal seðlabankastjóra og alveg burtséð frá fyrri störfum seðlabankastjóra, er talið grund ­ vallaratriði að seðlabankar séu sjálf stæð ir og ekki háðir pólitískum svipti vind um . Ýmsar spurningar vakna óneitanlega . Mun minnihlutastjórnin halda áfram á sömu braut? Þurfa forstöðumenn ríkis­ stofn ana og ríkisfyrirtækja að hafa augun opin eftir nýju starfi ef minnihlutastjórnin heldur áfram eftir kosningar sem vonandi verða haldnar í vor? Munu ráðuneytis stjór­ ar, stjórnir félaga, forstjórar ríkisstofnana og fleiri embættis menn fá reisupassann ef ríkisstjórninni, nú eða bara einstökum ráð­ herrum, sýnist svo? Þegar öllu er á botninn hvolft liggur fyrir að síðasti mánuður hefur að mestu leyti farið í pólitískar hreinsanir minni­ hlutastjórnarinnar og þar hefur Jóhanna Sigurðardóttir gengið fram fyrir skjöldu . Stærsti sigur Ingibjargar Sólrúnar Þegar minnihlutastjórnin var mynduð var ljóst að hún hefði um 80 daga til að láta til sín taka . Talað var um að „slá skjaldborg um heimilin“ sem auðvitað lætur vel í eyrum þeirra sem erfiðleikarnir hafa sótt heim síðustu vikur og mánuði . Nú hefur hins vegar dýrmætum tíma verið varið í að „hreinsa út“ úr stjórnkerfinu þá menn sem Samfylkingunni eru ekki þókn­ an lega . Nokkrum dögum áður en minnihluta­ stjórnin var mynduð höfðu forsvarsmenn Samfylkingarinnar talað um að „verkstjórn“ væri ábótavant í Stjórnarráðinu, og það varð síðan tilefni til stjórnarslita . Nú eru rúmlega 30 dagar liðnir og allur sá tími hefur að mestu farið í það verkefni að losna við fyrrnefnda embættismenn . Fólkið og heimilin í landinu skulu bíða – eða þangað til margra áratuga gamall draum ur Ingibjargar Sólrúnar Gísla dóttur verður upp fylltur . Frá því að þau Ingi­ björg sátu saman í borgarstjórn á níunda ára tugn um hefur hatur hennar á Davíð vaxið dag frá degi – og hún lét það verða sitt síðasta verk í íslenskum stjórn málum að klekkja á Davíð Oddssyni . Að lokum finnst mér rétt að bæta því við að það kom mér verulega á óvart hversu illa þingflokkur Sjálfstæðisflokksins stóð sig í því að berjast gegn fyrrnefndu Seðla­ banka frum varpi . Ljóst er að frum varpið var samið í þeim eina tilgangi að koma höggi á Davíð Odds son . Þingflokkur inn hafði hvorki kjark né þor til að standa upp og verja Seðla bankann og hvað þá Davíð sjálfan, en eins og fyrr segir er frumvarpið aug ljós lega samið sem árás á hann . Á maður að trúa því að Jóhanna Sigurðardóttir hafi bugað þing flokk sjálf stæðis manna?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.