Þjóðmál - 01.03.2009, Page 32

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 32
30 Þjóðmál VOR 2009 Jón Sigurðsson Hvað er „faglegt“ við þetta? Auðvitað er það styrkur hverju sam félagi að geta leitað hæfileika, þekkingar og reynslu um heim allan til ábyrgðar mikilla embætta og verkefna . Fyrir okkur Íslend­ inga er þetta hluti þeirrar opnunar og hnatt­ væðingar sem þjóðin hefur hingað til viljað stefna að . Og þetta er um leið vottur þess að við viljum ekki liggja í heimóttar skap eða minnimáttarkennd . Þess vegna mætti fagna þeirri ákvörðun rík is stjórnar innar að fá virtan Norðmann til stjórnunar starfa í Seðlabankanum . En það er ekki fleira að fagna í málefnum Seðlabankans um þessar mundir . Aðdragandinn að ráðningu Norð manns­ ins var alveg skelfilegur – og verður von­ andi aldrei endurtekinn . Það er ráð gáta hvernig þetta gat átt sér stað . Og það er ráðgáta hvernig Jóhanna forsætisráðherra og Steingrímur fjármálaráðherra gátu sett sig í þessi ósköp . Hvað gerðist ? Pólitískur flokksforingi hitti útlendan pólitískan foringja á flokksfundi og bað hann vinsamlegast að útvega Íslend ing­ um seðlabankastjóra . Útlendi stjórn mála­ foringinn litaðist um í höfuðborg heima­ landsins og fann fyrrverandi að stoða r­ ráðherra og náinn trúnaðarmann í forystu norska Jafnaðarmannaflokksins . Svo voru þessi pólitísku skilaboð send til Íslands . Bingó . Norðmaðurinn er settur seðla­ bankastjóri í Reykjavík . Hvað er ,,faglegt“ við þetta? Hvað í þessu getur nokkru sinni ,,rétt­ lætt” eða ,,útskýrt” þá ráðstöfun að hrekja íslensku peningamálasérfræðingana Eirík Guðnason og Ingimund Friðriksson úr störfum? Er það virkilega allur munurinn að Norðmaðurinn er krati en Davíð Odds son hægrisinnaður? Er það annars stigs pólitík að vera aðstoðarráðherra og náinn trúnaðarmaður flokksformanns – en forystuferill Davíðs þá einhvers konar fyrsta stigs pólitík? Skiptir slíkt máli í seðla banka störfum? Segjum að Davíð hafi áður komið sér í vanda sem seðlabankastjóri með afskiptum og yfirlýsingum . Segjum að þeir Davíð, Eiríkur og Ingimundur sæti því að hrunið varð á þeirra vakt . Segjum meira að segja að þeir beri beina ábyrgð á einhverjum skilgreindum mistökum – og væri þá ágætt að þjóðin fengi að heyra eitthvað um það . En hvernig í ósköpunum á að halda því fram að ráðning Norðmannsins verði trúverðug eða geti með nokkru móti orðið trúverðug eftir þennan aðdraganda?

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.