Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 33

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 33
 Þjóðmál VOR 2009 31 Allt uppnámið við Seðlabankann að und an förnu er mistök og vandræði . Heið­ arleiki, einurð og góður vilji Jóhönnu verða ekki dregin í efa hér, en margt bendir til að hún hafi ógóða ráðgjafa . Hún ætti að forðast þá sem hafa hvíslað í eyru henni að undanförnu . Frumvarpið til breytinga á lögum um Seðlabankann var illa undir­ búið og varla hálfkarað . Og það fjallaði alls ekki um neitt sem tengist vandræðum þjóðarinnar um þessar mundir . Skipulag bankastjórnar Seðlabankans brást alls ekki, og frumvarpið hafði ekkert fram að færa í peningamálum eða varðandi peningastefnu . Í þokkabót lét Jóhanna blekkja sig til að skrifa bankastjórunum bréf . Upp úr þeirri sendingu varð ljóst að allt málið var póli­ tískt einelti . Alþingi getur hvenær sem er breytt lögum og skipulagi stofnana og látið fylgja með að stöður æðstu stjórnenda verði lagðar niður . Það er ekkert óeðlilegt eða persónulegt eða niðurlægjandi í slíku . En það varð strax ljóst að málatilbúnaðurinn þessu sinni var annar, verri og heiftúðugur . Það eina sem hefur áunnist er að prýði­ legu skipulagi hefur verið kollvarpað fyrir einhvers konar kaffiselskap þar sem verður töluð enska, mest með íslenskum og norsk­ um hreim . Pólitískt einelti hefur verið viðurkennt í landinu . Og trúverðugleiki Seðla banka Íslands – þessi frægi ,,faglegi“ sem hagfræðingar tala mest um – er í tætlum . Smáfuglarnir taka undir með Steinunni Sigurðardóttur, rithöfundi, þegar hún segir í Fréttablaðinu 28 . febrúar um þá ákvörðun Jóhönnu Sigurðardóttur, að setja Norðmann í stöðu seðlabankastjóra: „Lítur [embættisveitingin] kannski svona út: Já grey Íslendingar þeir ráða ekki neitt við neitt og eiga ekki einu sinni nógu hæft fólk þessi angaskinn til að gegna mikilvægum embættum . Þeir urðu bara að leita á náðir Norðmanna, það var ekki annað að gera . Kannski Stoltenberg geti fært út kvíarnar og tekið að sér smá forsætisráðherrastörf líka hjá litlu grannþjóðinni . Hann var að minnsta kosti strax kominn að tala norsku við íslensku blaðamennina, með norska Seðlabankastjóranum í íslenska Seðlabankanum .“ Smáfuglunum þykir einnig jafndæmalaust hjá Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, að fara í Seðlabanka Íslands til að fagna samlanda sínum þar, og að Stoltenberg skyldi blanda sér í íslensk stjórnmál, þegar hann óskaði eftir rauðri ríkisstjórn hér á landi á blaðamannafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur við Bláa lónið . Þessi framganga norska forsætisráðherrans sýnir aðeins, að hann og Kristin Halvorsen, fjár málaráðherra Noregs, flokkssystir Stein­ gríms J . Sigfússonar, telja sig eiga gagnrýnis­ laust innangengt í íslenskt stjórnmálalíf og íslenska stjórnkerfið á annan hátt en Ís­ lendingar hafa kynnst síðan þjóðin hlaut sjálfstæði . Smáfuglarnir velta fyrir sér hvort for ystu­ menn ríkisstjórnarflokkanna hafi í valda­ græðgi sinni tapað allri sómatilfinningu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar . Eitt er að þessir for ystumenn flaðri upp um norska ráða menn, annað að lítillækka þjóðina á þann veg, sem gert hefur verið á þeim fáu vikum, sem þessir forystumenn hafa verið völd . Birtist á vefsíðunni amx .is í byrjun mars 2009. _____________________ Flaðrað upp um Norðmenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.