Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 38

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 38
36 Þjóðmál VOR 2009 Ásta Möller Örlagaríkir haustdagar á Alþingi Þegar Alþingi kom saman 1 . október 2008 voru alvarlegar blikur á lofti í efnahagsmálum þjóðarinnar . Þungur tónn var því í ræðum þingmanna í umræðu um stefnu ræðu forsætisráðherra að kvöldi næsta dags . Fyrr í vikunni hafði verið gert samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og helstu eigenda Glitnis um að ríkissjóður legði bankanum til nýtt hlutafé að höfðu samráði við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið . Þrátt fyrir þungar áhyggjur lögðu flestir þingmenn til hughreystiorð til framtíðar og hvernig við Íslendingar gætum unnið okkur upp úr þeim vanda sem við þá stóðum frammi fyrir . Þannig sagði sú sem hér ritar eftirfarandi í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra um framtíðarhorfur okkar Íslendinga: „Þótt boðaföll gangi nú yfir íslenskt samfélag eru bjartari tímar fram undan þegar til lengri tíma er litið … Við byggjum á sterkum grunnviðum og getum mætt áföllum og mótlæti betur en margir aðrir . Ríkissjóður stendur sterkur og öfugt við aðrar þjóðir hvílir ekki á honum stór skuldabaggi gagnvart lífeyrisþegum framtíðarinnar sem er eitt mesta áhyggjuefni annarra vestrænna þjóða . . . Nánasta framtíð er hins vegar óviss . Við höfum öll áhyggjur af stöðu mála í dag . Við höfum áhyggjur af afkomu fjölskyldna okkar, skuldastöðu heimilanna, verðhækkunum, hugsanlegu atvinnuleysi og áföllum þjóðarbúsins . Þetta er ekki staða sem við höfum kosið okkur . Við höfum hins vegar áður staðið frammi fyrir óvissu og erfiðleikum og þá höfum við borið gæfu til að standa þétt saman og sigrast á þeim . Okkar styrkur er samhygð og samstaða þegar á reynir . Okkar styrkur er einnig traust stjórnmálaleg forusta sem setur almannahag ofar öllu .“ Hvorki mig né aðra þingmenn grunaði þó hvílíkir dagar væru framundan og að hrun heils bankakerfis væri handan við hornið . Gjörningaveður Skollið var á gjörningaveður . Spár voru uppi um að bankakerfið yrði óvirkt og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.