Þjóðmál - 01.03.2009, Side 48

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 48
46 Þjóðmál VOR 2009 Eins og jafnan voru alhæfingar Þjóð vilj­ ans hressilega á skjön við veruleikann . Það kom glöggt í ljós þegar Varð berg efndi til síns fyrsta fundar . Hann fór fram á Selfossi í byrjun nóvember 1961 . Þá smöluðu kommúnistar liði á fundinn til að reyna að hleypa hon­ um upp . Komu þeir í sérstakri rútu frá Reykja vík með Ragnar Arnalds og Jónas Árna son í broddi fylking ar . En heima­ menn fjölmenntu á fundinn og reyndust flestir mjög fylgjandi vestrænni varnar­ samvinnu og voru kommúnistarnir ofurliði bornir . Frummælendur á fundinum voru Guðmundur H . Garðarsson, Pétur Pétursson forstjóri og Tómas Árnason lögfræðingur . Já, þetta var eftirminnilegur fundur,“ segir Guðmundur . „Selfoss var þá enn eins konar sveitaþorp . Við renndum algerlega blint í sjóinn hver fundarsóknin yrði . Við smöluðum ekki á fundinn og vissum ekki á hverju við mættum eiga von . Kannski tækist kommúnistunum frá Reykjavík að eyði leggja þetta frumkvæði okkar? En ekk ert var að óttast . Fólkið bókstaflega streymdi á fundinn úr sveitunum í kringum Selfoss . Og þar voru fylgismenn vestrænnar samvinnu í miklum meirihluta . Hið sama gerðist í Hafnarfirði . Þannig að kommarnir gáfust fljótt upp á því að reyna að yfirgnæfa okkur á okkar eigin fundum . Þeir reyndust auk þess ekki burðugir í kappræðum um þessi mál þegar til kastanna kom . Þeir áttu erfitt með að svara röksemdum okkar . Þeir voru vanir því í gegnum Þjóðviljann og bleiku greinarnar í Tímanum að fá frítt spil við að úthúða Atlantshafsbandalaginu og gera allt sem því viðkom tortryggilegt . En Varðberg var ekki hugsað sem fjölda­ hreyfing heldur einungis sem kjarni 30–40 ungra manna í lýðræðisflokkunum sem væri til staðar þegar á þyrfti að halda . Þá vildum við stuðla að því að fylgismenn vestrænnar samvinnu væru ekki alltaf í vörn, þ .e . sífellt að svara árásum andstæðinganna, heldur tækju frumkvæðið og kynntu starfsemi Atlantshafsbandalagsins með jákvæðum hætti . Starfsemin fólst í kynningarfundum en fyrst og fremst með því að stappa stálinu í meðlimi félagsins sem allir voru þátttak­ end ur í stjórnmálastarfi lýðræðisflokkanna . Þetta var sérstaklega mikilvægt í tilfelli framsóknarmanna . Þeir Varðbergsmenn sem voru í Framsóknarflokknum áttu stund um erfitt uppdráttar í flokki sínum þar sem forysta flokksins var blendin í af­ Fyrsta stjórn Varðbergs, 1961–1962 . Frá vinstri: Jón R . Guðmundsson, GuðmundurH . Garðarsson formaður, Gunnar G . Schram, Bjarni Beinteinsson, Stefnir Helgason, Einar Birnir, Björn Jóhannsson, Heimir Hannesson, Þór Whitehead, Jóhannes Sölvason, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Jón Arnþórsson . Eftirfarandi stjórnarmenn voru fjar ver andi: Björgvin Vilmundarson, Hrafnkell Ásgeirsson og Sigurður Guðmundsson .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.