Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 48

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 48
46 Þjóðmál VOR 2009 Eins og jafnan voru alhæfingar Þjóð vilj­ ans hressilega á skjön við veruleikann . Það kom glöggt í ljós þegar Varð berg efndi til síns fyrsta fundar . Hann fór fram á Selfossi í byrjun nóvember 1961 . Þá smöluðu kommúnistar liði á fundinn til að reyna að hleypa hon­ um upp . Komu þeir í sérstakri rútu frá Reykja vík með Ragnar Arnalds og Jónas Árna son í broddi fylking ar . En heima­ menn fjölmenntu á fundinn og reyndust flestir mjög fylgjandi vestrænni varnar­ samvinnu og voru kommúnistarnir ofurliði bornir . Frummælendur á fundinum voru Guðmundur H . Garðarsson, Pétur Pétursson forstjóri og Tómas Árnason lögfræðingur . Já, þetta var eftirminnilegur fundur,“ segir Guðmundur . „Selfoss var þá enn eins konar sveitaþorp . Við renndum algerlega blint í sjóinn hver fundarsóknin yrði . Við smöluðum ekki á fundinn og vissum ekki á hverju við mættum eiga von . Kannski tækist kommúnistunum frá Reykjavík að eyði leggja þetta frumkvæði okkar? En ekk ert var að óttast . Fólkið bókstaflega streymdi á fundinn úr sveitunum í kringum Selfoss . Og þar voru fylgismenn vestrænnar samvinnu í miklum meirihluta . Hið sama gerðist í Hafnarfirði . Þannig að kommarnir gáfust fljótt upp á því að reyna að yfirgnæfa okkur á okkar eigin fundum . Þeir reyndust auk þess ekki burðugir í kappræðum um þessi mál þegar til kastanna kom . Þeir áttu erfitt með að svara röksemdum okkar . Þeir voru vanir því í gegnum Þjóðviljann og bleiku greinarnar í Tímanum að fá frítt spil við að úthúða Atlantshafsbandalaginu og gera allt sem því viðkom tortryggilegt . En Varðberg var ekki hugsað sem fjölda­ hreyfing heldur einungis sem kjarni 30–40 ungra manna í lýðræðisflokkunum sem væri til staðar þegar á þyrfti að halda . Þá vildum við stuðla að því að fylgismenn vestrænnar samvinnu væru ekki alltaf í vörn, þ .e . sífellt að svara árásum andstæðinganna, heldur tækju frumkvæðið og kynntu starfsemi Atlantshafsbandalagsins með jákvæðum hætti . Starfsemin fólst í kynningarfundum en fyrst og fremst með því að stappa stálinu í meðlimi félagsins sem allir voru þátttak­ end ur í stjórnmálastarfi lýðræðisflokkanna . Þetta var sérstaklega mikilvægt í tilfelli framsóknarmanna . Þeir Varðbergsmenn sem voru í Framsóknarflokknum áttu stund um erfitt uppdráttar í flokki sínum þar sem forysta flokksins var blendin í af­ Fyrsta stjórn Varðbergs, 1961–1962 . Frá vinstri: Jón R . Guðmundsson, GuðmundurH . Garðarsson formaður, Gunnar G . Schram, Bjarni Beinteinsson, Stefnir Helgason, Einar Birnir, Björn Jóhannsson, Heimir Hannesson, Þór Whitehead, Jóhannes Sölvason, Birgir Ísleifur Gunnarsson og Jón Arnþórsson . Eftirfarandi stjórnarmenn voru fjar ver andi: Björgvin Vilmundarson, Hrafnkell Ásgeirsson og Sigurður Guðmundsson .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.