Þjóðmál - 01.03.2009, Side 55

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 55
 Þjóðmál VOR 2009 53 Þórdís Bachmann Dýrmætast er frelsið Um afleiðingar innflytjendastefnu Nýlega kom út bókin Dýrmætast er frelsið hjá Bókafélaginu Uglu . Hún fjallar um þann vanda sem evrópsk sam­ félög standa frammi fyrir vegna síaukins fjölda innflytjenda til álfunnar úr ólíkum menn ingarheimum . Þótt bókin líti aðal­ lega til þátta er snerta innflytjendamál í Noregi, eiga dæmin og textinn alveg jafn vel við nágrannalöndin Danmörku og Svíþjóð – en það merkilega er, að enginn útgef andi fannst að bókinni einmitt í Danmörku og Svíþjóð – efni hennar þótti allt of eldfimt . Höfundurinn, Hege Storhaug, er norsk ur blaðamaður með sérþekkingu á inn flytjenda málum . Hún starfar nú við hugmyndasmiðj una Human Rights Service í Noregi, sem hefur beitt sér fyrir aðlögun innflytjendakvenna og barna . Áður starfaði Storhaug sem blaðamaður og rithöf undur, þar á meðal í Pakistan í tvö ár og segist þar hafa misst sitt pólitíska og menn ingarlega sakleysi . Storhaug segir: „Ég sá líf fólks eyðilagt af ómanneskjulegri hug myndafræði . Sömu hópsálarlegu og ofstæk is fullu hugmyndakerfin er líka að finna í Nor egi og festa stöðugt sterkari rætur . Óháð birt ingarmynd valdsins, hef ég ávallt barist gegn óréttlæti og ofbeldi . Á síðustu árum hefur ný hvatning komið til: óróleiki vegna framtíðar al menns og veraldlegs lýðræðis . Viðkvæmt lýð ræð­ ið á að baki stutt tímaskeið í langri sögu mann kyns . Innflutningur fólks og aukin áhrif trú ar pólitískra afla getur leitt til þess að hug mynda fræðilegur grunnur lýðræðis okkar veikist .“ Innflytjendum fjölgar stöðugt Innflutningur fólks er að breyta grund­vall ar mynd norsks þjóðfélags . Eftir nokkur ár verða innflytjendur meirihluti íbúa í Ósló . Fyrir aldarlok mun meirihluti

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.