Þjóðmál - 01.03.2009, Page 59

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 59
 Þjóðmál VOR 2009 57 sauðahúsi? Þar sem móðir ber ábyrgð á því að ala dóttur sína upp í réttu kynferðislegu siðferði er móðirin einnig ábyrg ef dóttirin brýtur gegn því . Þess vegna fékk Mina enga hjálp frá móður sinni . Þvert á móti . Móðirin var þeirrar skoðunar að karlmenn fjölskyldunnar hefðu fullan rétt á að taka Minu af lífi, eins og móðir Minu sagði við Storhaug . Ytri kynfæri skorin burtu Annar nöturlegur kafli bókarinnar fjallar um kynfæralimlestingar telpna og kvenna, sem stundaðar eru enn þann dag í dag . Grípum niður í bókinni: Tæplega 90 prósent stúlkna og kvenna í Egyptalandi eru limlest . Búið er að skera burt ytri kynfæri þeirra að hluta eða öllu leyti . Þessi siður kom fyrst fram við ána Níl á tímum faraóanna fyrir um 6 .000 árum . Hefðin breiddist út frá Egyptalandi og festi rætur á belti sem liggur yfir miðbik Afríku, á Arabíuskaga, í nokkrum löndum Miðausturlanda, í héröðum í Kúrdistan og meðal múslima í Malasíu og Indónesíu . Í dag er þetta iðkað í rúmlega 30 löndum . Heilbrigðisstofnun SÞ telur allt að 140 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum vera limlestar og árlega séu minnst tvær milljónir stúlkna limlestar með þessum hætti . En þar með er ekki öll sagan sögð: Hefð faraóanna öðlaðist nýtt líf, þegar innflutningur fólks til Evrópu hófst frá ríkjum utan Vesturlanda . Í dag lifir þessi gamla hefð einnig á Norðurlöndum, en í Noregi búa nú yfir 9 .000 stúlkur á aldrinum 0–19 ára sem eru upprunnar í þeim Afríkulöndum þar sem limlesting kynfæra er tíðkuð . 7 .000 þeirra eru frá áhættulöndum þar sem 80% stúlkna eru limlest . Stærsti áhættuhópurinn, stúlkur frá Sómalíu, er einnig langstærsti hópurinn í Noregi . Um 4 .300 stúlkur og konur þaðan búa í Noregi . Fjöldi sérfræðinga telur að allt að helmingur þeirra stúlkna sem flytja til Norðurlanda sem börn, verði fyrir þessu . Þetta þýðir, að 3 .000 til 3 .500 þessara stúlkna verði fórnarlömb siðar sem kom fram á tímum faraóanna . Í bókinni segir: „Limlesting á kynfærum stúlkna er hug­ tak sem nær yfir mismunandi aðferðir kyn ­ færaumskurðar . Heilbrigðisstofnun SÞ lýsir fjórum gerðum limlestinga á kynfærum stúlkna . Við gerð 1 er forhúð fjarlægð af sníp . Yfirleitt er allur snípurinn eða hluti hans numinn á brott . Gerð 1 kallast einnig sunna­umskurður með tilvísun í að Múhameð spámaður á að hafa mælt með henni . Við gerð 2 eru bæði snípur og forhúð skorin burt . Innri skapabarmar eru einnig skornir af, annað hvort alveg eða að hluta . Þessi tegund umskurðar getur einnig fallið undir sunna­heitið . Gerð 3 er þegar snípur ásamt innri og ytri skapabörmum eru fjarlægðir alfarið eða að hluta . Því næst er skeiðaropið saumað saman og aðeins skilið eftir lítið op . Þessi gerð umskurðar er kölluð infibúlering eða „samansaumað“ eða „lokað“ . Hún getur einnig heitið „faraóskur umskurður“ þar sem þetta á að hafa verið sá umskurður sem faraóarnir fyrirskipuðu . Fjórði flokkur limlestinga eru svo allar aðrar aðferðir sem notaðar eru við umskurð stúlkna og falla ekki undir þær þrjár fyrstu . Þetta geta verið stungur, götun eða skurðir á sníp og/eða skapabörmum, bruni á sníp og vef umhverfis hann, að hold sé skafið á brott umhverfis op skeiðarinnar eða hún rist upp og í hana sett holdætandi efni, eða jurtir sem valda blæðingum eða fá hana til að herpast saman . Um 80% limlestinganna eru af gerð 1 eða 2 . Um 15% eru af gerð 3 sem er öfga­ fyllsta útgáfan . Hún er sérstaklega algeng á horni Afríku og í suðurhluta Egyptalands . Aldur stúlkna þegar kynfæri þeirra eru umskorin, er breytilegur frá einu landi til

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.