Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 59

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 59
 Þjóðmál VOR 2009 57 sauðahúsi? Þar sem móðir ber ábyrgð á því að ala dóttur sína upp í réttu kynferðislegu siðferði er móðirin einnig ábyrg ef dóttirin brýtur gegn því . Þess vegna fékk Mina enga hjálp frá móður sinni . Þvert á móti . Móðirin var þeirrar skoðunar að karlmenn fjölskyldunnar hefðu fullan rétt á að taka Minu af lífi, eins og móðir Minu sagði við Storhaug . Ytri kynfæri skorin burtu Annar nöturlegur kafli bókarinnar fjallar um kynfæralimlestingar telpna og kvenna, sem stundaðar eru enn þann dag í dag . Grípum niður í bókinni: Tæplega 90 prósent stúlkna og kvenna í Egyptalandi eru limlest . Búið er að skera burt ytri kynfæri þeirra að hluta eða öllu leyti . Þessi siður kom fyrst fram við ána Níl á tímum faraóanna fyrir um 6 .000 árum . Hefðin breiddist út frá Egyptalandi og festi rætur á belti sem liggur yfir miðbik Afríku, á Arabíuskaga, í nokkrum löndum Miðausturlanda, í héröðum í Kúrdistan og meðal múslima í Malasíu og Indónesíu . Í dag er þetta iðkað í rúmlega 30 löndum . Heilbrigðisstofnun SÞ telur allt að 140 milljónir núlifandi stúlkna og kvenna í heiminum vera limlestar og árlega séu minnst tvær milljónir stúlkna limlestar með þessum hætti . En þar með er ekki öll sagan sögð: Hefð faraóanna öðlaðist nýtt líf, þegar innflutningur fólks til Evrópu hófst frá ríkjum utan Vesturlanda . Í dag lifir þessi gamla hefð einnig á Norðurlöndum, en í Noregi búa nú yfir 9 .000 stúlkur á aldrinum 0–19 ára sem eru upprunnar í þeim Afríkulöndum þar sem limlesting kynfæra er tíðkuð . 7 .000 þeirra eru frá áhættulöndum þar sem 80% stúlkna eru limlest . Stærsti áhættuhópurinn, stúlkur frá Sómalíu, er einnig langstærsti hópurinn í Noregi . Um 4 .300 stúlkur og konur þaðan búa í Noregi . Fjöldi sérfræðinga telur að allt að helmingur þeirra stúlkna sem flytja til Norðurlanda sem börn, verði fyrir þessu . Þetta þýðir, að 3 .000 til 3 .500 þessara stúlkna verði fórnarlömb siðar sem kom fram á tímum faraóanna . Í bókinni segir: „Limlesting á kynfærum stúlkna er hug­ tak sem nær yfir mismunandi aðferðir kyn ­ færaumskurðar . Heilbrigðisstofnun SÞ lýsir fjórum gerðum limlestinga á kynfærum stúlkna . Við gerð 1 er forhúð fjarlægð af sníp . Yfirleitt er allur snípurinn eða hluti hans numinn á brott . Gerð 1 kallast einnig sunna­umskurður með tilvísun í að Múhameð spámaður á að hafa mælt með henni . Við gerð 2 eru bæði snípur og forhúð skorin burt . Innri skapabarmar eru einnig skornir af, annað hvort alveg eða að hluta . Þessi tegund umskurðar getur einnig fallið undir sunna­heitið . Gerð 3 er þegar snípur ásamt innri og ytri skapabörmum eru fjarlægðir alfarið eða að hluta . Því næst er skeiðaropið saumað saman og aðeins skilið eftir lítið op . Þessi gerð umskurðar er kölluð infibúlering eða „samansaumað“ eða „lokað“ . Hún getur einnig heitið „faraóskur umskurður“ þar sem þetta á að hafa verið sá umskurður sem faraóarnir fyrirskipuðu . Fjórði flokkur limlestinga eru svo allar aðrar aðferðir sem notaðar eru við umskurð stúlkna og falla ekki undir þær þrjár fyrstu . Þetta geta verið stungur, götun eða skurðir á sníp og/eða skapabörmum, bruni á sníp og vef umhverfis hann, að hold sé skafið á brott umhverfis op skeiðarinnar eða hún rist upp og í hana sett holdætandi efni, eða jurtir sem valda blæðingum eða fá hana til að herpast saman . Um 80% limlestinganna eru af gerð 1 eða 2 . Um 15% eru af gerð 3 sem er öfga­ fyllsta útgáfan . Hún er sérstaklega algeng á horni Afríku og í suðurhluta Egyptalands . Aldur stúlkna þegar kynfæri þeirra eru umskorin, er breytilegur frá einu landi til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.