Þjóðmál - 01.03.2009, Page 61

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 61
 Þjóðmál VOR 2009 59 Smáfuglarnir hafa verið að hvísla um það hverju það sætir að rithöfundar á opinberu fram­ færi skuli ganga einna harðast fram í orðum og athöfnum í mótmælum gegn landsstjórninni . Upplýst hefur verið að Hallgrímur Helgason, sem lengi var eins konar málpípa Baugsveldisins, var í hópi sem gerði aðsúg að Geir H . Haarde forsætisráðherra . Þar réðst Hallgrímur að bíl ráðherrans og barði hann allan, afmyndaður af reiði . Hallgrímur Helgason hefur lengi þegið listamannalaun frá hinu opinbera, nú síðast laun í 12 mánuði, sem margir væru tilbúnir til að sætta sig við . Nýlega var skýrt frá því að Hall­ grími hefði verið úthlutað föstum launum til þriggja ára, alls rúmlega 9,6 milljónum króna . Hefur Hallgrímur í meira en áratug verið nær samfellt á föstum launum úr ríkissjóði . Rithöfund urinn þakkar fyrir sig og lemur bíla á launum frá skattgreiðendum, fyrst Baugur er hættur að borga . Þráinn Bertelsson er annar rithöfundur á opinberu framfæri, en smáfuglarnir hafa aldrei fengið skýringu á því afhverju . Þráinn er æviráðinn hjá skattgreiðendum og líklega ekki hægt að reka því hann hefur um árabil þegið heiðurslaun listamanna . Á heiðurslaunum hef­ ur Þráinn setið og skrifað eitraðar greinar gegn þeim sem hann virðist fyrirlíta . Lengi vel stund­ aði Þráinn þessa iðju í skjóli Fréttablaðsins en nú ritar hann á vefritið Eyjuna . Þegar fréttist af veikindum Geirs H . Haarde var Þráinn við sama heygarðshornið: „Ég veit ekki hvort kom fyrst álagið í starfinu og olli sjúkdómnum . Eða sjúkdómur sem olli getuleysi í starfi . Ég óska þeim báðum Ingibjörgu Sólrúnu skjóts og góðs bata, en fer jafnframt fram á að þau stígi þegar í stað til hliðar og hugsi sér ekki til endurkomu í stjórnmál fyrr en fullum bata er náð . Næstu vikur í íslenskum stjórnmálum krefast fullrar einbeitingar og óskertra starfskrafta . Það kemur maður í manns stað og enginn er ómissandi . Bið ykkur svo lengstra orða að fá ekki stórmennskubrjálæði á sjúkrahúsum ykkar og heimta byggingar á hátæknisjúkrahúsum ef þið eigið afturkvæmt til vinnu .“ Smáfuglana setti hljóða þegar þeir lásu þessi ótrúlegu skrif Þráins sem lifir á samborgurum sínum og þykir ekkert sjálfsagðara . Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, er sammála smáfuglunum um skrif Þráins Bertelssonar . Í bloggi sínu segir Eiður: „Í athugasemd við ótrúlega ósmekkleg skrif Þráins Bertelssonar á Eyjunni lýsti ég þeirri skoðun að makalaust væri að þar skyldi halda um penna maður, sem væri í heiðursritlaunaflokki Alþingis . Ummæli Þráins um veikindi Geirs H . Haarde og Ingibjargar Sólrúnar voru fádæma ósmekkleg . Ekki síður var það sem hann skrifaði um Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fáséður ritsóðaskapur . Um Björn sagði Þráinn Bertelsson: „Mér finnst makalaust að maður af þessum „saur og hland“­kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti .“ Þessi mikla heift skýrist ef til vill af því að ég man ekki betur en Björn Bjarnason hafi að minnsta kosti tvisvar í netfærslum sínum beðið Þráin Bertelsson að greina frá því hvernig það bar til að hann komst í heiðurslaunaflokk Alþingis . Ég veit ekki til þess að Þráinn hafi svarað Birni . Ég nefndi í athuga­ semd minni að Þráinn væri í heiðurslaunaflokki vegna atbeina Framsóknarflokksins . Það eru ekki ný tíðindi og á margra vitorði . Líklega er þetta viðkvæmt mál, því heiðurslaunarithöfundurinn lét fjarlægja athugasemd mína af Eyjunni . Lengi lifi ritfrelsið! Það mega greinilega ekki allir viðra skoðanir sínar í athugasemdum við skrif Þráins Bertelssonar .“ Smáfuglarnir velta því fyrir sér hvaða gildi séu lögð til grundvallar því þegar Alþingi ákveður að veita listamönnum heiðurslaun . Líklega eru Íslendingar eina þjóð í heimi sem hefur ritsóða á launaskrá skattgreiðenda . Birtist á vefsíðunni amx .is í lok janúar 2009. Tveir rithöfundar á framfæri hins opinbera

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.