Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 61

Þjóðmál - 01.03.2009, Síða 61
 Þjóðmál VOR 2009 59 Smáfuglarnir hafa verið að hvísla um það hverju það sætir að rithöfundar á opinberu fram­ færi skuli ganga einna harðast fram í orðum og athöfnum í mótmælum gegn landsstjórninni . Upplýst hefur verið að Hallgrímur Helgason, sem lengi var eins konar málpípa Baugsveldisins, var í hópi sem gerði aðsúg að Geir H . Haarde forsætisráðherra . Þar réðst Hallgrímur að bíl ráðherrans og barði hann allan, afmyndaður af reiði . Hallgrímur Helgason hefur lengi þegið listamannalaun frá hinu opinbera, nú síðast laun í 12 mánuði, sem margir væru tilbúnir til að sætta sig við . Nýlega var skýrt frá því að Hall­ grími hefði verið úthlutað föstum launum til þriggja ára, alls rúmlega 9,6 milljónum króna . Hefur Hallgrímur í meira en áratug verið nær samfellt á föstum launum úr ríkissjóði . Rithöfund urinn þakkar fyrir sig og lemur bíla á launum frá skattgreiðendum, fyrst Baugur er hættur að borga . Þráinn Bertelsson er annar rithöfundur á opinberu framfæri, en smáfuglarnir hafa aldrei fengið skýringu á því afhverju . Þráinn er æviráðinn hjá skattgreiðendum og líklega ekki hægt að reka því hann hefur um árabil þegið heiðurslaun listamanna . Á heiðurslaunum hef­ ur Þráinn setið og skrifað eitraðar greinar gegn þeim sem hann virðist fyrirlíta . Lengi vel stund­ aði Þráinn þessa iðju í skjóli Fréttablaðsins en nú ritar hann á vefritið Eyjuna . Þegar fréttist af veikindum Geirs H . Haarde var Þráinn við sama heygarðshornið: „Ég veit ekki hvort kom fyrst álagið í starfinu og olli sjúkdómnum . Eða sjúkdómur sem olli getuleysi í starfi . Ég óska þeim báðum Ingibjörgu Sólrúnu skjóts og góðs bata, en fer jafnframt fram á að þau stígi þegar í stað til hliðar og hugsi sér ekki til endurkomu í stjórnmál fyrr en fullum bata er náð . Næstu vikur í íslenskum stjórnmálum krefast fullrar einbeitingar og óskertra starfskrafta . Það kemur maður í manns stað og enginn er ómissandi . Bið ykkur svo lengstra orða að fá ekki stórmennskubrjálæði á sjúkrahúsum ykkar og heimta byggingar á hátæknisjúkrahúsum ef þið eigið afturkvæmt til vinnu .“ Smáfuglana setti hljóða þegar þeir lásu þessi ótrúlegu skrif Þráins sem lifir á samborgurum sínum og þykir ekkert sjálfsagðara . Eiður Guðnason, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, er sammála smáfuglunum um skrif Þráins Bertelssonar . Í bloggi sínu segir Eiður: „Í athugasemd við ótrúlega ósmekkleg skrif Þráins Bertelssonar á Eyjunni lýsti ég þeirri skoðun að makalaust væri að þar skyldi halda um penna maður, sem væri í heiðursritlaunaflokki Alþingis . Ummæli Þráins um veikindi Geirs H . Haarde og Ingibjargar Sólrúnar voru fádæma ósmekkleg . Ekki síður var það sem hann skrifaði um Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fáséður ritsóðaskapur . Um Björn sagði Þráinn Bertelsson: „Mér finnst makalaust að maður af þessum „saur og hland“­kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti .“ Þessi mikla heift skýrist ef til vill af því að ég man ekki betur en Björn Bjarnason hafi að minnsta kosti tvisvar í netfærslum sínum beðið Þráin Bertelsson að greina frá því hvernig það bar til að hann komst í heiðurslaunaflokk Alþingis . Ég veit ekki til þess að Þráinn hafi svarað Birni . Ég nefndi í athuga­ semd minni að Þráinn væri í heiðurslaunaflokki vegna atbeina Framsóknarflokksins . Það eru ekki ný tíðindi og á margra vitorði . Líklega er þetta viðkvæmt mál, því heiðurslaunarithöfundurinn lét fjarlægja athugasemd mína af Eyjunni . Lengi lifi ritfrelsið! Það mega greinilega ekki allir viðra skoðanir sínar í athugasemdum við skrif Þráins Bertelssonar .“ Smáfuglarnir velta því fyrir sér hvaða gildi séu lögð til grundvallar því þegar Alþingi ákveður að veita listamönnum heiðurslaun . Líklega eru Íslendingar eina þjóð í heimi sem hefur ritsóða á launaskrá skattgreiðenda . Birtist á vefsíðunni amx .is í lok janúar 2009. Tveir rithöfundar á framfæri hins opinbera
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.