Þjóðmál - 01.03.2009, Page 67

Þjóðmál - 01.03.2009, Page 67
 Þjóðmál VOR 2009 65 hefði einungis átt örfá prósent í þessu félagi . Aðrir hefðu stofnað það og stjórnað því, hann hefði einungis komið að félaginu sem lítill hluthafi . Allir sem tengjast félaginu Fjárfar ehf . á pappírum og skjölum fullyrða á hinn bóginn að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi stjórnað félaginu frá upphafi á bak við tjöldin og verið aðaleigandi þess . Fjárfar ehf . fékk hundruð milljóna króna að „láni“ frá almenningshlutafélaginu Baugi og keypti m .a . 10­11 verslunarkeðjuna að stór um hluta með peningum frá Baugi . Litlar sem engar tryggingar voru settar fyrir þessum lánum frá almenningshlutafélaginu Baugi hf . Litlir sem engir vextir voru greiddir af þessum lánum frá almenningshluta­ félaginu Baugi hf . Hinn „leynilegi“ eigandi Fjárfars ehf . hagn aðist því um hundruð milljóna þegar hann seldi 10­11 keðjuna nokkrum mánuðum síðar til almenningshlutafélagsins Baugs með umtalsverðri álagningu . Fjárfar ehf . tók einnig þátt í viðskiptum með hlutabréf að verðmæti hundruð milljóna króna í Straumi hf . og Trygginga­ miðstöðinni . Tryggingamiðstöðin er núna í eigu Stoða hf . Og stærsti hluthafi Stoða hf . heitir . . . Jón Ásgeir Jóhannesson . En hver átti Fjárfar ehf .? Fjárfar var stofnað, á pappírnum a .m .k ., af Sigfúsi Sigfússyni, sem kenndur er við Heklu hf ., og Sævari Jónssyni, sem kenndur er við verslunina Leonard í Kringlunni . Báðir þessir menn segjast hafa verið illi­ lega blekktir af Baugsmönnum . Í yfirheyrslu hjá lögreglu og dómstólum sagði m .a .: „Sigfús segir að hann hafi komið að stofn­ un þessa féags af vinargreiða við Tryggva Jónsson . Sigfús segir aðkomu sína að rekstri Fjárfars alls enga og hann hafi ekki unnið neitt starf fyrir félagið . Sigfús segir að hann vilji taka fram að honum þykir miður hvernig nafn hans hafi verið misnotað með þessum hætti af vini sínum til margra ára, Tryggva Jónssyni . Sigfús segir að hann vilji ennfremur taka fram að hann telji sig hafa verið blekktan í þessu máli .“ Ennfremur sagði í lögregluyfirheyrslum yfir Sævari Jónssyni: „Sævar segir að aðkoma hans að rekstri félags ins sé engin og ekkert starf af hans hendi .“ Auk Sigfúsar og Sævars voru fyrrverandi eigendur 10­11 keðjunnar, hjónin Eiríkur Sigurðsson og Helga Gísladóttir, skráðir forsvarsmenn Fjárfars ehf . á pappírunum . En í lögregluyfirheyrslum könnuðust þau hjón ekkert við þessa aðild sína að Fjárfari: „Aldrei hafi þau tekið neinar ákvarðanir í þeim rekstri eða setið stjórnarfundi þess .“ En það voru fleiri sem skildu ekkert í því að nöfn þeirra voru notuð án þeirrar vitneskju á ýmsum pappírum/skjölum sem varða Fjárfar . Bíókóngurinn Árni Samúelsson var harð­ orður í yfirheyrslu hjá lögreglu . Lögreglan sýndi honum afrit af almennum skilmálum fyrir 450 milljóna króna láni frá Íslands­ banka ásamt viðaukum þar sem sagði m .a .: „Fjárfar ehf . er nýstofnað fyrirtæki . Félagið er stofnað af Heklu hf . og Sævari Jónssyni . Á næstu dögum munu ganga til liðs við félagið Tryggingamiðstöðin og Árni Samúelsson . . . “ – Árni var spurður hvort hann hefði komið að þessari lánveitingu hjá Íslands banka: „Árni segir að honum hafi ekki verið kunnugt um þetta og hafi aldrei séð þessa pappíra . Árni segir að hann vilji árétta að hann sé for viða og mjög ósáttur við hvernig nafn hans hafi ver ið not að án leyfis með þessum hætti . Árni segir að honum finnist þessi vinnubrögð Íslandsbanka hf . með eindæmum, þ .e . að lána 450 milljónir til félags án þess að kanna hverjir væru þar að baki .“

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.