Þjóðmál - 01.03.2009, Side 74

Þjóðmál - 01.03.2009, Side 74
72 Þjóðmál VOR 2009 póst ur frá Lindu, þáverandi fjár mála stjóra Baugs hf, þar sem gerðar voru at huga semdir vegna skuldastöðu á liðnum „lán til fram­ kvæmdastjóra“ . Skuldastaðan nam rúm lega 500 milljónum króna og sundur greindist svo: Gaumur ehf . 265 milljónir Fjárfar ehf . 218 milljónir Jón Ásgeir Jóhannesson 25 milljónir Kristín Jóhannesdóttir 3 milljónir Jóhannes Jónsson 17 milljónir Jón Ásgeir var spurður af lögreglu hver hefðu verið viðbrögð hans við athugasemdum fjármálastjórans . En þá sveik minnið hann: „Jón Ásgeir segist ekki muna eftir þessu .“ Jón Ásgeir var einnig spurður hvort Gaumur ehf ., einkahlutafélag hans, hefði lagt fram einhverjar tryggingar fyrir greiðslu lánanna frá almenningshlutafélaginu Baugi . Orðrétt segir í lögregluskýrslu: „Jón Ásgeir kveðst telja að svo hafi ekki verið . . . Þar sem félagið sé mjög eignasterkt hafi það verið traustur skuldari . . . Það hafi aldrei verið neinn vafi meðal stjórnenda Baugs hf ., stjórn og endurskoðenda Baugs hf ., að Gaumur væri borgunarmaður fyrir þessum viðskiptalánum .“ Haaaa? Er það algengt í almenningshlutafélögum á Ís landi að lána forstjóra sínum hundruð milljóna króna án trygginga gegn fullyrðingu forstjór ans um að hann sé „eignamaður og traustur skuldari“? Allir stjórnarmenn almenningshluta­ félags ins Baugs neita því harðlega í yfirheyrslum hjá lögreglu að hafa vitað um þessa lánastarfsemi Jóns Ásgeirs, forstjóra Baugs hf ., til sjálfs sín . Þorgeir Baldursson, fyrrverandi stjórn­ armaður í Baugi hf .: „Aðspurður segir Þorgeir það alveg klárt mál að Jón Ásgeir hafi ekki haft heimild til að ráðstafa fjármunum Baugs hf . með því að lána félagi í hans eigu .“ Óskar Magnússon, fyrrverandi stjórnar­ for maður Baugs hf .: „Óskar kveðst ekki kannast við neinar heimildir til lánveitinga til eigenda eða stjórnenda félagsins þann tíma sem hann starfaði sem stjórnarformaður félagsins .“ Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórn armaður: „ . . . þessar lánveitingar voru ekki bornar undir stjórn Baugs hf . á þeim tíma þegar þær voru veittar .“ Jóhanna Wagfjörð, þáverandi fjármála­ stjóri Baugs hf ., greindi frá því við yfir­ heyrslur að fljótlega eftir að hún hóf störf hefðu henni orðið ljósar ólögmætar lánveitingar til ýmissa stjórnenda og hluthafa Baugs hf . Hún hefði þá strax gert yfirmönnum sínum grein fyrir því, gert athugasemdir við þessi lán og óskað eftir því að fá að innheimta þau . Yfirmenn hennar, Tryggvi Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson, hefðu hins vegar ekki heimilað það . Eins og alkunnugt er kvað Hæstiréttur Íslands upp úr um það í Baugsmálinu að þetta athæfi Jóns Ásgeirs væri fullkomlega löglegt og eðlileg viðskipti . Forstjórar almenningshlutafélaga á Íslandi geta sem sagt lánað sjálfum sér og einka hlutafélögum sínum ótakmarkað fé úr sjóðum almenningshlutafélaganna – án heimildar stjórnar félagsins, án undir ritaðra lánapappíra sem tilgreina afborgunar skilmála, án trygginga, án vaxta og án heimildar eða vitneskju hluthafa fé­ lagsins . Og byggt þannig upp viðskiptaveldi sín hratt og örugglega með peningum hluthafa al menningshlutafélaga . Og þegar Ísland hefur verið „gleypt“ er farið í útrás – og þegar „lánalínur“ lokast, bólan springur og skýjaborgin hrynur er það íslenska þjóðin, almenningur, sem tekur á sig skaðann .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.