Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 89

Þjóðmál - 01.03.2009, Qupperneq 89
 Þjóðmál VOR 2009 87 láta óviðkomandi lesa bréfin sín, hvað þá birta þau opinberlega í bók! Það brýnir fyrir manni sjálfum að brenna allt sem maður vill ekki láta koma fyrir sjónir annarra . Þorvald­ ur kýs heldur ekki miklar „sviðsetningar“ og skáldskap í texta sínum . Eins og ég nefndi hér áðan, virðing fyrir viðfangsefninu er að mínu mati hans leiðarljós . Það er kannski bara smekksatriði hvort hann ber aðeins of mikla virðingu fyrir því . Bók Þorvaldar Kristinssonar um Lárus Pálsson leikara er frábært framlag til ís­ lenskrar sögu og sögu leiklistarinnar . Takk fyrir Þorvaldur! Eins og í lygasögu Óli Björn Kárason: Stoðir FL bresta, Bókafélagið Ugla, Reykjavík 2008, 121 bls . Eftir Stefán Einar Stefánsson Haustið 2008 verður lengi í minnum haft og þá ekki síst vegna þess gjörn­ inga veðurs sem geisaði í fjár málaheimin um þá daga . Þar varð Ísland illa úti, svo ekki sé meira sagt og margt bendir til þess að hér hafi málum verið svo fyrir komið að fátt hafi getað komið í veg fyrir fall bankanna þriggja sem féllu mitt í storminum stóra . En það voru ekki aðeins bankarnir sem urðu fyrir miklum búsifjum, því mörg önn­ ur fyrirtæki á fjármálamarkaði urðu mjög illa úti . Nú síðast var Baugur Group tekið til gjald þrotaskipta en fyrr í haust hafði fall Glitnis orðið fjárfestingafyrirtækinu Stoðum að fjörtjóni . Síðastnefnda fyrirtækið hefur verið á milli tannanna á mönnum allt frá árinu 2005 þegar nafni Flugleiða var breytt í FL Group, en það hétu Stoðir allt til miðs árs 2008 . Saga félagsins er áhugaverð fyrir margra hluta sakir, ekki einasta vegna þess hversu stutt hún varð heldur miklu fremur vegna þess er olli skammlífi þess . Það kom skemmtilega á óvart þegar Bókafélagið Ugla kynnti til sögunnar bók eftir Óla Björn Kárason blaðamann, sem bar heitið Stoðir FL bresta . Þar er á ferðinni bók sem rekur sögu FL Group, allt frá því að fyrirtækið Oddaflug ehf . komst yfir ráð andi hlut í Flugleiðum og til þess dags er Glitnir, stærsta eign félagsins, hrundi til grunna á einni nóttu . Má segja að þar hafi Óli Björn gengið hreint til verks, enda rykið ekki fallið eftir hamfarirnar þegar bókin kom úr prentsmiðju . Margt af því sem bókin varpar ljósi á kemur mjög á óvart en skýrir eflaust vel þann hugsunarhátt og þau vinnubrögð sem viðgengust í viðskiptaheiminum á síðustu árum . Hin flóknu eignatengsl og þeir samtvinnuðu hagsmunir sem hér voru ofnir inn í fámennar klíkur auðmanna, voru lykillinn að mörgum þeim viðskiptum sem gíruðu upp efnahagsreikninga og skulda­ stöðu manna . Í bókinni segir Óli Björn um þessa aðferðafræði: „Þegar litið er til vinnubragða helstu hlut­ hafa FL Group virðist sem helsti styrkur þeirra hafi verið hversu vel þeir héldu hóp­ inn . Einn fyrir alla og allir fyrir einn, var ekki innantómt slagorð heldur hugmyndafræði sem unnið var eftir með skipulögðum hætti . Og til að tryggja samstöðuna voru fjárhags­ legir hagsmunir samtvinnaðir eins vel og hægt var.“ (Leturbreytingar eru mínar .) Þetta hagsmunanet virtist fleyta mönn­ um langt en í kerfi sem byggist á slíkri „hug myndafræði“ er alltaf hætt við því að annað en heilbrigðir viðskiptahagsmunir taki völdin . Það kom berlega í ljós þegar gengi FL Group hafði fallið skarpt á árinu 2007 og fjárfestingarfélög Hannesar Smárasonar og Þorsteins M . Jónssonar voru komin í nokkurskonar gjörgæslu hjá Landsbankanum . Það gæti vart talist
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.