Tölvumál - 01.11.2005, Blaðsíða 17
Farsímatækni
Tölvumál 17
Handtækin eru hönn-
uð miðað við fyrir-
tækjanotkun og hafa
engan stuðning við
lausnir eins og MP3
spilara eða mynda-
vélar, en skýringuna
er líka að finna í
gagnaöryggi og
líftíma á rafhlöðu.
sér alfarið um rekstur og notendaumsjón á
þ.m.t. handtækjum sem tengjast þjóninum.
Hægt að uppfæra og breyta upplýsinga-
tæknistefnu fyrirtækisins hlaupandi með
því að uppfæra handtækin yfir MDS burð-
arlagið fjarrænt, og hægt er t.a.m. að
hindra notkun á hverskyns farsímaþjón-
ustum eins og SMS, WAP og MMS.
Hægt er að breyta lykilorðum sem gleym-
ast, læsa tækjum og eyða gögnum ef tæki
týnast og taka afrit af gögnum miðlægt og
færa þau yfir í nýtt handtæki ef með þarf.
Ennfremur er stuðningur við að afrita öll
samskipti sem fara fram á og yfir tækin í
gegnum BES þjóninn.
BIS lausnin
Hér fær notandi vefaðgang af notandaum-
sjónarkerfi sem er staðsett á vefnum og
pósthólf sitt með BlackBerry netfangi.
Frá þessu umsjónarkerfi er hægt að tengja
allt að 10 ytri pósthólf í gegnum POP3 eða
IMAP tengingar og fá póst frá þeim póst-
hólfum í rauntíma. Ýmsar stillingar eru í
boði t.d. hver sendandi tölvupósts sé úr
handtækinu og möguleiki er á að setja upp
póstsíur. Umsjónarkerfið takmarkast að
mestu við tölvupóstshólfið og ekki er
hægt að fá PIM tilkyningar eins og í BES
lausninni. Öll umferð fer yfir TCP/IP
tengingu frá handtækinu á proxiþjón sem
er hýstur hjá RIM og ekki er boðið upp á
3DES eða AES dulkóðun á burðarlaginu.
Hægt er að setja upp skjáborðsstjórnanda
(e. Desktop Manager) til að afrita gögn úr
tækinu og samstilla við staðbundið tölvu-
póstkerfi.
Handtækin
Handtækin eru hönnuð miðað við fyrir-
tækjanotkun og hafa engan stuðning við
lausnir eins og MP3 spilara eða mynda-
vélar, en skýringuna er líka að finna í
gagnaöryggi og líftíma á rafhlöðu. Hug-
búnaðaruppfærslur í handtækin fara fram
yfir vefinn og með hjálp skjáborðstjórn-
anda. Stuðningur er við allar farsímaþjón-
ustur eins og SMS,WAP og MMS í hand-
tækjunum og hægt er að þróa lausnir sem
eru samhæfðar við J2ME, IDP 2.0 og
JavaScript 1.3 svo eitthvað sé nefnt á móti
handtækjunum. Umferð á WAP, MMS og
SMS fer þó alltaf yfir farsímakerfin ein-
göngu og þar af leiðir er sértækur WAP og
MMS vafri í handtækjunum. Handtækin
styðja ennfremur svokölluð P2P skila-
boðakerfi sem rekið er af RIM og notend-
ur geta haft samkipti sín á milli á þeim
Mynd 1. Uppbygging á BlackBerry BES lausn. Skilaboðin ferðast frá póstþjóni fyrirtækis, í gegnum
BES þjón, yfir eldvegg og til samskiptamiðstöðvar RIM. Þaðan ferðast þau áfram til þess aðgangs-
nets sem notandi er tengdur, hér GSM-GPRS farsímakerfis.